is / en / dk

Kennarasambandið er þessa dagana að flytja skrifstofuna í nýtt húsnæði við Borgartún 30. Ljóst er að næstu daga verður mikið verk að tæma Kennarahúsið og koma öllu í rétt horf á nýjum stað. Af þeim sökum verður röskun á starfsemi sambandsins og hefur verið ákveðið að hafa opið frá 9 til 12 þessa viku. Félagsmönnum er því bent á að hafa samband fyrripart dags og eða senda erindi í tölvupósti. Reynt verður að afgreiða erindi félagsmanna eins og fljótt og auðið er. Félagsmenn eru beðnir afsökunar á þessari röskun en skrifstofan verður opin með hefðbundnum hætti, í Borgartúni 30, 6. hæð, næstkomandi mánudag.  
Samninganefnd Félags framhaldsskólakennara vísaði í dag kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Kjarasamningurinn hefur nú verið laus síðan 31. mars 2019, eða í tæpt ár. Ekki hefur verið boðað til samningafundar hjá ríkissáttasemjara en vonir standa til þess að það verði gert sem fyrst.    
Þorbjörn Rúnarsson, áður áfangastjóri við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, tekur til starfa hjá Félagi framhaldsskólakennara og Vísindasjóði FF og FS í byrjun febrúar. Hann var einn 12 umsækjenda um stöðuna. Þorbjörn er jarðfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af störfum við framhaldsskóla. Hann kenndi í átta ár við Menntaskólann á Egilsstöðum auk þess að gegna stöðu áfangastjóra, var í eitt ár skólameistari þar í afleysingum og hefur síðan 2013 verið áfangastjóri í Flensborg. Þorbjörn hefur verið virkur í félagsstörfum og þá mest fyrir Félag stjórnenda í framhaldsskólum þar sem hann hefur verið varaformaður síðustu ár. Þorbjörn er boðinn velkominn í hópinn í KÍ.  
Félag stjórnenda leikskóla styður tillögur skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breyttan opnunartíma leikskóla og tekur undir áhyggjur af of löngum dvalartíma barna í leikskólum.  Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun.  Samkvæmt gögnum OECD frá árinu 2017 þá er dvalartími barna í leikskólum lengstur á Íslandi og er með þessum tillögum verið að bregðast við þeirri stöðu. Félag stjórnenda leikskóla tekur heilshugar undir að styttur opnunartími mun draga úr álagi á börn, starfsfólk og stjórnendur.  Þegar tillögurnar hafa ...
Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. 1. janúar síðastliðinn tóku í gildi lög sem meðal annars kveða á um leyfisbréf þvert á skólastig. Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamning...
Orlofssjóður býður félagsmönnum KÍ að skoða nýjar orlofsíbúðir við Vörðuleiti næstkomandi laugardag. Orlofssjóður festi kaup á hinu nýbyggða fjölbýlishúsi í lok nóvember og hefur síðustu vikur verið unnið að því að gera íbúðirnar tilbúnar til útleigu.  Tíu íbúðir eru í hinu nýja húsi Orlofssjóðs; tvær þriggja herbergja íbúðir, sjö tveggja herbergja og ein stúdíóíbúð. Húsið er í nýju hverfi á reit Útvarpshússins við Efstaleiti. Stutt er í þjónustu og má nefna að Kringlan og Borgarleikhúsið eru í göngufæri.  Þess er skammt að bíða að opnað verði fyrir bókanir í Vörðuleiti og verða félagsmenn upplýstir um leið og það gerist.  Opið hús í Vörðuleiti 2 verður laugardaginn 18. janúar frá klukkan 13 til 16.    Á myndinni er V...
Nýjar Mínar síður Kennarasambands Íslands eru komnar í loftið. Markmiðið er að auka enn frekar þjónustu við félagsmenn til að þeir geti sinnt öllu á vefnum. Á Mínum síðum eru margar nýjungar en þær helstu eru að félagsmenn geta ávallt fylgst með stöðu sinna mála og eins geta þeir bætt gögnum við umsóknir hvenær sem er í ferlinu. Þetta er liður í enn öflugri rafrænni þjónustu. Mínar síður voru unnar í samstarfi Kennarasambands Íslands, Advania og dk hugbúnaðar, sem einnig sáu um eldri útgáfuna en hún hefur verið í loftinu í tæplega tíu ár og því tímabært að endurhanna síðurnar og koma með helstu nýjungar sem bjóðast í dag.  
Framhaldsskólakennarar hafa verið án samnings í rúmlega tíu mánuði og hvetur stjórn Kennarafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Kennarafélag Menntaskólans á Ísafirði samningsaðila til að ganga frá samningi sem fyrst.   Ályktun Kennarafélags Menntaskólans á Ísafirði: Félagsfundur í Kennarafélagi MÍ haldinn í Menntaskólanum á Ísafirði 9. janúar 2020. Kennarafélags Menntaskólans á Ísafirði hvetur samningsaðila í kjaramálum framhaldsskólakennara til þess að herða á vinnu í kjaraviðræðum ríkisins og Félags framhaldsskólakennara, FF. Nú hafa framhaldsskólakennarar verið samningslausir í rúmlega 10 mánuði. Það er fullkomlega óviðunandi að ekki skuli vera kominn kjarasamningur eftir þennan langa tíma. Við hvetjum því samnin...
Félagar í Kennarafélagi Fjölbrautaskólans í Breiðholti telja fullkomlega óviðunandi að ekki skuli enn vera búið að ljúka við nýjan kjarasamning. Þetta er meðal þess sem segir í ályktun sem kennarafélagið sendi frá sér. Ályktun Kennarafélags FB hljóðar svo í heild:    Félagsfundur í Kennarafélagi FB haldinn í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 16. desember 2019 Félagar í Kennarafélagi FB samþykkja eftirfarandi ályktun: Nú hafa framhaldsskólakennarar verið samningslausir síðan 31. mars 2019. Það er fullkomlega óviðunandi að ekki skuli vera kominn kjarasamningur eftir þennan langa tíma. Við félagar í Kennarafélagi FB hvetjum samningsaðila til að herða á vinnu sinni í kjaraviðræðum framhaldsskólakennara. Ljúki árinu 2019...
Fræðsluráð Reykjanesbæjar ætlar að grípa til aðgerða er varðar starfsumhverfi í leikskólum bæjarins. Þetta kom fram á fundi fræðsluráðs í byrjun mánaðarins en á fundinum var tekin fyrir Skýrsla starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum. Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti skýrsluna. Í fundargerð fræðsluráðs segir að í skýrslunni komi fram margar gagnlegar tillögur til að styrkja starf leikskóla bæjarins. Það er mat fræðsluráðs að til þess að leikskólar bæjarins verði áfram „eftirsóknarverðir vinnustaðir fyrir þá sem þar starfa sem og eftirsóknarverðir vinnustaðir fyrir einstaklinga sem eru að leita sér að framtíðarstarfi sé fullt tilefni til að grípa til aðgerða í samræmi við tillögur skýrslunnar,“ segir í...