is / en / dk

Í frá 27. október 2015 er meðal annars gert ráð fyrir sameiginlegum kostnaðarramma aðila. Í því felst að kostnaðaráhrif kjarasamninga að meðtöldum kostnaði vegna jöfnunar lífeyrisréttinda sé sá sami hjá öllum aðilum á ákveðnu tímabili. KÍ taldi ekki verjandi að undirrita rammasamninginn af þremur meginástæðum eins og sem Kennarasambandið hefur gert við málatilbúnaðinn. Tvær af þessum ástæðum snúa að framangreindum kostnaðarramma. Önnur þeirra tengist því að KÍ getur ekki fallist á að hugsanleg útgjöld hins opinbera sem ætluð væru til þess að koma í veg fyrir skerðingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna teldust með kostnaðaráhrifum kjarasamninga. Hin tengist vali á viðmiðunartímabili. Útfærslan í rammasamningnum er þann...
Fyrir hálfum mánuði var gengið frá rammasamkomulagi um launaþróun á íslenskum vinnumarkaði, sem hefur síðan verið ranglega kennt við svokallaðan SALEK-hóp. Ég segi ranglega, því bæði KÍ og BHM, sem hafa frá upphafi tekið þátt í SALEK og gera enn, neituðu að skrifa undir. KÍ sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem ástæðurnar eru útskýrðar. Þær eru tvær – útfærsla á breytingum á lífeyrisréttindum þótti óásættanleg sem og tímasetning sem miða á launaþróun næstu ára við. Í nýlegum pistli á vefnum stundin.is gerir Ragnar Þór Pétursson kennari samkomulagið og aðkomu KÍ að því að umræðuefni. Það tengir hann við kjarasamning grunnskólakennara, sem gerður var í fyrra, og af skrifum hans má skilja að Kennarasambandið hafi þar gert vondan...
Ísland er í dag fjölbreyttara samfélag en áður enda velja sífellt fleiri einstaklingar af erlendum uppruna að setjast að og stunda nám og vinnu hérlendis. Börnum af erlendum uppruna hefur því fjölgað í íslenskum skólum og í desember 2012 voru 2.062 leikskólabörn (10,5%) með erlent tungumál sem sitt fyrsta mál. Algengasta erlenda móðurmálið er pólska, en 783 leikskólabörn hafa pólsku að móðurmáli (Hagstofa Íslands, 2013). Nýjustu upplýsingar frá Hagstofunni eru frá því í desember 2014 en þá voru 2.197 börn í leikskólum með annað fyrsta tungumál en íslensku. Algengasta erlenda móðurmálið var þá enn pólska, sem var fyrsta mál 922 barna (Hagstofa Íslands, 2015). Í rannsókn sem undirrituð gerði vorið 2014 voru viðhorf og væntingar þrigg...
Lestur er að flestra mati mikilvæg undirstaða í lífi hverrar manneskju og einstaklingur sem les sér ekki til gagns á erfitt með að ná fótfestu í tilverunni. Það er því kappsmál nú sem fyrr að þeir sem ábyrgð bera á uppeldi og menntun barna stuðli markvisst að því að börn verði læs. Það má gera með margvíslegum hætti. Lestur virðist fara minnkandi og þeim fækkar sem geta lesið sér til gagns. Strax í öðrum bekk sjást merki um það. Lestrarskimanir sem lagðar eru fyrir alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur sýna að nú, árið 2015, geta 64% nemenda lesið sér til gagns (ná að minnsta kosti 65% árangri á prófinu) og er það næstlægsta hlutfall frá og með árinu 2006. Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Hlutverk hverra ...
Nú er liðið á haustið og skólastarf komið vel í gang, haustönnin hálfnuð og vetrarfrí búin hjá þeim sem það taka. Kennarasambandið stóð fyrir fræðslufundum undir forystu fræðslunefndar KÍ í október. Fræðslan var þríþætt, fræðsla fyrir nýja trúnaðarmenn, fræðsla til forystufólks í röðum KÍ og að síðustu fræðsla um lífeyrismál þar sem markhópurinn er félagsmenn sem eiga stutt eftir fram að töku lífeyris. Fræðslan gekk vel og var góð þátttaka. Fundirnir voru teknir upp og hægt er að skoða myndböndin á heimasíðu KÍ. Ég vil þakka fræðslunefndinni góð störf. Kjaramálin hafa einnig verið í brennidepli. Þrjú aðildarfélög KÍ, þ.e. Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla, hafa verið með lausa samninga u...
