is / en / dk

Samfélagið gerir kröfu um góða menntun barna og ungmenna og að íslenskir skólar séu í fremstu röð. Þetta er eðlileg krafa enda vitum við að góð og gegnheil menntun fyrir alla sem hér búa er fjöregg þjóðarinnar og mannauðurinn skapar verðmæti sem skila sér til baka í nýsköpun, frumkvæði, nýjum störfum og samfélagi sem gott er að búa í.   Því veldur það vonbrigðum að þrátt fyrir mikla uppsveiflu í efnahagslífinu á síðustu árum skuli staðan vera sú að útgjöld hins opinbera til menntamála á hvern landsmann hafa dregist saman um 13.5 prósent frá því þau náðu hámarki árið 2008. Ef skoðaðar eru tölur frá Hagstofu Íslands kemur í ljós að væri sambærilegt fjármagn lagt í menntakerfið nú og árið 2008 þá vantar rúmlega 15 milljarða króna. Að þv...
Umræðan um starfsaðstæður í leikskólum að undanförnu hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum sem lætur sig varða leikskólamál. Vandinn í stóra samhenginu er að það þarf að fjölga leikskólakennurum. Sá vandi er djúpstæður. Rót hans er sú að það vantar um 1.300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi barna eigi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Leikskólar hafa því þurft á hverju hausti að manna stöður leikskólakennara með leiðbeinendum eins og 17. greinin í lögum 87/2008 heimilar. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samf...
Fjórði nóvember 2016 var föstudagur. Síðan eru liðnir 360 dagar. Sem grunnskólakennari var lífið á kunnuglegum stað. Jólaauglýsingar voru farnar að hljóma í útvarpinu á leiðina í vinnuna en jólaskapið lét bíða eftir sér. Við vorum nefnilega í kjarabaráttu. Launanefnd sveitarfélaga harðneitaði að semja við okkur um annað en þær Salek-hækkanir sem „þjóðarsátt“ hafði orðið um. Við fengum ítrekað sama samninginn í hausinn – lítið breyttan. Ég hafði nýtekið við sem trúnaðarmaður í skólanum mínum og það kom því í minn hlut að kynna samningana. Sem ég gerði. Ég reyndi að gera það vel og vera hlutlaus. Föstudaginn fjórða nóvember beið ég í lok vinnudagsins eftir samstarfskonu minni sem kennir yngri börnum í skólanum mínum. Við erum yfi...
Vandinn í íslensku skólakerfi er ekki skortur á vilja stjórnvalda til að gera vel. Menntun er undirstaða atvinnu, nýsköpunar og þar með hagvaxtar og framlegðar. Þetta vitum við kennarar og flestir stjórnmálamenn. Það er bara eitt sem skortir, meira fjármagn. Og það skortir forgangsröðun í þágu menntunar þegar fjármagn er af skornum skammti. Á Íslandi eru frábærir leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólar og framhaldsskólar. Innan kennarastéttarinnar starfar fagfólk af miklum metnaði. Það býr yfir mikilli reynslu og góðri menntun. Miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum innan skólakerfisins, bæði hvað varðar inntak náms og kennsluhætti. Það hefur gerst vegna eldmóðs fjölda fagfólks innan skólakerfisins. Það er fyrst og fremst þeim ...
Íslenskum kjósendum býðst allskonar aðstoð við að gera upp hug sinn fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar skiptir langsamlega mestu að tveir fjölmiðlar hafa samið ítarleg kosningapróf sem greina eiga hvaða samleið þú átt með flokkunum sem fram eru komnir. Á kosningaprófi RÚV er 31 spurning. Þar er spurt um kannabisefni og kvótaflóttamenn. Tvær spurningar snúast um hagsmuni háskólanema. Ekkert er spurt um menntun að öðru leyti. Kosningapróf Stundarinnar er 63 spurningar. Þar er spurt um listamannalaun, sykruð matvæli og Donald Trump. Þar er engin spurning um menntamál. Kosningaprófin endurspegla hina pólitísku umræðu síðustu ára. Þau staðfesta, það sem við flest vitum, að mistekist hefur að halda menntamálum vakandi í hugum fólks...
