is / en / dk

Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands (SÍ) skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir því að launakjör og starfsaðstæður skólastjórnenda verði bætt. Aðalfundur SÍ var haldinn í Laugalækjarskóla 14. október síðastliðinn.  Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem segir að „laun skólastjórnenda eigi að vera samkeppnishæf við laun stjórnenda hjá ríki og á almennum markaði“. Í ályktuninni segir jafnfram að munur á heildarlaunum stjórnenda hjá sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar sé 30 til 40 prósent. Enn meiri er munurinn ef horft er til stjórnenda á almennum markaði, nemur 50 til 60 prósentum. Þetta telur aðalfundur SÍ með öllu óásættanlegt.  Framlög til menntamála eru efni annarrar ályktunar sem aðalfundur...
Á annað hundrað manns sóttu opinn fund um menntamál þar sem fulltrúum stjórnamálaflokka, sem bjóða fram á landsvísu, var boðið að taka þátt í pallborði. Kennarasamband Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóðu saman að fundinum sem fram fór í Skriðu, húsi Menntavísindasviðs, miðvikudaginn 18. október. Fundurinn var sendur beint út á netinu og er aðgengileg á vef Netsamfélagisns.  Þórður Árni Hjaltested, formaður KÍ, hélt ávarp við upphaf fundarins þar sem hann benti á að útgjöld til menntamála hafa dregist saman um 13.5% á síðustu árum. Hann kallaði eftir aðgerðum í þessum efnum. Þá fjallaði hann um mikilvægi þess að allir þeir sem koma að menntamálum komi saman og geri áætlun um hvernig auka megi nýliðun í kennarastétt. Þó...
Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, er nýr formaður Skólastjórafélags Íslands. Aðalfundur Skólastjórafélagsins fór fram í Laugalækjarskóla fyrr í dag. Fráfarandi formaður er Svanhildur María Ólafsdóttir en hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs.  Tillögur uppstillingarnefndar um fulltrúa í stjórn, samninganefnd og skoðunarmenn reikninga voru samþykktar á fundinum.  Embætti Skólastjórafélagsins eru þannig skipuð:  Formaður Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, formaður Aðalmenn í stjórn Ásta Steina Jónsdóttir, deildarstjóri/staðgengill Lágafellsskóla Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugarlækjarskóli Magnús J. Magnússo...
  Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, boðar til opins fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna miðvikudaginn 18. október. Boðið er þeim fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Flokkarnir og fulltrúar þeirra eru:  Björt framtíð – Nichole Leigh Mosty Flokkur fólksins – Ólafur Ísleifsson Framsóknarflokkurinn – Kjartan Þór Ragnarsson* Miðflokkurinn – Kolfinna Jóhannesdóttir Píratar – Björn Leví Gunnarsson Samfylkingin – Páll Valur Björnsson Sjálfstæðisflokkur – Jóhannes Stefánsson Vinstrihreyfingin – grænt framboð – Katrín Jakobsdóttir Viðreisn – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir   Fundurinn fer fram í Skriðu, húsi Menn...
Framboðsnefnd Félags stjórnenda leikskóla auglýsir hér með eftir framboðum og/eða tilnefningum til trúnaðarstarfa hjá Félagi stjórnenda leikskóla fyrir næsta kjörtímabil – frá aðalfundi 2018 til 2024.  Félagar eru hvattir til að kynna sér hlutverk stjórna og nefnda á .  Óskað er eftir framboðum eða tilnefningum í eftirfarandi trúnaðarstörf:  Formaður, kosinn sérstaklega. Kosið 23. til 26. nóvember 2017. 7 fulltrúa í stjórn (4 aðal og 3 vara). Kosið 7. til 12. mars 2018. 5 fulltrúa í samninganefnd (3 aðal og 2 vara). Kosið á aðalfundi 3 fulltrúa í skólamálanefnd (2 aðal og 1 vara). Kosið á aðalfundi 5 fulltrúa í framboðsnefnd (3 aðal og 2 vara). Kosið á aðalfundi 5 fulltrúa í kjörstjórn (3 aða...
Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum um formann FSL. Ingibjörg hefur gegnt embætti formanns í FSL frá stofnun félagsins 2010. Þar áður starfaði hún innan vébanda Félags leikskólakennara og var meðal annars varaformaður félagins frá 2008-2010.  Framboðsnefnd Félags stjórnenda leikskóla hefur ftir framboðum og tilnefningum til formanns FSL. Lög FSL gera ráð fyrir að formaður FSL sé kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu eigi síðar en sex vikum fyrir aðalfund. Frestur til að skila inn framboðum/tilnefningum er til 9. nóvember næstkomandi. Atkvæðagreiðsla mun fara fram dagana 23. til 26. nóvember 2017. 
Stjórn Kennarasambandsins hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna þróunar útgjalda til menntamála síðust ár: Á átta árum drógust opinber útgjöld til menntamála saman um 13,5% Á sama tíma hafa bein útgjöld heimila til menntamála hækkað um fimm prósent Stjórn KÍ hvetur stjórnvöld til að auka útgjöld til menntamála Útgjöld hins opinbera til menntamála á hvern landsmann hafa lækkað um 13,5 prósent frá því þau náðu hámarki árið 2008. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands, sem komu út um miðjan september. Á sama tíma hafa framlög heimila til menntamála hækkað um fimm prósent og nema nú 9,5 prósentum af heildarútgjöldum til málaflokksins. Hér fyrir neðan má sjá línurit sem sýna að framlög til le...
Fyrir þá sem eru að leita að streymi frá trúnaðarmannanámskeiðinu þá er það á .  
Framboð til formanns Kennarasambands Íslands liggja fyrir en frestur til að skila inn framboði rann út á miðnætti á laugardag. Þrír gefa kost á sér í embættið.  Frambjóðendur eru í stafrófsröð: • Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. • Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. • Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari í Norðlingaskóla. Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram dagana 1. til 7. nóvember næstkomandi. Nýr formaður tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári.  
Ólafur Loftsson býður sig fram í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Ólafur tilkynnti þetta í bréfi til framboðsnefndar KÍ í kvöld. Ólafur er í dag formaður Félags grunnskólakennara og starfar í kennarahúsinu.