is / en / dk

29. október 2014

Kennarafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga mótmælir harðlega fyrirhugaðri skerðingu náms til stúdentsprófs og takmörkun á aðgengi nemenda við tuttugu og fimm ára aldur. Með þessum orðum hefst ályktun sem félagið hefur sent frá sér. 

Í ályktuninni segir jafnframt: „Fyrirhugaðar aðgerðir ganga þvert á jafnrétti til náms, óháð búsetu eða aldri. Þeir landsbyggðarskólar sem koma til með að lifa þessa miklu skerðingu af þurfa að breyta skipulagi sínu á þann hátt að námsframboð verður stórlega skert.

Þess ber að geta að skólinn þjónar meðal annars átta byggðakjörnum, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, Hellissandi, Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og nærsveitum þessara kjarna og er eina námsframboð á framhaldsskólastigi á svæðinu.
Félagsmenn skora á menntamálaráðherra að endurskoða þessa ákvörðun sína.“


 

Tengt efni