is / en / dk

Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sj...
Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins samkvæmt lögum og starfar eftir Aðalnámskrá leikskóla. Sem betur fer eru það fáir sem eru fastir í gömlum hugmyndum um að nóg sé að hafa góðar konur til að passa börnin. Þau skilaboð sem kjörnir fulltrúar eru að senda til leikskólasamfélagsins þessa dagana minna þó um margt á þessar úreltu hugmyndir um námsaðstæður barna. Því það virðist alveg gleymast að í leikskólum fer fram nám og kennsla en ekki gæsla. Lögum samkvæmt skal að lágmarki 2/3 hluti starfsmanna vera með leyfisbréf til leikskólakennslu. Staðreyndin í dag er því miður sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskólum landsins hefur tilskilin réttindi. Ætla rekstraraðilar að sætta sig við að fara niður fyrir þetta lága hlutfall leikskó...
Hugmyndin um að taka upp eitt leyfisbréf kennara fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, kann að virðast róttæk en ef vel er hugað að útfærslu og markmiðum getur hún orðið skref til framfara. Segja má að markmið með upptöku eins leyfisbréfs sé að viðurkenna kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í fagmennsku kennara. Í dag er ógreinabundið leyfisbréf í leik- og grunnskóla. Kennarar kenna allar námsgreinar skólastigsins og þeir ásamt stjórnendum eru lykilmenn í að greina hæfni og áhuga hvers og eins til þess að taka að sér kennslu mismunandi námsgreina. Í framhaldsskóla er leyfið aftur á móti bundið einstökum námsgreinum. Við getum öll verið sammála um að það sé grundvallaratriði að kennarastarfið sé viðurkennt sem starf sem hvíli...
Umræðu um skólamál ber að fagna. Uppeldi og menntun næstu kynslóða eru, ásamt umhverfismálum, líklega mikilvægustu mál sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð. Upp á síðkastið hefur nokkuð farið fyrir umræðu um leyfisbréf í fjölmiðlum. Sú umræða hefur verið býsna einhliða af nokkrum ástæðum. Þegar ný lög voru sett um leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2008 var farið í ýmsar grundvallarbreytingar á menntakerfinu okkar. Eins og nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar sýnir þá virðist Íslendingum farast margt betur úr hendi en grundvallar kerfisbreytingar. Á ýmsum sviðum hafa orðið verulegar framfarir í kjölfar lagabreytinganna. Annað hefur gengið brösuglega. Þar mætti nefna ný viðmið um hæfni og tengsl þeirra við námsma...
Eitt af því sem OECD setti fram sem eitt megineinkenni íslensks samfélags í síðustu úttekt sinni á menntamálum var tiltölulega lágt menntunarstig, m.a. vegna þess hve menntun er illa metin til launa. Þetta þykir eftirtektarvert vegna þess að tilhneigingin er víðast hvar mjög eindregið í átt til stóraukinna menntunarkrafna. Á dögunum vakti BHM athygli á þessu sama. Íslenskt atvinnulíf er undarlega lítið móttækilegt fyrir áhrifum háskólamenntunar. Það er ekki auðvelt að segja hvað veldur þessu. Það er örugglega ekki svo að Íslendingar þurfi síður á menntun að halda en aðrar þjóðir. Hér eru einhver önnur öfl að verki. Í mikilli stefnumótun um kennarastarfið upp úr aldamótum fylgdum við meginstraumnum í þessum efnum. Lenging kennaranáms ...
Ímyndin af gamla geðilla kennaranum með flösuna er lífseig og því miður er hún enn oft dregin upp í fjölmiðlum. Við erum sjaldnast í vinnunni og ef við erum þar gerum við mest lítið nema búa okkur undir líf á himinháum eftirlaunum ef við nýtum ekki tímann til að koma okkur fyrir í veikindaorlofi. Síðustu mánuði hef ég verið svo heppin að kynnast íslensku skólastarfi frá ýmsum hliðum. Þau kynni hafa verið vægast sagt gefandi og enn hef ég ekki hitt þennan gamla geðilla heldur hef ég kynnst frábæru fagfólki í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum sem leggur sig allt fram um að búa nemendur sína undir líf og starf. En lífið er auðvitað ekki einungis eftir að skólagöngunni lýkur heldur blómstar lífið einnig í skólunum. Í sumarbyrj...
