is / en / dk

29. Mars 2014

Fundur hefur staðið frá klukkan tíu í morgun hjá sáttasemjara vegna kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið. Samningsaðilar hafa farið yfir stöðu viðræðna hvor í sínum hóp og síðan á sameiginlegum fundi sem hófst um klukkan hálftólf og stendur enn. Viðræður dagsins eru beint framhald samningafundar sem stóð í allan gærdag. Viðræðunefnd kennara og stjórnenda leggur áherslu á að samningaviðræður helgarinnar skili aðilum nær samkomulagi.
 

Tengt efni