18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun ...
Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag, lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár sést að sem betur fer hefur gríðarlega margt áunnist í baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ömmur og mömmur ruddu leiðina fyrir okkur sem yngri erum, konur sem skoruðu samfélagið á hólm og fóru þetta á hnefanum. Við kennarar tilheyrum kvennastétt. Rúmlega 80% félagsmanna í KÍ eru konur. Meðal leikskólakennara er hlutfall kvenna hæst eða 96% og tæp 60% meðal framhaldsskólakennara og hefur farið vaxandi síðustu áratugi....
Kostnaður vegna námsgagna framhaldsskólanemenda er verulegur. Þrátt fyrir ákvæði í framhaldsskólalögum um að mæta skuli kostnaði nemenda vegna námsgagna þurfa þeir að kaupa sín námsgögn sjálfir, hvort sem það eru kennslubækur, aðgangur að vefsvæðum, kostnaður vegna verklegra áfanga, stílabækur, tölvur eða annað. Framhaldsskólinn sækir fjármuni vegna alls þessa í vasa nemenda. Ríkið hefur aldrei komið að námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið heldur er hún alfarið í höndum einkaaðila. Sem dæmi um kostnað má nefna ungan námsmann sem var að hefja nám í framhaldsskóla nú í haust. Námsgögn voru keypt samkvæmt bókalista. Gætt var fyllstu aðgætni við bókakaupin og keyptar notaðar bækur ef þær litu vel út. Þær orðabækur sem voru á bókali...
Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkis...
Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum...
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vill fjölga einkareknum grunnskólum landsins til að draga úr kennaraskorti. Hún vill umbuna kennurum fyrir vel unnin störf og búa þannig til hvatningu og auka fjölbreytni í menntakerfinu. Hún vill breyta kjarasamningum kennara og auka þar ákvæði um hvatningu til þeirra sem gera vel/betur. Það er tvennt sem ég hef við þetta að athuga. Annars vegar vil ég benda á að fjármagn dettur ekki af himnum ofan þótt svo menntastofnanir séu færðar í einkarekstur. Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu...
Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan ...
Jafnréttisnefnd KÍ sendi leikskólastjórum í upphafi árs 2017 hvatningu um að efla og styðja við kynjajafnréttisfræðslu í sínum skóla. Nefndin hvatti til að erindið yrði tekið upp á fundi með starfsfólki leikskólans, hvatningunni fylgdu ábendingar um áhugavert og gagnlegt efni til jafnréttiskennslu og beiðni um að fá að heyra hvað leikskólinn væri að gera varðandi jafnréttisfræðslu. Áður hafði jafnréttisnefnd KÍ sent skólastjórnendum grunn- og framhaldskóla sambærileg bréf árin 2015 og 2016. Svör bárust frá um tuttugu leikskólum og þar kom margt áhugavert fram. Flestir leikskólanna vinna eftir eigin jafnréttisáætlun og/eða jafnréttisstefnu síns sveitarfélags. Í aðgerðaráætlunum er alla jafna bæði fjallað um börn, foreldra, kennara og ...
Í fréttum undanfarið hefur verið fjallað um streitu og kulnun í starfi. Í tölum frá Virk kemur fram að kennarar leita meira til Virk en aðrar starfsstéttir. Er þar átt við um leik-, grunn-, framhalds- og háskólakennara. Athyglisvert er að skoða hlutfall þeirra sem leita til Virk innan kennarastéttarinnar. Hlutfallslega koma flestir þeir kennarar sem leita til Virk frá leikskólastiginu og vekur það upp spurningar um starfsaðstæður leikskólakennara. Það er staðreynd að hvergi er eins lítill kjarasamningsbundinn tími til undirbúnings en á leikskólastiginu. Eins er almennt minni sveigjanleiki í starfi í leikskólum en á öðrum skólastigum. Einnig er ekki skilgreindur tími í kjarasamningi til starfsþróunar á leikskólastiginu. Það er...