Laugardaginn 10. október síðastliðinn lauk UTÍS (Upplýsingatækni í skólastarfi á Íslandi), árvissri ráðstefnu á Sauðárkróki um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Að þessu sinni sóttu ráðstefnuna tæplega 130 kennarar og annað fagfólk. Komust færri að en vildu. UTÍS er eitt af mörgum dæmum um hið gríðarlega þróunarafl sem býr í íslenskum kennurum og frábært dæmi um sjálfsprottna skólaþróun. Kennarar sem sækja ráðstefnuna nýta sér margir starfsþróunarstyrki sína hjá aðildarfélögum Kennarasambandsins. BYOD á leið út? Við fyrstu sýn mætti halda að bakslag hafi orðið í notkun tækni í skólastarfi á síðustu vikum og mánuðum. Þeim skólum virðist fjölga mjög sem úthýsa snjalltækjum nemenda. Fréttir af slíku virðast eiga greið upp á pa...
„Jag älskar fäster!“ á Halldór Laxness að hafa sagt við sænska blaðamenn þegar þeir spurðu hann út í fyrirhugaða verðlaunaafhendingu vegna Nóbelsverðlaunanna í desember árið 1955. Hann átti enda von á góðu. Afhending Nóbelsverðlaunanna er hápunktur hvers árs í hinu glæsilega ráðhúsi Stokkhólms. Athöfnin hefst á halarófu, sem leidd er af sænska kónginum, af efri hæð niður í hátíðarsalinn. Gengið er niður tröppur sem sérstaklega eru hannaðar fyrir konur í síðkjólum og á háum hælum. Á vegg andspænis stiganum er grafin stjarna og er hátíðargestum uppálagt að horfa á stjörnuna við niðurgönguna til að tryggja sem glæsilegastan limaburð. Eftir veisluna og afhendinguna er aftur gengið upp stigann og inn í Gullsalinn. Hann er skreyttur mósaíkmynd...
Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur nið...
Daginn sem vefsíðan Tekjur.is opnaði skráði ég mig inn sem notanda. Á síðunni fást nefnilega upplýsingar um uppgefin laun og fjármagnstekjur allra launþega á Íslandi. Fágætur fróðleikur sem mögulega verður okkur almenningi bara sýnilegur í stuttan tíma. Mér finnst hins vegar að þessar upplýsingar eigi að vera öllum aðgengilegar alltaf og þær eigi fullt erindi til okkar allra. Það er nefnilega alveg sjálfsagt mál að við getum séð svart á hvítu hvað hver og einn borgar í sameiginlega sjóði okkar landsmanna og hlut hvers og eins í samneyslunni. Út frá jafnlaunasjónarmiðum og umræðum um tekjuskiptingu í samfélaginu eru upplýsingar sem þessar mikilvægur grunnur og ekki síður mikilvægt aðhald. Ég fletti upp hinum og þessum, vinum, kunningj...
Spakmæli segja ýmislegt um skapgerð þjóða. Það segir til dæmis sitthvað um íslensku þjóðina að hún hafi talið að bókvitið yrði ekki í askana látið eða að kýrhausar væru skrítnir að innan. Það er enda rétt að öldum saman snerist tilveran hér á landi (og þar með menntunin) um að lifa af. Lifa af harðindi og helst lifa af dauðann. Lestrarkennsla þjónaði lengi þeim eina lúterska tilgangi að bjarga sálum landsmanna. Við skárum okkur úr að því leyti að býsna lengi var nokkur hluti þjóðarinnar læs á meðan örfáir kunnu að skrifa. Hvað ætti fólk svo sem að geta skrifað sem ekki virkaði sem hjóm við hlið hinna heilögu orða? Jú, fólk hefði kannski getað skráð veðurfarslýsingar eða gert einfalda útreikninga. Það hefði getað skrifað skilaboð til ...
