is / en / dk

Yfirskrift Alþjóðasamtaka kennara á alþjóðadeginum þann 5. október er: „Virðum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra“ .  Eins og allir vita verður haldið í tilefni Alþjóðadagsins og er dr. David Frost, prófessor við Cambridge-háskóla, aðalfyrirlesari þingsins. Hann hefur um langt árabil unnið að því að styðja við kennara sem breytingaafl í skólamálum og að þeir skapi og miðli faglegri þekkingu. En hvað þarf til að skólastjórnendur og kennarar valdeflist til að verða þetta breytingaafl. Valdefling felur í sér að kennarar sjálfir standi í brúnni og hafi faglega forystu í mennta- og skólamálum. Í greinasafninu sem dr. David Frost á aðild að er talað um að það verði að vera til staðar traust, virðing, skýr sýn, samvinna, s...
Ágæti félagsmaður Vinna að samkomulagi bandalaga opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög um breytingar á lífeyrissjóðsmálum, sem ég undirritaði í byrjun vikunnar, hefur staðið yfir allar götur frá árinu 2009. Málin hafa verið rædd í þaula á þingum og ársfundum KÍ í gegnum tíðina, í stjórn KÍ og stjórnum og samninganefndum aðildarfélaga, út frá þeirri forsendu að réttindi félagsmanna væru ekki skert. Það er sá grunnur sem KÍ stendur á. Það er mín skoðun að hagsmunum félagsmanna sé betur borgið með því að staðfesta samkomulagið, en að gera ekki neitt. Vandinn sem við höfum glímt við í langan tíma er að mikla fjármuni hefur vantað inn í opinbera lífeyriskerfið til að standa við áfallnar skuldbindingar. Ástæðan eru vanefndir...
Lengi hefur verið litið svo á að markmið menntunar væri að víkka út hugann og að þroska nemendur til sjálfstæðis í hugsunum og athöfnum. En síðustu áratugi hefur þróunin víðs vegar í heiminum verið sú að meta menntun út frá mælikvörðum markaðslögmálanna. Litið er á skóla sem þjónustustofnanir og menntun sem verslunarvöru sem kemur meðal annars fram í samkeppni skóla um nemendur, fjölgun einkaskóla og áherslu á mælingar og árangur. Fræðimaðurinn Gert Biesta er einn þeirra sem fjallað hefur mikið um tilgang menntunar og breytingar á viðhorfum til menntunar út frá spurningunni: Hvað er góð menntun? Hann segir að sýnin á menntastofnanir sem þjónustustofnanir og menntun sem verslunarvöru horfi alveg fram hjá því meginhlutverki menntastofn...
Jafnréttisnefnd KÍ sendi á síðasta skólaári bréf til skólastjóra allra grunnskóla landinu þar sem þeir voru hvattir til að sinna og styðja við jafnréttisfræðslu í grunnskólum. Í bréfi jafnréttisnefndar sem sent var til grunnskólastjóra í nóvember 2015 var spurt hvað skólinn sé að gera varðandi jafnréttisfræðslu, þeir hvattir til að taka erindið upp með kennurum og öðru starfsfólki skólans og bent á upplýsingar um margvíslegt gagnlegt efni sem hægt er að nýta í jafnréttisfræðslu. Eftir áramót var svo grennslast fyrir um móttöku erindisins og stöðu mála. Tæplega 50 grunnskólar af um 178 svöruðu fyrirspurninni. Langflestir grunnskólanna eru með jafnréttisáætlun sem tekur bæði til kennara og nemenda og um rúmlega þriðjungur var með aðge...
Skýrslur Heildarsamtaka vinnumarkaðarins (SALEK) fjalla um launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2006. Í þriðju skýrslu SALEK hópsins ( Í kjölfar kjarasamninga) sem kom út nú nýverið kemur fram að laun framhaldsskólakennara hafi hækkað mest allra hópa á íslenskum vinnumarkaði, en frá árinu 2006 hafa regluleg laun framhaldsskólakennara hækkað um 85,9% á meðan laun heildarsafns allra aðila vinnumarkaðarins hafa hækkað um 78,6%. Það er rétt að framhaldsskólakennarar náðu nokkrum árangri í síðustu kjarasamningum í kjölfar verkfalls og mjög erfiðra skipulagsbreytinga á vinnutímaramma. Mikilvægt er að hafa í huga að skýrslur SALEK-hópsins setja allar grunnlínur við árið 2006 burtséð frá því hvernig launaröðun mismunandi hópa er háttað. Skoðu...
