is / en / dk

05. Desember 2017

Tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ lýstu í gærkvöldi að þeir drægju framboð sín til baka ef Ragnar Þór Pétursson tæki við embætti formanns KÍ. Þetta gerðu þeir í kjölfar ásakana á hendur Ragnari Þór Péturssyni um kynferðisafbrot gegn barni sem fram komu um helgina.

Í frétt á vef RÚV í gærkvöldi segir að aðrir frambjóðendur dragi framboð sín ekki til baka þar sem þeir telji sekt Ragnars Þórs ekki sannaða.

Að því tilefni vil ég taka fram að ég hef ekki tjáð mig og ætla ekki að tjá mig um mál Ragnars Þórs.

Ástæða þess að ég býð mig fram til varaformanns KÍ er sú að ég hef brennandi áhuga á menntamálum og tel að ég geti gert kennarastéttinni í heild gagn verði ég kosin varaformaður KÍ burtséð frá því hver gegnir formannsembættinu. Framboð mitt er á eigin forsendum óháð því hver starfar sem formaður.

Anna María Gunnarsdóttir, frambjóðandi til varaformanns KÍ
 

 

Tengt efni