is / en / dk

Starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta í skólum hefur verið lengi til umræðu og er talin lykilatriði til að stuðla að framförum í menntakerfinu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kennarasamband Íslands, boðar til ráðstefnu um þetta mikilvæga mál þar sem markmiðið er að efna til samtals meðal þeirra sem koma að starfsþróun kennara og mikilvægi hennar fyrir framþróun skólastarfs. Ráðstefnan verður haldin í húsakynnum Menntavísindasviðs fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi og mun standa frá klukkan 13 til 16.40. Aðalfyrirlesari verður , yfirmaður NAFOL og prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi.  Haustið 2016 skipaði mennta- og menningarmálaráðhe...
Úrslit í kosningum til stjórnar Félags leikskólakennara liggja fyrir en atkvæðagreiðslu lauk klukkan 14 í dag. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan níu að morgni 13. febrúar síðastliðins.  Á kjörskrá voru 2.234. Alls kusu 477 eða 21,35%. Níu voru í framboði og féllu atkvæði þannig:      Ný stjórn tekur formlega við á aðalfundi Félags leikskólakennara á aðalfundi félagsins sem fram fer í Hveragerði dagana 14. og 15. maí 2018. Á aðalfundinum verður jafnframt kosið í önnur embætti á vegum félagsins. Nánar um það
Kjörsókn var 20% í kosningum Félags leikskólakennara (FL) á hádegi í dag, föstudaginn 16. febrúar.  Kosið er til stjórnar FL og lýkur atkvæðagreiðslunni klukkan 14 í dag, föstudaginn 16. febrúar. 
Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði um málefni kjararáðs mælir með því að núverandi fyrirkomulagi á launaákvörðunum æðstu embættismanna verði gjörbreytt. Starfshópurinn segir launaákvarðanir kjararáðs ítrekað hafa skapað ósætti og leitt til óróa á vinnumarkaði.  Þá hafi lögbundin viðmið kjaradóms og síðar kjararáðs verið óskýr og ósamrýmanleg. Gagnsæi og fyrirsjáanleika hafi skort og Alþingi hafi ítrekað hlutast til um endurskoðun úrskurða. Frá þessu er greint á . Í skýrslu starfshópsins er lagt til að hætt verði að úrskurða laun æðstu embættismanna eftir óskýrum viðmiðum – launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Starfshópurinn leggur til að laun æðstu embætt...
Kjörsókn var 9% í kosningum Félags leikskólakennara (FL) á hádegi í dag, fimmtudaginn 15. febrúar.  Kosið er til stjórnar FL og lýkur atkvæðagreiðslunni klukkan 14 á morgun, föstudaginn 16. febrúar. 
Orlofssjóður KÍ opnar fyrir bókanir á sumarhúsum og íbúðum á Spáni næstkomandi föstudag, 16. febrúar. Hægt verður að bóka frá og með klukkan 18.00.  Þetta sumarið eru fimm eignir á Spáni í boði; þrjú raðhús og tvær íbúðir nálægt Alicante. Allar nánari upplýsingar er að finna á Opnað verður fyrir bókanir innanlands í marsmánuði.  Mánudagur 19. mars kl. 18:00 – þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri Þriðjudagur 20. mars kl. 18:00 – þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri Miðvikudagur 21. mars kl. 18:00 – þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri Fimmtudagur 22. mars kl. 18:00 – þeir sem eiga 0 til -23 punkta og FKE félagar* Mánudagur 4. júní kl. 18:00 – flestum húsum sem ekki hafa leigst breytt í flakkara *Félag...
Kjörsókn var 5,5% í kosningum Félags leikskólakennara (FL) á hádegi í dag, miðvikudaginn 14. febrúar.   Kosið er til stjórnar FL og lýkur atkvæðagreiðslunni klukkan 14:00 á föstudag, 16. febrúar. 
Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu í stjórn Félags leikskólakennara hófst klukkan 9:00 í morgun. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 14:00 föstudaginn 16. febrúar. Atkvæðisrétt hafa allir féalgsmenn Félags leikskólakennara samkvæmt félagatali KÍ.  Frambjóðendur til stjórnar eru:  Hanna Berglind Jónsdóttir Hanna Rós Jónasdóttir Helga Charlotte Reynisdóttir Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir Jakobína Rut Hendriksdóttir Laufey Heimisdóttir Sigurlaug Einarsdóttir Sveinlaug Sigurðardóttir Sverrir Jensson Dalsgaard Um atkvæðagreiðsluna Atkvæðagreiðslan fer fram á Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður m...
Níu bjóða sig fram til stjórnar Félags stjórnenda leikskóla. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 12. mars næstkomandi. Kjörtímabilið er fjögur ár, hefst á aðalfundi FSL í maí næstkomandi og stendur til aðalfundar árið 2022. Kosnir verða sjö fulltrúar í stjórn; fjórir aðalmenn og þrír varamenn.  Frambjóðendur til stjórnar eru:  Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Austurkór, Kópavogi Gyða Guðmundsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Borg, Reykjavík Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini, Reykjavík Hildur Arnar Kristjánsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri heilsuleikskólans Hamravalla, Hafnarfirði Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri ...
Niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsmanna Félags grunnskólakennara liggja fyrir. Atkvæðagreiðslan hófst fimmtudaginn 8. febrúar og lauk klukkan 14:00 í dag, mánudaginn 12. febrúar. Kosið var í stjórn, samninganefnd, skólamálanefnd og kjörnefnd FG og buðu 43 félagsmenn fram krafta sína.  Á kjörskrá voru 4.835 og atkvæði greiddu 1.203 eða 24,9%.   Niðurstöður í kjöri til stjórnar FG eru eftirfarandi.  Hjördís Albertsdóttir, Reykjahlíðarskóla, Mývatnssveit, 710 atkvæði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Öldutúnsskóla, Hafnarfirði,  630 atkvæði Anna Guðrún Jóhannesdóttir, Glerárskóla, Akureyri, 599 atkvæði  Sigurður Freyr Sigurðarson, Síðuskóla, Akureyri,  582 atkvæði  Hreiðar Oddsson, Álfhólsskóla, Kópavogi,...