is / en / dk

Alls höfðu 11% félagsmanna í Kennarasambandi Íslands greitt atkvæði í kosningu um varaformann Kennarasambands Íslands klukkan tólf í dag. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 14 miðvikudaginn 13. desember. Frambjóðendur til formanns Kennarasambands Íslands eru eftirtaldir:  Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari Heimir Björnsson framhaldsskólakennari Simon Cramer framhaldsskólakennari
Vinnueftirlitið ætlar að standa fyrir námskeiðum fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum sem eru utan höfuðborgarsvæðisins um helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna í skólunum,. Hvert námskeið er í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00 og verða námskeiðin haldin sem hér segir:   Janúar 17. og 18. janúar, Austurvegi 56, Selfossi. 22. og 23. janúar, Samkomuhúsinu Sólvöllum 3, Grundarfirði. 24. og 25. janúar, Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum. 30. og 31. janúar, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi. 31. janúar og 1. febrúar, Viska Strandvegi 50, Vestmannaeyjum. Febrúar 6. og 7. febrúar, Austurvegi 56, Selfossi. 20. og 21....
Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra lýsa yfir stuðningi við ályktun málþings Skólamálaráðs Kennarasambands Íslands sem fór 5. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í sem stjórn Heimilis og skóla hefur sent frá sér. Þar segir jafnframt: „Stjórnin tekur heilshugar undir þá kröfu að náms- og kennslugögn verði nemendum að kostnaðarlausu frá upphafi skólagöngu til loka framhalds- og tónlistarskóla og að skattur á bækur verði afnuminn og betur verði gætt að aðgengi að tæknibúnaði í skólum.“ Þá tekur stjórn Heimilis og skóla undir með málþingi Skólamálaráðs að stutt verði við Menntamálastofnun í því hlutverki að gefa út vönduð náms- og kennslugögn. 
Alls höfðu 7% félagsmanna í Kennarasambandi Íslands greitt atkvæði í kosningu um varaformann Kennarasambands Íslands klukkan tólf í dag. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 14 miðvikudaginn 13. desember. Frambjóðendur til formanns Kennarasambands Íslands eru eftirtaldir:  Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari Heimir Björnsson framhaldsskólakennari Simon Cramer framhaldsskólakennari
Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Þórunn Sif Böðvarsdóttir grunnskólakennari hafa báðar dregið framboð sitt til varaformanns KÍ til baka. Þær tilkynntu framboðsnefnd þetta bréflega í morgun. Halldóra og Þórunn Sif lýstu yfir á fundi með frambjóðendum til varaformanns, sem fór í Gerðubergi á mánudagskvöld, að þær treystu sér ekki til að vinna með nýkjörnum formanni KÍ, Ragnari Þór Péturssyni, í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þær sögðu að með þessu fælist ekki dómur um sekt eða sakleysi en trúverðugleiki hins nýkjörna formanns væri í húfi.  Atkvæðagreiðsla um nýjan varaformann KÍ er hafin.     
Kynntu þér stefnu og áherslur þeirra sem gefa kost á sér í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands. Sex bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti þriðjudaginn 21. nóvember. Frambjóðendur eru þessir: UPPFÆRT 7.12. 2017 KL. 9:00 Halldóra Guðmundsdóttir og Þórunn Sif Böðvarsdóttir hafa dregið framboð sín til baka.  Frambjóðendur eru því Anna María Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Heimir Björnsson og Simon Cramer.    {slider Anna María Gunnarsdóttir} Menntun: Ég er íslenskukennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég er með BA-próf í íslensku og diplóma í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Síðustu ár hef ég stundað ná...
„Um liðna helgi komu fram alvarlegar ásakanir á hendur nýkjörnum formanni KÍ. Stjórn KÍ getur ekki tekið og mun ekki taka afstöðu í því máli. Stjórninni ber ávallt að gæta hlutleysis í slíkum málum enda annarra lögboðinna aðila að fara með þau. Félagsmenn KÍ velja sér forystu með lýðræðislegum hætti, valdið er í höndum félagsmanna KÍ. Mikilvægt er að þeir einstaklingar, sem veljast til forystu, njóti trausts og trúverðugleika, jafnt innan KÍ sem og í samfélaginu öllu. Nýverið sendi Kennarasambandið frá sér yfirlýsingu, ásamt ASÍ, BSRB og BHM, þar sem kallað er eftir að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og efli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt...
Opinn fundur með frambjóðendum til varaformanns KÍ verður sendur út í beinni útsendingu á netinu í kvöld. Fundinum, sem fer fram í Gerðubergi og hefst klukkan 20, verður streymt á vef Netsamfélagsins, Framjóðendur til varaformanns eru sex talsins og munu þeir kynna sig og sínar áherslur á fundinum. Fundarstjórn verður í höndum Þórhalls Gunnarssonar fjölmiðlamanns.  Í framboði eru Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari, Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari, Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Heimir Björnsson framhaldsskólakennari, Simon Cramer framhaldsskólakennari og Þórunn Sif Böðvarsdóttir grunnskólakennari. 
Kapphlaup þjóðanna um menntun – vangaveltur um PISA-kannanir og alþjóðleg próf eftir Sam Sellar, Greg Thompson og David Rutkowski kemur út í íslenskri þýðingu í næstu viku. Það er Félag grunnskólakennara sem gefur bókina út – í þýðingu Sigrúnar Eiríksdóttur.  Kapphlaup þjóðanna um menntun upplýsir kennara, foreldra og stefnumótendur um PISA-rannsóknina á líflegan og aðgengilegan hátt. PISA-kannanir eru haldnar um heim allan á vegum OECD og þykja áhrifamestar allra prófa.  Í Kapphlaupi þjóðanna um menntun er fjallað um nýjustu rannsóknir á námsmati og menntastefnum, fyrirkomulagi PISA-kannananna er rækilega lýst og fjallað um áhrif þeirra á stefnur og starfshætti í skólum um heim allan. Bókinni er ætlað að vekja upplýstar umræður ...
„Kynferðislegt öryggi fólks á vinnustað ætti að vera jafn sjálfsagt og hvert annað öryggi. Við viljum hvetja stjórnendur til að eiga samtal við kennara, starfsfólk og nemendur um kynferðislega áreitni og taka skýra afstöðu gegn slíkri hegðun. Ferli fyrir þolendur þarf að vera vel kynnt og tekið á slíkum brotum af ábyrgð og festu í hverjum skóla."  Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem var sent skólastjórnendum á öllum skólastigum í morgun. Undir bréfið skrifa Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður fræðslunefndar KÍ og varaformaður KÍ, Ásdís Ingólfsdóttir, formaður vinnuumhverfisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona jafnréttisnefndar KÍ og varaforkona FF, og Ægir Karl Ægisson, formaður Siðaráðs KÍ.  Markmið bréf...