is / en / dk

Árlegir kynningarfundir LSR fyrir virka sjóðfélaga verða haldnir dagana 28., 29. og 30. maí 2018. Tilgangur fundanna er að fræða sjóðfélaga um lífeyrismál; um uppbyggingu réttindakerfisins, iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.  Fundir á árinu 2018 verða eftirfarandi: 28. maí fyrir sjóðfélaga í B-deild LSR 29. maí fyrir sjóðfélaga í A-deild LSR 30. maí fyrir sjóðfélaga sem eiga réttindi bæði í A- og B-deild LSR. Hægt er að velja um tvær tímasetningar, kl. 08:30 - 10:00 eða kl. 16:30 - 18:00. Sjóðfélagar eru beðnir um að skrá sig á fundinn með því að hringja í síma 510 - 6100 eða með því að senda tölvupóst á netfangið og tilgreina nafn, kennitölu og val á tímasetningu.   ...
Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara (FF) og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS) í Fjölmennt annars vegar og Verzlunarskóla Íslands hins vegar hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning.  Allsherjaratkvæðagreiðsla í báðum skólum stóð yfir dagana 18. til 23. maí – henni lauk klukkan 12 í dag. Skrifað var undir samning vegna Fjölmenntar 15. apríl og vegna Verzlunarskólans 17. maí.  Úrslit atkvæðagreiðslu Fjölmenntar: Á kjörskrá voru 16 Alls greiddu 11 akvæði eða 68,75% Já sögðu 10 eða 90,91% Nei sagði 1 eða 9,09% Auðir seðlar 0 eða 0,00% Úrslit atkvæðagreiðslu Verzlunarskóla Íslands: Á kjörskrá voru 94 Atkvæði greiddu 68 eða 72,34% Já sögðu 59 eða 86,77% Nei sögð...
Allsherjaratkvæðagreiðsla félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda (FT) í tónlistarskólum um nýgerðan kjarasamning fer fram dagana 23. til 28. maí 2018. Greidd verða atkvæði um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli FT og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifaði var undir 9. maí síðastliðinn, með fyrirvara um samþykki félagsmanna.  Atkvæðagreiðslan hefst  klukkan 12 miðvikudaginn 23. maí 2018 Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan klukkan 12 mánudaginn 28. maí.    Um atkvæðagreiðsluna Atkvæðagreiðslan fer fram á á vef Kennarasambandsins, www.ki.is. Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða Rafrænum skilríkj...
Sveinlaug Sigurðardóttir er nýr varaformaður Félags leikskólakennara. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi FL sem fram fór í morgun. Fráfarandi varaformaður FL er Fjóla Þorvaldsdóttir en hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Sveinlaug starfar við útikennslu í Krikaskóla í Mosfellsbæ. Hún hefur mikla reynslu af störfum fyrir FL og KÍ. Hún sat í þrjú ár í útgáfustjórn KÍ, var fulltrúi FL í leikskóladeild NLS í fjögur ár, var fulltrúi FL í sameiginlegri skólamálanefnd FL og FLS í fjögur ár og átti sæti í skólamálanefnd FL síðustu fjögur árin. Þá hefur Sveinlaug einnig reynslu af starfi trúnaðarmanns en hún gegndi því starfi í leikskólanum Grænuborg um þriggja ára skeið.  Aðrir í stjórn FL eru Haraldur Freyr Gíslason ...
Alls höfðu 68,75 prósent félagsmanna FF og FS hjá Fjölmennt greitt atkvæði um nýjan kjarasamning á hádegi í dag. Þátttaka í sambærilegri atkvæðagreiðslu í Verzlunarskóla Íslands var heldur dræmari en þar höfðu 22,34 prósent greitt atkvæði klukkan 12 í dag.  Atkvæðagreiðslu lýkur í báðum skólum á slaginu klukkan 12 á morgun, miðvikudaginn 23. maí. 
Sjöundi aðalfundur Félags leikskólakennara, sem fór fram dagana 14. og 15. maí 2018, beinir því til sveitarfélaga og annarra rekstraraðila að nauðsynlegt er að gera laun leikskólakennara samkeppnisfær við laun annarra sérfræðinga á markaði ef takast á að auka nýliðun í stéttinni. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á aðalfundinum.  Í greinargerð með ályktuninni segir að laun leikskólakennara þurfi og eigi að vera hærri svo takast megi að fjölga leikskólakennurum. „Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa. Launagögn Hagstofunnar frá 2016 sýna að ríkið er að greiða sínum sérfræðingum hærri laun en sveitarfélögin og svo er almenni markaðurinn að greiða sínum sérfræðingum hærri laun e...
Allsherjaratkvæðagreiðla félagsmanna Kennarasambands Íslands í FF sem starfa í Tækniskólanum hófst klukkan 12 í dag. Atkvæði eru greidd um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kennarasambands Íslands vegna framhaldsskóla og Fjölmenntar sem var undirritaður 18. maí 2018.  Atkvæðisrétt hafa félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda framhaldsskóla sem starfa hjá Fjölmennt. Atkvæðagreiðslan hefst klukkan 12:00 þriðjudaginn 22. maí 2018 Atkvæðagreiðslunni lýkur   klukkan 12:00 mánudaginn 28. maí 2018     Um atkvæðagreiðsluna Atkvæðagreiðslan fer fram á á vef Kennarasambandsins, www.ki.is. Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá...
Ný stjórn Félags grunnskólakennara hélt sinn fyrsta stjórnarfund að loknum aðalfundi félagsins, sem lauk í Borgarnesi síðdegis í gær, föstudaginn 18. maí.  Stjórnin skipti með sér verkum á fundinum og var Hjördís Albertsdóttir valin í embætti varaformanns FG. Sigurður Freyr Sigurðarson er nýr ritari félagsins og Hreiðar Oddsson er gjaldkeri.  Meðstjórnendur eru Anna Guðrún Jóhannesdóttir, Jens Guðjón Einarsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.  Nýr formaður FG er, sem kunnugt er, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir og tók hún formlega við formennsku félagsins í gær. 
Sjöundi aðalfundur Félags grunnskólakennara haldinn 17. og 18. maí 2018 skorar á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og aðsókn í kennaranám mun aukast. Fundurinn skorar á ríki og sveitarfélög að gera laun grunnskólakennara samkeppnisfær við laun annarra sérfræðinga á opinberum og almennum markaði. Alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem nýliðun grunnskólakennara er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. Stórsókn í menntamálum eru orðin tóm nema laun grunnskólakennara verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með samb...
Aðalfundur Félags stjórnenda leikskóla var haldinn 17. maí á Selfossi. Sigurður Sigurjónsson tók við formennsku í félaginu af Ingibjörgu Kristleifsdóttur, en hún hafði gegnt formennsku frá stofnun félagsins árið 2010. Ný stjórn tók einnig við en hana skipa Halldóra Guðmundsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Jónína Hauksdóttir og Sigrún Hulda Jónsdóttir. Varamenn eru þær Gyða Guðmundsdóttir, Lena Sólborg Valgarðsdóttir og Vigdís Guðmundsdóttir.  Á aðalfundinum var ályktað um velferð og líðan barna í leikskólum en síðustu ár hefur dvalartími barna í leikskólum aukist verulega. Huga þarf vel að því námsumhverfi sem leikskólar bjóða börnum. Einnig skorar aðalfundurinn á sveitarfélög að sjá til þess að laun stjórnenda og sérfræðinga á skólaskri...