Nýverið sat ég ráðstefnu Alþjóða kennarasamtakanna (EI) og OECD. Á ráðstefnunni var m.a. rætt um skóla­þróun í OECD-ríkjunum og hvernig við getum best náð árangri í skólastarfinu. Eitt af því sem mikið er í umræðu og skoðun þessara aðila er þróun einkavæðingar og útvistunar verkefna úr skólakerfinu. Alþjóða kennarasamtökin hafa af þessu miklar áhyggjur og hafa kortlagt þessa þróun. Við þá skoðun ­hefur verið sýnt fram á að best sé að hafa skólastarfið í höndum hins opinbera því það tryggi best gæði og veiti þegnunum jafnræði. Réttur allra til náms er mikilvæg grunnmannréttindi og þau á að tryggja. Það gerum við best með því að opinberir aðilar annist og reki skólakerfi. Þetta er skoðun Alþjóðasamtaka kennara EI og KÍ. Þetta er rétt a...
Alvarleg rekstrarstaða framhaldsskólanna er augljós. Það er líka orðið ljóst að loforð um umbætur eru orðin tóm af hálfu menntamálaráðherra. Skólameistarar í framhaldsskólunum hafa nú bent réttilega á að staðan sé orðin svo alvarleg að ekki sé til inneign fyrir helstu rekstrargjöldum og jafnvel ekki heldur launum starfsfólks en laun eru langstærsti rekstrarliður framhaldsskólanna. Það er nefnilega þannig að svokölluð launastika ræður því hvernig fjármunum er úthlutað til framhaldsskólanna. Launastikan verður að endurspegla starfsmannahald hvers skóla sem getur verið nokkuð mismunandi. Meðalaldur kennara hækkar til dæmis launakostnað þar sem reyndari kennarar eru á hærri launum. Hátt menntunarstig getur að sama skapi aukið l...
Ný reglugerð – ný atriði sem þarf að vinna með Í nóvember 2015 tók gildi ný . Reglugerðin inniheldur margt nýtt er varðar öryggi, líðan og samskipti starfsfólks í vinnunni, meðal annars við aðila sem ekki er samstarfsfólk en hefur tengsl við vinnustaðinn (s.s. nemendur og foreldra). Nýja reglugerðin er mikilvæg. Í henni er sett fram skýr stefna þar sem þessum alvarlegu málefnum er sköpuð umgjörð og kveðið á um réttindi og skyldur starfsfólks og stjórnenda. Skólastjórnendum og trúnaðarmönnum í KÍ var sendur tölvupóstur í lok desember 2015 þar sem athygli var vakin á nýju reglugerðinni og gerð grein fyrir helstu atriðum. Þau eru: Ný skilgreining á hugtakinu einelti (3. gr.). Skilgreiningar á öðrum hugtökum; kynferðisleg...
Trúnaðarmenn gegna mikilvægu eftirlitshlutverki í ráðningarferli félagsmanna Kennarasambands Íslands (KÍ) á vinnustað. Skólastjórnendum ber lögum samkvæmt að gefa trúnaðarmönnum viðeigandi upplýsingar þegar staða losnar á vinnustað eða ef fyrirhugað er að bæta við starfsmanni. Gildir þetta bæði um fyrirhugaðar tímabundnar og ótímabundnar ráðningar, sbr. lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1996.1 Verði trúnaðarmaður var við að skólastjóri2 hafi ekki upplýst hann um lausar stöður að fyrra bragði áður en farið er í ráðningarferli er mikilvægt að trúnaðarmaður bendi skólastjóra á þessa skyldu hans og óski eftir því að framvegis upplýsi skólastjóri trúnaðarmann um laus störf áður en farið er í ráðningarferli. En hvað á v...