um kjaramál skólastjóra Flestir kannast við að finnast þeir vera sniðgengnir, hafðir útundan eða gleymdir. Þá er eins og enginn nenni að tala við mann, öllum sé sama. Stundum stafar þessi tilfinning bara af því að maður sjálfur er eitthvað illa upplagður og asnalegur, en þá er þetta líka meira ímyndun en raunveruleiki. - Stundum er þetta hins vegar blákaldur raunveruleikinn, - staðreynd, - það vill í raun og veru enginn tala við mann, a.m.k. ekki um neitt sem einhverju máli skiptir. Þegar þannig er komið fyrir manni er oftast tímabært að líta í eigin barm - athuga hvort manni hefur einhvers staðar orðið á í messunni - athuga hvort maður gæti hugsanlega gert betur á einhverju sviði. Margt bendir til að samninganefnd Skólastjórafélag...
Á ársfundi sínum í gær samþykktu félagsmenn Skólastjórafélags Íslands ályktun þar sem þeir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna framkominna upplýsinga frá einstökum félagsmönnum um að vænta megi uppsagna frá þeim vegna þess skilningsleysis á kjörum þeirra og starfsaðstæðum sem er hjá viðsemjendum félagsins. Til að bæta kjör sín sjá skólastjórnendur nú þann kost vænstan að snúa sér að kennslu. Ljóst er að til að ná fram kjarabótum þarf að ríkja skilningur beggja samningsaðila á stöðu hvors annars. Svo sá skilningur myndist ætti að nægja að miða viðræður og nýja samninga við launaþróun annarra sambærilegra stétta og samninga sem nýlega hafa verið undirritaðir. Auk þess að hafa sett sér í kjarasamningaviðræðum hefur gildandi kjarasamn...
Fyrir sjö árum var sett sameiginleg menntastefna í lögum og námskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem hefur nám og þroska barna og ungmenna í forgrunni, sem og réttindi þeirra og velferð. Fyrir nokkru  hvernig miði að innleiða stefnuna og byggist matið á samræðum við sérfræðinga og opinberum gögnum. Í úttektinni er sjónum beint að nokkrum meginþáttum: réttarstöðu nemenda, námskrárbreytingum, mati og eftirfylgni og fjármunum til skólastarfs. Helstu niðurstöður eru þessar: Réttarstaða nemenda: Auka þarf áhrif barna og ungmenna á námið, viðfangsefni og skólastarf og efla stoðkerfi skóla og stuðning við nemendur, einkanlega nemendur með sérþarfir og þá sem hafa annað móðurmál en íslensku. Námskrárbreytingar: Breitt bil e...
Fimmta október ár hvert, á alþjóðadegi kennara, er vakin athygli á því mikilvæga og merka starfi sem unnið er dags daglega í skólum um allan heim. Afar mismunandi er eftir löndum hvernig framkvæmdin er. Dæmi eru um að nemendur taki klappandi á móti kennurum í tilefni dagsins og að skólar séu opnir almenningi. Víðast hvar í löndum heimsins eru kennarar og málefni þeirra áberandi í opinberri umræðu í tilefni dagsins. Því miður hefur ekki skapast nægilega sterk hefð hér á landi varðandi daginn og kennarar eru lítið sýnilegri fimmta október en á hverjum öðrum degi. Kennarasambandið hefur hug á að breyta þessu og setti því á laggirnar sérstakan starfshóp undir formennsku Aðalheiðar Steingrímsdóttur, varaformanns KÍ, með það að markmiði ...
Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa orðið ýmsum að yrkisefni síðustu daga og þrátt fyrir rómaða geðprýði get ég ekki lengur orða bundist. Helstu verkalýðsforkólfar landsins sem og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins virðast nefnilega vera þeirrar skoðunar að þessir samningar okkar hafi komið af stað skriðu sem nú ógnar efnahagslegum stöðugleika. Þannig eiga samningar okkar að hafa lagt línur fyrir gerðardóm og þar með launahækkanir BHM og hjúkrunarfræðinga. Til upprifjunar þá skrifuðu framhaldsskólakennarar undir kjarasamning þann 4. apríl á síðasta ári sem fól í sér uppsafnaða 30% launahækkun á samningstímanum, út október 2016. Ég er reyndar almennt þeirrar skoðunar að við sem stöndum í fylkingarbrjósti verkalýðsbará...
