is / en / dk

06. Desember 2017

Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á framboðsfundinum mánudaginn 4. des og einnig með tillit til umræðna á samfélagsmiðlum og í fréttum tel ég að nauðsynlegt sé að koma eftirfarandi á framfæri:

Samheldni og sameining skiptir máli í dag, á morgun og til framtíðar – fyrir okkur öll.

Hvað varðar mál Ragnars Þórs Péturssonar tel ég ekki þörf sé á því að ég tjái mig um það.

Ég tel mig reiðubúinn að vinna að breytingum með þeim formanni sem tekur til starfa í apríl 2018 okkur öllum í hag verði ég kosinn varaformaður.

Ákvörðun mín um að bjóða mig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands var tekin á grundvelli góðra samtala við samstarfsmenn, maka minn og á eigin hugleiðingum. Hugleiðingarnar mínar um framboðið mitt snerust ekki um hver var kosinn formaður Kennarasambands Íslands í ár.

Ég býð mig fram vegna þess að ég tel að þörf sé á því að velja varaformann sem leggur af stað í átt af nýjum tímum í samstarfi með formanni Kennarasambandsins óháð því hver það er.

Menntamál, viðhorf til kennara og líðan okkar skipta gríðarlega miklu máli og þess vegna þurfum við gera upp „það góða gamla“ og grípa tækifærið sem okkur gefst núna því vindar blása í nýjar áttir.

Simon Cramer, frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands.

 

Tengt efni