Væri ekki yndislegt að gúgla orðið KENNARI og/eða orðið SKEMMTILEGUR og fá strax á fyrstu síðu niðurstaðnanna samhengið skemmtilegur kennari? Eða skemmtilegur skóli. Eitthvað sem tengir saman kennara, nám og menntun á jákvæðu nótunum. Það væri svo sannarlega góð upplifun, og með markvissri notkun orða og orðasambanda í tjáningu kennara á netinu er hún raunhæfur möguleiki. Kennarasamband Íslands, kennarasamtök, skólar og einstakir kennarar reka samfélagsmiðla þar sem hægt er að skapa og deila innihaldi, og taka þátt í tengslaneti kennara á ýmsum nótum. Á samfélagsmiðlunum geta kennarar í sameiningu unnið markvisst að því að setja jákvæð orð og upplifun og kennara í sama flokk, með því að gjörnýta í þessum tilgangi innihald sem kenna...
Í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014 var sett fram markmið um að inntak kennaramenntunar yrði endurskoðað og háskólar hvattir til að innleiða skyldunámskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur. Í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013-2015, sem kom út í nóvember 2015, kemur fram að sú vinna sem farið var í við endurskoðun kennaramenntunar hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Háskólanemum er ekki skylt að taka grunnáfanga í kynjafræði. Ástæður þess eru meðal annars taldar að flesta kennara á háskólastigi skorti grunnþekkingu í kynjafræði til að geta miðlað kynjasjónarmiðum og slíkri þekkingu til háskólanema. Þrátt fyrir að Ísland vermi toppsæti þegar kemur að jafnré...
Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og Stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir al...
Veðurspá hafði verið slæm og eitthvað fannst okkur fáskipað í skólanum þennan morgun. Í einni kennslustofunni var einn nemandi með kennara. Nemandinn kom um morguninn frá Grindavík. Aðrir sem bjuggu nær voru ekki viðstaddir. Nokkrir starfsmenn voru nokkuð hugsi. Bent var á rök sem urðu til þess að Lína langsokkur gat hugsað sér að fara í skólann. Þetta var þannig að vinir Línu voru leið vegna þess að Lína var ekki með þeim í skólanum. „Þú ættir bara að vita hvað við höfum indælan kennara“ sagði Tommi við Línu „og hvað það er skemmtilegt í skólanum, ég myndi deyja ef ég gæti ekki farið í skólann“ sagði Anna. „Þú þarft ekkert að vera svo lengi aðeins til klukkan tvo“ bætti Tommi við. „Já svo fáum við jólafrí, páskafrí og sumarfrí“ sagði An...
Skólinn á að vera öruggur staður. Þar dvelja nemendur og starfsfólk stóran hluta dags árið um kring og þar ríkir alla jafna gleði, nálægð og samvinna. Í kjölfar harmleiksins í skólanum í Trollhällan í Svíþjóð í lok október hefur umræða um öryggi í skólum aukist mikið. Aðstæður þar voru um margt sérstakar, bókasafn skólans og kaffistofa voru opnar almenningi, en talið er að um hatursglæp hafi verið að ræða. Nemandi og kennari létust. Atburðir sem þessir eru afar sjaldgæfir í nágrannalöndum okkar, sem betur fer. Hins vegar hefur atvikum um vanlíðan og vanrækslu nemenda (þ.m.t. ofbeldi) farið fjölgandi. Fulltrúar dönsku kennarasamtakanna DLF hafa meðal annars sagt frá því að fjöldi slíkra erinda hafi margfaldast á undanförnum árum og áh...
Í tengslum við Alþjóðadag kennara, 5. október síðastliðinn, lét Kennarasambandið gera stutt myndband þar sem nokkrir vegfarendur í Reykjavík nefndu uppáhaldskennarann sinn. Sjálfur tók ég viðtölin, sem varð til þess að ég fór að hugsa hvað ég hefði sagt. Svarið kom mér nokkuð á óvart – en allir sem ég hefði nefnt eru karlmenn. Í grunnskóla var ég til dæmis þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja í tímum hjá þeim Sveini Herjólfssyni og Berki Vígþórssyni. Í framhaldsskóla voru það Finnur N. Karlsson og Jón Ingi Sigbjörnsson sem í minningunni reyndust mér betur en aðrir. Ég var reyndar svo heppinn að njóta leiðsagnar frábærra kennara af báðum kynjum í gegnum mína skólagöngu. En fyrir ungan dreng í grunnskóla og síðar brothættan ungling í framhalds...
