is / en / dk

17. September 2013

Tónlistarskólar landsins fögnuðu uppskeru vetrarstarfsins á lokahátíð Nótunnar 2013 í Hörpu síðast liðinn sunnudag. Tónlist ómaði í Eldborgarsal Hörpu sem og í opnu rými Hörpu frá kl. 11-18 og sannkölluð hátíðarstemmning var ríkjandi allan daginn.

Tónlistarnemendum út um allt land er óskað til hamingju með daginn - þetta var þeirra dagur! Allir nemendur sem stigu á svið Eldborgar fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í lokahátíð Nótunnar 2013.

Eftirfarandi atriði hlaut farandgrip Nótunnar sem besta atriði hátíðarinnar 2013:
Tónlistarskólinn í Reykjavík (framhaldsnám - einleikur): Edda Lárusdóttir, þverflauta.
Viðurkenningu í tengslum við „Ísmúsþema“ í viðurkenningarflokknum frumsamin og eða frumleg atriði, þetta árið, fékk:
TÓNLISTARSKÓLI ÍSAFJARÐAR (framhaldsnám - frumsamið/frumlegt)
Hljómsveit píanónemenda

Níu atriði fengu sérstakar viðurkenningar og verðlaunagrip Nótunnar 2013
Eftirfarandi atriði í gunnnámi hlutu Nótuna 2013:


1. TÓNLISTARSKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM (grunnnám - samleikur)
Erlingur Gísli Björnsson, píanó
Karen Ósk Björnsdóttir, píanó

2. TÓNSKÓLI SIGURSVEINS (grunnnám - einleikur)
Tómas Orri Örnólfsson, selló
Meðleikur: Júlíana Rún Indriðadóttir, píanó

3. SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓPAVOGS (grunnnám - samleikur)
A sveit SK (60 krakkar)
Stjórnandi: Össur Geirsson

Eftirfarandi atriði í miðnámi hlutu Nótuna 2013:


4. SÖNGSKÓLINN Í REYKJAVÍK (miðnám - einsöngur)
Maria Koroleva, einsöngur
Meðleikur: Kristinn Örn Kristinsson, píanó

5. TÓNLISTARSKÓLI ÍSAFJARÐAR (miðnám - samleikur)
Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar
Stjórnandi: Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

6. SKÓLAHLJÓMSVEIT GRAFARVOGS (miðnám - samleikur)
Skólahljómsveit Grafarvogs (32 krakkar)
Stjórnandi: Einar Jónsson

Eftirfarandi atriði í framhaldsnámi hlutu Nótuna 2013:


7. TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK (framhaldsnám - einleikur)
Edda Lárusdóttir, þverflauta

8. TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK (framhaldsnám - einleikur)
Rannveig Marta Sarc, fiðla
Meðleikur: Hrönn Þráinsdóttir, píanó

9. TÓNLISTARSKÓLI FÍH (framhaldsnám - frumsamið/frumlegt)
Nafn hóps: Gaukshreiðrið
Stjórnandi hóps: Andrés Þór Gunnlaugsson

Nánari upplýsingar um atriðin má sjá hér.

Tengt efni