Í dag er Alþjóðadagur kennara. Ég óska okkur öllum til hamingju með hann. Kennarasamband Íslands þjófstartaði deginum með glæsilegu skólamálaþingi í gær. Þingið hnitaðist að þessu sinni um framtíð íslenskrar tungu. Í lok þess skrifuðu Kennarasambandið, forsætisráðuneytið, menntamálaráðuneytið, Háskóli Íslands, Samband sveitarfélaga og Heimili og skóli undir viljayfirlýsingu um að setja íslenskt mál í forgrunn í störfum sínum. Enda er ekki vanþörf á. Sterkar vísbendingar eru þegar komnar fram um að íslenskan eigi mjög undir högg að sækja, sérstaklega gagnvart ágengum áhrifum ensku. Í snjallri ritgerð skrifaði Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor einu sinni um mikilvægi þess að hugsa á íslensku. Hann hafði þá tekið að sér að gefa út b...
Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Njála hefur enda lengi verið drottning íslenskra bókmennta. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samt samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja“. En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin t.a.m. óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfé...
Gylfi Zoega vann skýrslu fyrir forsætisráðherra um þjóðhagslegt umhverfi kjarasamninga á komandi vetri. Gylfi bendir á að launakjör almennings í landinu hafi batnað á undanförnum árum. Hagvísar sýna að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar hafa hækkað og kaupmáttur aukist síðustu ár. Nú er kaupmáttur reyndar nálægt því sem hann var á hápunkti uppsveiflunnar fyrir hrun. Launahækkanir almennings árið 2015 voru allnokkrar enda óumdeilt að hækkun var löngu tímabærar í kjölfar þeirra þrenginga sem almenningur mátti þola á árunum eftir hrun. Hækkanir urðu ekki til að auka verðbólgu þar sem útflutningsgreinarnar báru þungann með sterku gengi krónunnar, auk fjölgunar erlendra ferðamanna og fleiri jákvæðra hagrænna þátta. Gylfi bendir á að í aðdr...
Í skólastarfi er haustið dásamlegur tími. Nú streyma börn af öllum stærðum inn í skólana og þar taka á móti þeim kennarar sem munu leiða þau áfram menntaveginn. Það er vissulega ekki alltaf í tísku meðal barna að lýsa því yfir að þeim þyki skólinn skemmtilegur en í langflestum þeirra býr tilhlökkun vegna skólabyrjunar, þótt það sé stundum í leyni. Flest hlakka þau bara heilmikið til. Hið sama gildir um starfsfólkið. Mig langar að nota þessi tímamót til að óska okkur öllum góðs gengis í verkunum í vetur. Enn fremur langar mig að minna okkur á mikilvægi þess að passa upp á hvert annað. Í vetur munu kennarar í öllum skólagerðum og á öllum skólastigum upplifa álag og jafnvel mikla erfiðleika á stundum. Álagið getur farið úr böndunum ...
Helgi Seljan, fjölmiðlamaður, birti á dögunum mynd af tæplega fjörutíu ára gömlu svarbréfi frá Útvarpsstjóra til Samtakanna 78. Bréfið er svar við ósk samtakanna um útvarpsauglýsingu. Starfsfólk Ríkisútvarpsins treysti sér ekki til að setja auglýsinguna í loftið þar sem fyrir koma orðin „hommi“ og „lesbía“ og töldu það andstætt almennu velsæmi. Þessari tilraun homma og lesbía til að vera sýnileg í samfélaginu er mætt með andstöðu. Þau mega sjást, en þá bara sem „félagsmenn“.   Stökkvum nú tuttugu ár fram í tímann. Sara Dögg Svanhildardóttir útskrifast sem kennari. Í viðtölum við aðra samkynhneigða kennara kemur fram að öll telja þau mikilvægt að hinsegin kennarar séu sýnilegir í skólastarfinu. En öll upplifa þau feluleik. ...