Í frá 27. október 2015 er meðal annars gert ráð fyrir sameiginlegum kostnaðarramma aðila. Í því felst að kostnaðaráhrif kjarasamninga að meðtöldum kostnaði vegna jöfnunar lífeyrisréttinda sé sá sami hjá öllum aðilum á ákveðnu tímabili. KÍ taldi ekki verjandi að undirrita rammasamninginn af þremur meginástæðum eins og sem Kennarasambandið hefur gert við málatilbúnaðinn. Tvær af þessum ástæðum snúa að framangreindum kostnaðarramma. Önnur þeirra tengist því að KÍ getur ekki fallist á að hugsanleg útgjöld hins opinbera sem ætluð væru til þess að koma í veg fyrir skerðingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna teldust með kostnaðaráhrifum kjarasamninga. Hin tengist vali á viðmiðunartímabili. Útfærslan í rammasamningnum er þann...
Fyrir hálfum mánuði var gengið frá rammasamkomulagi um launaþróun á íslenskum vinnumarkaði, sem hefur síðan verið ranglega kennt við svokallaðan SALEK-hóp. Ég segi ranglega, því bæði KÍ og BHM, sem hafa frá upphafi tekið þátt í SALEK og gera enn, neituðu að skrifa undir. KÍ sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem ástæðurnar eru útskýrðar. Þær eru tvær – útfærsla á breytingum á lífeyrisréttindum þótti óásættanleg sem og tímasetning sem miða á launaþróun næstu ára við. Í nýlegum pistli á vefnum stundin.is gerir Ragnar Þór Pétursson kennari samkomulagið og aðkomu KÍ að því að umræðuefni. Það tengir hann við kjarasamning grunnskólakennara, sem gerður var í fyrra, og af skrifum hans má skilja að Kennarasambandið hafi þar gert vondan...
Ísland er í dag fjölbreyttara samfélag en áður enda velja sífellt fleiri einstaklingar af erlendum uppruna að setjast að og stunda nám og vinnu hérlendis. Börnum af erlendum uppruna hefur því fjölgað í íslenskum skólum og í desember 2012 voru 2.062 leikskólabörn (10,5%) með erlent tungumál sem sitt fyrsta mál. Algengasta erlenda móðurmálið er pólska, en 783 leikskólabörn hafa pólsku að móðurmáli (Hagstofa Íslands, 2013). Nýjustu upplýsingar frá Hagstofunni eru frá því í desember 2014 en þá voru 2.197 börn í leikskólum með annað fyrsta tungumál en íslensku. Algengasta erlenda móðurmálið var þá enn pólska, sem var fyrsta mál 922 barna (Hagstofa Íslands, 2015). Í rannsókn sem undirrituð gerði vorið 2014 voru viðhorf og væntingar þrigg...
Lestur er að flestra mati mikilvæg undirstaða í lífi hverrar manneskju og einstaklingur sem les sér ekki til gagns á erfitt með að ná fótfestu í tilverunni. Það er því kappsmál nú sem fyrr að þeir sem ábyrgð bera á uppeldi og menntun barna stuðli markvisst að því að börn verði læs. Það má gera með margvíslegum hætti. Lestur virðist fara minnkandi og þeim fækkar sem geta lesið sér til gagns. Strax í öðrum bekk sjást merki um það. Lestrarskimanir sem lagðar eru fyrir alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur sýna að nú, árið 2015, geta 64% nemenda lesið sér til gagns (ná að minnsta kosti 65% árangri á prófinu) og er það næstlægsta hlutfall frá og með árinu 2006. Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Hlutverk hverra ...
Nú er liðið á haustið og skólastarf komið vel í gang, haustönnin hálfnuð og vetrarfrí búin hjá þeim sem það taka. Kennarasambandið stóð fyrir fræðslufundum undir forystu fræðslunefndar KÍ í október. Fræðslan var þríþætt, fræðsla fyrir nýja trúnaðarmenn, fræðsla til forystufólks í röðum KÍ og að síðustu fræðsla um lífeyrismál þar sem markhópurinn er félagsmenn sem eiga stutt eftir fram að töku lífeyris. Fræðslan gekk vel og var góð þátttaka. Fundirnir voru teknir upp og hægt er að skoða myndböndin á heimasíðu KÍ. Ég vil þakka fræðslunefndinni góð störf. Kjaramálin hafa einnig verið í brennidepli. Þrjú aðildarfélög KÍ, þ.e. Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla, hafa verið með lausa samninga u...