is / en / dk

23. Júní 2017

Jafnréttisnefnd KÍ sendi leikskólastjórum í upphafi árs 2017 hvatningu um að efla og styðja við kynjajafnréttisfræðslu í sínum skóla. Nefndin hvatti til að erindið yrði tekið upp á fundi með starfsfólki leikskólans, hvatningunni fylgdu ábendingar um áhugavert og gagnlegt efni til jafnréttiskennslu og beiðni um að fá að heyra hvað leikskólinn væri að gera varðandi jafnréttisfræðslu. Áður hafði jafnréttisnefnd KÍ sent skólastjórnendum grunn- og framhaldskóla sambærileg bréf árin 2015 og 2016.

Svör bárust frá um tuttugu leikskólum og þar kom margt áhugavert fram. Flestir leikskólanna vinna eftir eigin jafnréttisáætlun og/eða jafnréttisstefnu síns sveitarfélags. Í aðgerðaráætlunum er alla jafna bæði fjallað um börn, foreldra, kennara og annað starfsfólk leikskólanna. Leik- og lesefni barnanna virtist almennt vera rýnt með tilliti til kynjajafnréttissjónarmiða og kynjagleraugu sett upp í leik og starfi með börnunum.

Starfsfólk leikskólanna hafði oftast fengið fræðslu um kynjajafnrétti, til dæmis frá Jafnréttisskóla Reykjavíkur eða kynjafræðingum, og þó nokkrir leikskólar höfðu tekið þátt í þróunarverkefnum sem tengdust bein eða óbeint kynjajafnrétti.
Dæmi um starfsaðferðir sem viðhafðar voru til að vinna að auknu kynjajafnrétti meðal barnanna voru til dæmis að börnum sé ekki hrósað kynskipt, að brjóta upp staðalmyndir varðandi klæðnað barna, að fræða börnin um jafna þátttöku kynja í samfélagi og atvinnulífi, að ögra staðalmyndum um hegðun og störf kvenna og karla og að tryggja að kennslugögn og námsefni mismuni ekki kynjum (til dæmis með því að nota Bechdel-prófið).

Jafnréttisnefnd hefur undanfarin misseri beitt sér sérstaklega fyrir aukinni umræðu um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Nefndin hefur meðal annars dreift boðskapnum á fésbókinni með svokölluðum netkortum, sent bréf til kennaramenntastofnana um mikilvægi jafnréttisfræðslu kennaranema, sent ályktanir á stjórnendur allra skólagerða og staðið fyrir hagnýtum námskeiðum fyrir grunnskólakennara í jafnréttis- og kynjafræðikennslu síðastliðið haust. Námskeiðin þóttust takast vel til og næsta vetur er ætlunin að bjóða kennurum og starfsfólki leikskóla upp á sambærileg námskeið. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við svæðadeildir FL og mennta- og menningarmálaráðuneytið með styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála.  

Fréttabréf Jafnréttisnefndar. 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42