Virk starfsendurhæfingarsjóður birti í febrúar 2017 skýrslu um hvernig væri hægt að draga úr nýgengi örorku. Hlutfallslega fleiri kennarar leita til Virk en aðrir háskólamenntaðir hópar. Fleiri kennarar glíma við kvíða, andlegt álag og vefjagigt en nokkur annar háskólamenntaður hópur. Reyndar eru kennarar og starfsfólk menntastofnana áberandi stór hluti af þeim sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ástæður þessa má meðal annars helst rekja til aukins álags í starfi kennarans, skort á stuðningi og þeirri upplifun að komast ekki yfir þau verkefni sem til er ætlast. Slíkt veldur streitu og hættu á kulnun í starfi. Fréttatíminn greindi frá því í september 2016 að veikindi grunn- og leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg hafi stó...
Hún er áhugaverð þversögnin sem birtist í annars vegar orðum og hins vegar gjörðum núverandi stjórnvalda þegar kemur að menntamálum. Orðin eru eitthvað á þá vegu að bæta þurfi samkeppnishæfi þjóðarinnar með því að tryggja landsmönnum eins góða menntun og mögulegt er. Styðja þurfi við bakið á skólum, kennurum og nemendum og tryggja að í kennslu veljist sem allra bestir starfsmenn. Með því sé horft til framtíðar og fjárfest í þekkingu öllum til hagsbóta. Aðeins þannig sé hægt að tryggja að Ísland og Íslendingar skari fram úr á öllum þeim sviðum sem raun ber vitni. Enda viljum við enga afturför – heldur þarf að bæta í og gera betur en nokkru sinni fyrr. Falleg orð sem hljóma skynsamlega og erfitt er að andmæla. En gjörðirnar eru allt að...
Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þ...
Rökin sem nefnd hafa verið fyrir því að sameina Tækniskólann (TS) og Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ) eru rekstrarlegar forsendur og fækkun nemenda vegna fámennari árganga og styttingar menntunar í framhaldsskólum.  Það er í sjálfu sér gott og gilt verkefni hverju sinni að fara yfir rekstur framhaldsskóla og skoða hvort hægt sé að haga hlutunum með öðrum hætti og að gæta þess að það bitni ekki á gæðum menntunar og hagsmunum nemenda. En sameining skólanna snýst ekki um þetta því hér eru á ferðinni miklu stærri atriði og grundvallarspurningar um stefnu í menntamálum og vinnubrögð. Fyrst þarf að halda því til haga hvernig stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum saumað að framhaldsskólum landsins með niðurskurði, og beinum sparnaða...
Ræða Aðalheiðar Steingrímsdóttur, varaformanns Kennarasambands Íslands, 1. maí 2017 á Akureyri: Krafan um réttlátt samfélag hefur hljómað allt frá því að alþýðufólk og róttækar hreyfingar gerðu fyrsta maí að sínum baráttu- og hátíðisdegi – en það gerðist fyrst í Vestur-Evrópu fyrir rúmum hundrað árum og nokkrum áratugum seinna fór verkafólk á Íslandi í sínar fyrstu kröfugöngur á fyrsta maí. Og rauðu fánarnir og alþjóðasöngur verkalýðsins á fyrsta maí eru voldug söguleg tákn og ævarandi áminning um mikilvægi baráttunnar fyrir umbótum fyrir allan almenning – fyrir friði, lýðræði og félagslegu réttlæti. Hér eins og annars staðar þurfti kjark og sjálfsvirðingu til að rísa gegn rótgrónum fordómum og undirlægjuhætti, og sterk bein ...
Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðin...