is / en / dk

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, átti fund í Kennarahúsinu með þeim Davíð Þorlákssyni og Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins í morgun. Haraldur bauð þeim til fundar í tilefni af áherslum SA í menntamálum.  Formaður FL fór yfir áskoranir leikskólastigsins og það stóra verkefni sem leikskólastigið stendur frammi fyrir í komandi kjarasamningum. Fínar umræður sköpuðust á fundinum sem án efa verður grundvöllur frekara samtals.   
Sérstakur ráðgjafi og sáttasemjari hefur verið ráðinn til þess að miðla málum milli aðila að stofnanasamningi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður FF, og Ægir Karl Ægisson, formaður FS, fagna þessu skrefi og vilja hrósa kennurum, stjórnendum og skólameistara skólans fyrir að halda fagmennskunni í forgrunni og gera nú aftur atlögu að samningum eftir erfiðar deilur. Um leið og formenn vona innilega að góður árangur hljótist af sáttaumleitunum ber líka að fagna því að líklega fer óvissu um stjórnun skólans á næsta skipunartímabili skólameistara að ljúka. Viðtöl við umsækjendur um stöðu skólameistara eru hafin. Upplýsingar um ráðningu næsta skólameistara FVA hljóta því að birtast fljótlega.     ...
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sendi Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, bréf í tilefni skýrslu SA um áherslur í menntamálum. Í bréfi til samtakanna þakkar Ragnar Þór SA fyrir auðsýndan áhuga á menntamálum og hvetur þau til að horfa til stærri hagsmuna sem eru fjölskylduvænt samfélag.    Bréf Ragnars Þórs Péturssonar, formanns KÍ, til Samtaka atvinnulífsins: Samtök atvinnulífsins Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Borgartúni 35, 105 Reykjavík Kæri Eyjólfur, fyrir hönd Kennarasambands Íslands vil ég þakka Samtökum atvinnulífsins fyrir auðsýndan áhuga á menntamálum, sem nú síðast birtist í skýrslunni „Menntun og færni við hæfi“. Menntakerfið og atvinnulífið eru tvö af grund...
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafa í samvinnu við aðila menntakerfisins og Samband íslenskra sveitarfélaga  bundist samtökum um að veita Íslensku menntaverðlaunin. Verðlaunin voru veitt í tíð fyrri forseta frá árinu 2005 en hefur nú verið komið í ákveðinn farveg með samkomulagi milli þeirra sem að þeim standa. Skrifað var undir samkomulag um verðlaunin á Bessastöðum síðdegis í gær. Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, skrifaði undir fyrir hönd kennarasamtakanna.  Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi og auka veg menntaumbótastarfs. Forseti h...
Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni Byrgjum brunninn, bjargráð og forvarnir á vef Netsamfélagsins. Hlekkur er Þá er bein útsending einnig á og Dagskrá  13:00 Setning Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands  13:05 Streita og streitutengd vandamál. Nýjustu rannsóknir um orsakir, afleiðingar og úrræði. Prófessor INGIBJÖRG H. JÓNSDÓTTIR forstöðumaður, Institutet för stressmedicin, Gautaborg.  14:20 Kaffihlé  14:45 Tökum þetta á seiglunni - eða hvað? Ingibjörg Loftsdóttir sviðstjóri hjá VIRK  15:15 Að sníða sér stakk eftir vexti, draumavinnuumhverfi leikskólakennara Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri Heilsuleikskólanum Urðarhóli  15:25 Samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust Leifur Garðarsson skólast...
Kennarar við Fjölbrautaskóla Vesturlands hafna samstarfi við núverandi skólameistara og kveðast einvörðungu munu sinna kennsluskyldum og samstarfi við nemendur þar til nýr skólameistari hefur verið skipaður.  Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á félagsfundi Kennarafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands sem fram fór 21. október síðastliðinn. Áður höfðu kennarar við skólann lýst vantrausti á núverandi skólameistara.  Ályktun félagsfundarinar hljóðar svo í heild:  „Félagsfundur kennarafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haldinn 21. október 2019 samþykkir eftirfarandi ályktun: Í beinu framhaldi af vantraustsyfirlýsingu kennara á skólameistara FVA, samþykkir félagsfundurinn að kennarar við FVA munu áfram sem hinga...
Staða mála á samningasviðinu verður kynnt á ársfundi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem haldinn verður laugardaginn 16. nóvember nk. í salnum Esju á Hótel Sögu. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður einnig fjarnámskeið LHÍ fyrir starfandi kennara kynnt.  Síðari hluti fundarins verður umræðufundur um stóru málin. Þar mun Sigrún Grendal, formaður FT, fara yfir vinnu félagsins sem tengist endurskoðun aðalnámskrár og lagaramma tónlistarskóla. Hér eru á ferð mjög mikilvæg mál og því eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.   Nánar um ársfundinn og dagskrá: Ársfundur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum verður haldinn laugardaginn 16. nóvember nk. milli kl. 11:00-15:00 í salnum Esj...
Sjö sjálfstæðir leikskólar hafna því að starfsfólk í fæðingarorlofi fái eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur um næstu mánaðamót. Leikskólarnir sem um ræðir eru Vinagarður (rekinn af KFUM/KFUK), Fossakot og Korpukot (reknir af LFA ehf.), Sjáland (rekið af Sjálandi), Leikgarður, Sólgarður og Mánagarður (reknir af Félagsstofnun stúdenta). Þessir leikskólar tilheyra Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) en þess má geta að FL hefur þegar gert samkomulag um viðræðuáætlun og eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur til félagsmanna FL sem starfa í leikskólum á vegum sveitarfélagana og hjá 16 sjálfstætt starfandi rekstraðilum innan og utan SSSK.  Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL, segir félagið ekki munu skrifa undir samkomulag sem e...
Meðalatvinnutekjur kvenna voru 74% af meðalatvinnutekjum karla samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Greint er frá þessu á . Konur eru samkvæmt þessum tölum með 26% lægri atvinnutekjur en karlmenn að meðaltai. Daglegum vinnuskyldum er því lokið klukkan 14:56 í dag.  Kvennafrídagurinn er í dag, 24. október, en þessi dagur var fyrst haldinn árið 1975. Þá lögðu 90% kvenna niður störf til að mótmæla misrétti í launakjörum. Kvennafrídagurinn var síðan haldinn tíu árum síðar, og eftir það árin 2005, 2010, 2016 og 2018. Þetta árið eru ekki skipulögð mótmæli í tilefni dagsins.  Þá má geta þess að Kvenréttindafélag Íslands býður til femínískrar sögugöngu klukkan 17 í dag.  
Byrgjum brunninn, bjargráð og forvarnir er yfirskrift ráðstefnu KÍ um vinnuumhverfismál sem haldin verður á Hótel Natura mánudaginn 4. nóvember.  Uppselt er á ráðstefnuna en opið er fyrir streymi. Vinsamlega skráið ykkur hér að neðan í streymið. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er prófessor Ingibjörg H. Jónsdóttir í Gautaborg sem unnið hefur að viðamiklum rannsóknum á orsökum og afleiðingum streitu. Með ráðstefnunni vill Kennarasambandið leggja áherslu á þau bjargráð og forvarnir sem nýta má til að auka velferð þeirra sem starfa í skólum landsins og varpa ljósi á mikilvægi sálfélagslegs vinnuumhverfis.  Ráðstefnan verður í streymi og hefur heyrst að nýta eigi hana sem viðburð á starfsdögum kennara víða um land. Einnig munu fyrir...