Síðustu daga hafa fréttir um kjaramál og kjarasamninga verið áberandi í fjölmiðlum. Fréttin er yfirleitt sú sama – forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru brostnar vegna þess að starfsmenn ríkis og sveitarfélaga fengu hækkanir sem eru langt umfram það sem ASÍ og SA sömdu um sín á milli. Í framhaldi hafa formenn ýmissa stéttarfélaga, svo sem Eflingar og VR, auk forseta ASÍ og framkvæmdastjóra SA stigið ábúðafullir fram og lýst því yfir að forsvarsmenn stéttarfélaga opinberra starfsmanna, meðal annars innan Kennarasambands Íslands, hafi gert óábyrga samninga og með því stefnt efnahagslegum stöðugleika í uppnám. Niðurstaða gerðardóms hafi síðan virkað sem olía á eldinn. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þetta er rugl. Eða ...
Breski skólamaðurinn lauk ráðstefnu (European Schools Heads Association) í Dubrovnic síðast liðið haust. Auðvelt er að setja kjarnann í erindi hans í samhengi við umfjöllun um um eflingu læsis í kjölfar útgáfu hvítbókar hans. Í erindinu lék Toby sér að orðatiltækinu .  Reynsla Toby Salt sem ráðgjafi breskra stjórnmálamanna í menntamálum hefur sýnt honum að verkefni þeirra og aðgerðir séu oftar en ekki gerðar til að auka framgang þeirra í stjórnmálum fremur en að vinna að markmiðum menntunar. Hann minntist á, að í slíkum verkefnum misstu menn sjónar af meginmarkmiðum skólastarfs. Toby Salt brýndi fyrir skólafólki að standa fast með fagmennsku sinni í ólgunni sem jafnan fylgir áherslubreytingum í menntamálum. Þegar tillögur ve...
Jafnréttisnefnd KÍ sendi í upphafi vorannar 2015 frá sér ályktun til rektora/skólameistara allra framhaldsskóla í landinu um að gera kynja- og jafnréttisfræðslu að skyldufagi. Nefndin hvatti skólana til að taka erindið formlega fyrir og nýta það tækifæri sem að endurskoðun og endurnýjun skólanámskráa skapaði til skólaþróunar og nýrrar forgangsröðunar. Vel var tekið í erindi nefndarinnar og svör bárust frá 22 af 34 framhaldsskólum. Í flestum skólunum sem svöruðu er kynjafræði valáfangi fyrir nemendur, oft á félagsfræðibrautum. Í tveimur skólum kom fram að kynjafræði væri hluti af námsefni í áfanga sem væri skylduáfangi fyrir alla nemendur skólans. Þeir framhaldsskólar sem sögðust vera með kynjafræði sem skylduáfanga, ýmist fyrir...
Ágætu félagar Við fögnum 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í dag. Þessara merku tímamóta í sögu þjóðar er minnst veglega á þessu ári með viðburðum um land allt. Krafan um kosningarétt kvenna komst fyrst í opinbera umræðu árið 1885. Níu árum síðar setti Hið íslenska kvenfélag kosningaréttinn í stefnuskrá félagsins og safnaði rúmlega tvö þúsund undirskriftum kvenna árið 1895 þar sem skorað var á Alþingi að samþykkja kosningarétt kvenna. Kvenréttindafélag Íslands, stofnað 1907, tók svo við kaleiknum og barðist ötullega fyrir þessum sjálfsagða rétti kvenna. Á þessum degi árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt. Reyndar ekki allar konur því miðað var við konur 40 ára og eldri en kosningaréttur karla miðaðist við 25 ár. F...
Aðstoðarleikskólastjórar eru almennt ánægðir í starfi, þeim finnst starfið fjölbreytt og persónuleg markmið þeirra með starfinu eru skýr. Þeir telja sig bæta skólastarfið með því að vinna að velferð nemenda og starfsfólks. Svo hljóða meginniðurstöður rannsóknar sem undirrituð gerði með því að taka viðtöl við sex aðstoðarleikskólastjóra á höfuðborgarsvæðinu veturinn 2009-2010. Þemu rannsóknarinnar voru sex og eru þau; starfslýsingar, staðgengilshlutverk, ákvarðanir, stjórnunarstíll, samskipti og samvinna, handleiðsla og aðstoð við starfsfólk. Þemu rannsóknarinnar eru sex og eru þau; starfslýsingar, staðgengilshlutverk, ákvarðanir, stjórnunarstíll, samskipti og samvinna, handleiðsla og aðstoð við starfsfólk. Aðstoðarleikskólastjó...
