is / en / dk

Tólf verkefni sem hafa á einn eða annan hátt, hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegri og óformlegri menntun, fengu viðurkenningu skóla- og frístundaráðs árið 2018. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en markmið þeirra er að auka hagnýtingu rannsókna í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi í Reykjavík, vekja athygli á skóla- og frístundastarfi og hvetja meistaranema til að gera borgina að vettvangi rannsókna, náms og starfs. Á listanum má m.a. sjá verkefni um nám og kennslu um kynheilbrigði á unglingastigi séð frá sjónarhóli kennara, faglegt lærdómssamfélag milli leik- og grunnskólakennara í samreknum skólum, tungumálafjölbreytni hjá börnum á Íslandi, stærðfræðikennslu í fjölmenningarbekk og margt fleira. 
Þingsályktun um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi verður lög fyrir Alþingi í haust. Í tillögunni eru aðgerðir í 22 liðum íslenskunni til stuðnings og er markmiðið m.a. að efla íslenskukennslu og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi og sérstöðu tungumálsins.  Ráðherra leggur einnig áherslu á íslensku í stafrænum heimi sem kemur inn á tungumálið, tölvur og tækniþróun. Unnið verður eftir verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022 en í henni felst að þróa og byggja upp tæknilega innviði sem nauðsynlegir eru til að brúa bil milli talmáls og búnaðar.   
Opnað verður fyrir bókanir í sumarhús KÍ, fyrir tímabilið 9. janúar til 7. júní 2019, klukkan 18:00 í dag, þriðjudaginn 11. september. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ gildir. Símavakt verður á skrifstofu milli klukkan 18-19 í dag. Símanúmer verður birt á . Áfram verður bundin helgarleiga frá klukkan 16 á föstudegi til klukkan 18 á sunnudegi í orlofshúsum KÍ á Flúðum og í Kjarnaskógi. Um þessar mundir er verið að endurnýja þrjú orlofshús í Ásabyggð (hús nr. 41, 42 og 43). Áformað er að þau verði tilbúin til útleigu í lok þessa árs. Tilkynning um útleigu þessara húsa verður sett á Orlofsvefinn þegar þau eru tilbúin.  Þá verður unnið að minniháttar viðhaldi í báðum húsum KÍ við Sóleyjargötu í Reykjavík. Vera kann að íbúðir verði...
Stjórn Vísindasjóðs FL/FSL vekur athygli á því að umsóknum um þróunarstyrki (C-deild) þarf að skila í gegnum á vef Kennarasambandsins í síðasta lagi næstkomandi laugardag, 15. september 2018.  Þróunarstyrkir eru veittir til: Þróunar- og rannsóknarstarfa. Styrktur er útlagður kostnaður styrkþega, þó ekki skólagjöld né launakostnaður umsækjanda. Einstakra félagsmanna eða hópa félagsmanna, faghópa og nefnda innan FL og FSL til að halda námskeið og ráðstefnur fyrir félagsmenn. Skólar eða launagreiðendur eiga ekki rétt á þessum styrk. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins, Elísabet Anna Vignir, í tölvupósti: eða í síma 595 1111.  
Alþjóðlegur dagur læsis er á morgun og því er upplagt að skoða góð og handhæg læsisráð Menntamálastofnunar. Læsi snýst um miklu meira en árangur í skóla, það snýst um að geta nýtt sér þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að frá og með árinu 1966 væri 8. september helgaður málefnum læsis. Læsi telst til grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varðar því alla.   
Fræðslunefnd Kennarasambands Íslands efnir til fræðslunámskeiðs fyrir nýja og nýlega trúnaðarmenn þriðjudaginn 25. september næstkomandi. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá klukkan 10 til 15. Markmið námskeiðsins er að efla trúnaðarmenn í störfum sínum og þekkingu þeirra á réttinda- og hagsmunamálum félagsmanna. Athugið að fræðsla KÍ fyrir trúnaðarmenn snýst um sameiginleg réttinda- og hagsmunamál en ekki um kjarasamninga og starfsemi aðildarfélaga KÍ því viðkomandi félag sér um þá fræðslu. Á námskeiðinu verður fjallað um skipulag og starfsemi KÍ, réttindi og skyldur trúnaðarmanna, ráðningarmál og réttindi, fæðingarorlof, veikindarétt, orlof og fleira. Námskeiðið verður sent út í streymi, á vefnu...
  Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2019 - 2020. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist: skóla framtíðarinnar, fjórðu iðnbyltingunni, starfstengdri leiðsögn og ráðgjöf í kennslu í grunnskóla.   Skal allt að 1/3 námsleyfa úthlutað vegna þessa. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, umsóknir sendar á öðru formi verða ekki teknar gildar. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu .    
Nýjar ritreglur um greinarmerkjasetningu sem gilda um stafsetningarkennslu í skólum voru gefnar út í sumar. Ekki er um að ræða grundvallarbreytingar heldur er texti um þær sem fylgir nú skýrari og betri dæmi fundin til.  Reglur þessar, sem Íslensk málnefnd semur, eru síðari hluti endurskoðunar málnefndarinnar á íslenskum ritreglum og gilda til viðbótar réttritunarreglum sem birtar voru 6. júní 2016.    
Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor í þroska- og sálmálvísindum við Háskóla Íslands lætur af störfum nú eftir fjörutíu ára farsælan starfsferil sem kennari og fræðimaður. Rannsóknir Hrafnhildar hafa að mestu snúist um málþroska barna, þróun málnotkunar og textagerðar frá frumbernsku til fullorðinsára og tengsl málþroska og málnotkunar við aðra þroskaþætti, einkum vit- og félagsþroska og við lesskilning og ritun. Framlag Hrafnhildar til rannsókna og kennslu er ómetanlegt og stofnaði hún m.a. Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi barna og unglinga. Á dögunum var haldin ráðstefna henni til heiðurs og voru þátttakendur á þriðja hundrað. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sat ráðstefnuna og gerði grein fyrir henni í...
Samtök líffræðikennara, Samlíf, hvetja menntamálaráðherra til að gaumgæfa vel uppbyggingu í raungreinakennslu meðal annars með áherslu á verklega kennslu til að tryggja að nemendur nái tilsettum hæfniviðmiðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem Samlíf hefur sent Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.  Í ályktuninni segir að á sama tíma og kennsla í raungreinum hafi dregist saman í framhaldsskólum hefur kennslustundum í raungreinum í efstu bekkjum grunnskóla verið fækkað. Samlíf telur að í ljósi styttingar náms til stúdentsprófs væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskólum. „Verkleg kennsla í raungreinum hefur jafnframt dregist saman og fáir skólar hafa tök á því að bjóða upp á frambærilegar ve...