Það er í raun ótrúlegt að Ísland hafi orðið fullvalda árið 1918. Þjóðin var í sárum. Áratugirnir á undan höfðu einkennst af ítrekuðum harðindum og landflótta. Árin á undan hafði heimsbyggðin öll borist á banaspjót þar sem tæplega 150 Íslendingar eða börn þeirra létu lífið á vígvöllunum. Síðustu mánuðina fyrir fullveldistökuna hafði samfélagið lamast í tvígang, fyrst vegna kulda og síðar vegna ægilegrar drepsóttar. Það er óhætt að segja að lemstruð þjóð hafi gengið fram á völlin til fullveldis. Það er nefnilega ekki svo að Ísland hafi orðið fullvalda í krafti þess sem landið var. Það var miklu frekar í krafti þess sem það gæti orðið. Og kannski ennfremur – í krafti þess sem það vildi ekki verða. Ég held það sé ekki tilviljun að stærst...
Í byrjun síðasta skólaárs voru fréttamiðlar fullir af fréttum af mönnunarvanda leikskólanna. Ekkert bendir til annars en að staðan verði svipuð ef ekki verri í upphafi næsta skólaárs. Vandinn var mest áberandi í Reykjavík og ekki mun áætlun borgarinnar að taka inn yngri nemendur minnka vandann. Þær aðgerðir sem Reykjavíkurborg ætlar í til að bæta starfsumhverfi starfsfólks leikskóla, auka rými barna, fjölga starfsfólki á elstu deildum, auka við undirbúningstíma og fleira getur þó haft jákvæð áhrif á ráðningar fyrir komandi skólaár. Í skýrslu OECD frá júní 2017 um stöðu leikskólamála er meðal annars bent á að íslensk börn eru methafar í viðveru í leikskóla og starfsfólk leikskóla methafar í viðveru með börnum. Til að bæta leikskól...
Íslendingar hafa löngum verið áhugasamir um skoðanir þeirra sem koma til Íslands utan úr heimi og frasinn: „How do you like Iceland?“ hefur verið notaður til að lýsa þorsta landans fyrir viðurkenningu heimsins. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég las grein í nýjasta tímariti Uppeldis og menntunar eftir Helgu Guðmundsdóttur, Geir Gunnlaugsson og Jónínu Einarsdóttur sem bar heitið: „Allt sem ég þrái“: menntun og skólaganga barna sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Greinin fjallar um rannsókn sem lýsir og greinir upplifun og reynslu barna og foreldra sem leita alþjóðlegar verndar á Íslandi af menntun og skólagöngu hérlendis. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. er ákaflega áhugaverð og dregur vel fram styrkleika íslenska skóla...
Í dag 19. júní minnumst við þess þegar konur fengu kosningarétt árið 1915. Og þá bara konur yfir fertugt. Jafnt og þétt en mishratt hafa konur barist fyrir fullum réttindum og stöðu í samfélaginu til jafns við karla. Staðan í dag er nokkurn veginn þannig að okkur konum eru allir vegir færir til jafns við karla hvað varðar grundvöll hins formlega regluverks sem felst í lögum og reglum samfélagsins. En óskráðu reglurnar, hefðirnar og staðalmyndirnar eru enn hindrun á svo margan hátt. Samkvæmt þeim óskráðu reglum eru karlar enn í forréttindastöðu í íslensku samfélagi. Ekkert endilega af því þeir byggja víggirðingar um forréttindi sín, heldur fyrst og fremst vegna þess að við öll, ómeðvitað höfum dregið línu í sandinn um ýmis gildi sem e...