Á Íslandi hefur verið rík hefð fyrir kennslu erlendra tungumála enda býður lega landsins og íbúafjöldi upp á það. Erlend tungumál voru meðal upphafsgreina sem kenndar voru við Háskóla Íslands 1911, bæði franska og danska. Tungumálanám opnar dyr fjölbreytileikans, kynnir nemendum ólíka menningarheima og gerir þá umburðarlyndari. Undanfarin ár hefur orðið mikil aukning ferðamanna til landsins og nú kemur hátt í ein milljón ferðamanna til landsins á ári hverju. Tungumálakunnátta er nauðsynleg í ferðamannaiðnaði og til þess að kynna landið okkar erlendis. Á tímum enn frekari hnattvæðingar er einnig mikil þörf fyrir tungumálakunnáttu í alþjóðasamhenginu. Þýðingar sem slíkar eru nauðsynlegar fyrir okkar litla málsvæði en jafnframt styðja þ...
eTwinning er Evrópuáætlun um rafrænt skólasamstarf á fyrstu þremur skólastigunum og er hluti Erasmus+, menntaáætlunar ESB. Verkefninu var hleypt af stokkunum í byrjun árs 2005 og hefur Ísland tekið þátt frá upphafi. Á þessum tíma hafa hátt í 1.000 íslenskir kennarar skráð sig í eTwinning, samstarfsverkefnin sem Íslendingar hafa tekið þátt í telja yfir 500, og fjöldi kennara hefur sinnt starfsþróun á netnámskeiðum og vinnustofum hér heima og í Evrópu. Íslenskir skólar hafa einnig unnið til margvíslegra viðurkenninga, nú síðast Grunnskóli Bolungarvíkur sem hlaut tvenn verðlaun á Evrópuverðlaunahátíð eTwinning í Brussel 7. maí sl. eTwinning slítur barnsskónum eTwinning er líklega stærsta starfssamfélag kennara og skólafólks í heiminum...
Þegar skólastefna KÍ er lesin og íhuguð má fnna margt sem þess virði er að máta sig við þegar kemur að því að ígrunda starfsitt. Skólastefnunni er skipt niður í litla kafa og í hverjum þeirra eru setningarnar meitlaðar og auðskildar. Kaflinn um nemendur hefst á þessum orðum: ,,Meginmarkmið skólastarfs er að stuðla að menntun og alhliða þroska nemenda, efla sjálfstraust þeirra, jákvæða sjálfsmynd og lífsleikni. Efla skal færni og löngun nemenda til að læra, viðhalda þekkingu og leikni þannig að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu.“ Í kaflanum um námið segir einnig: ,,Vettvangsferðir og önnur vettvangstenging náms eru mikilvægur þáttur í skólastarf og nýta ber náttúru og grenndarsamfélag markvisst.“  Við í leikskólanum Álfab...
Ég hef mikinn áhuga á hugtakinu frelsi og þá sérstaklega mismunandi skilningi sem fólk leggur í hugtakið. Flestir eru sammála um að manneskjan eigi að hafa frelsi til að vera sú sem hún er, hafa þær skoðanir sem hún hefur og gera það sem hún vill. Fólk (upp til hópa alla vega) áttar sig líka á því að frelsi fólks hlýtur að takmarkast við að það skerði ekki frelsi annarra. Þannig verður frelsi manneskju sem vill beita ofbeldi að víkja fyrir frelsi þess sem fyrir ofbeldinu yrði til að fá að vera í friði. Um þetta er fólk yfirleitt sammála. En hvað með frelsi til að hvetja til ofbeldis? Nú er ég ekki lögfræðimenntuð en hef horft á nógu marga bandaríska glæpaþætti til að vita að þeir sem með beinum hætti hafa hvatt til að stuðlað að ofbe...
Um miðjan febrúar stóðu Kennarafélag Reykjavíkur, Félag skólastjórnenda í Reykjavík og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fyrir Öskudagsráðstefnu 2015. Meðal framsögumanna var Toby Salt sem er sérfræðingur hjá Ormiston Academies Trust í Bretlandi. Meginniðurstaða Salt var að stjórnmálamenn séu háðir breytingum. Í stað þess að hlúa að námi og kennurum vilji þeir stöðugt umbylta menntakerfinu. Mér hefur reglulega orðið hugsað til erindis Salt síðustu misseri þar sem ég hef fylgst með störfum og framgangi núverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar. Ég verð að viðurkenna að ég batt ákveðnar vonir við hinn nýja ráðherra þegar hann hóf störf. Hann talaði um að setja saman hvítbók þar sem fundnar yrðu leiðir til að bæta meðal an...