is / en / dk

Fyrir ári síðan var boðað af hálfu ráðherranefndar um menntamál, undir forystu ráðherra mennta- og menningarmála, til aðgerða í menntamálum þar sem lögð yrði áhersla á aukna nýliðun kennara auk hugsanlegra aðgerða til að minnka brottfall kennara úr kennslu, sérstaklega fyrstu árin. Skipuð var nefnd sem í áttu sæti fulltrúar menntamálaráðuneytis, KÍ, háskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skilaði af sér tillögum á vormánuðum 2018. Tillögum sem nefndin taldi að leitt gætu, ásamt öðru, til aukinnar nýliðunar og minnkunar á brottfalli kennara úr stéttinni. Að undanförnu hefur ráðherra kynnt aðgerðir í tengslum við ýmsar af þessum tillögum eftir frekari vinnu hagaðila í samvinnu við ráðuneytið. Vinnu þar sem aðilar hafa skips...
Að gefnu tilefni langar mig að ræða aðeins leyfisbréfamálið. Mig langar að rekja málið í stórum dráttum til að varpa ljósi á aðdraganda þess og þá stefnu sem málið hefur tekið. Stuttu eftir að ég tók við sem formaður FG fékk ég að vita að leggja ætti fyrir vorþing frumvarp á breytingu á lögum um menntun kennara og stjórnenda sem tryggði framhaldsskólakennurum heimild til að kenna sínar greinar í elstu bekkjum grunnskóla og leikskólakennurum heimild til að kenna í neðstu bekkjunum. Í ljós kom að starfshópur, sem m.a. hafði verið skipaður fulltrúum kennaraforystunnar, hafði hvatt ráðherra til að fara í slíka lagabreytingu. Ég kom sjálf af fjöllum og gerði alvarlegar athugasemdir við slíkar breytingar. Málinu var tímabundið slegið á fre...
Þorsteinn heitinn Gylfason kallaði það tvílyndi sem við flest köllum geðhvörf. Mér finnst það býsna gott orð. Það er mikilvægt að nota gegnsætt málfar um geðbrigði og geðheilsu. Raunar held ég að aukin umfjöllun og meðvitund um geðsjúkdóma sé einna stærsta framfaramál síðustu áratuga. Það er svo sorglega stutt síðan viðhorf þjóðarinnar til geðveiki var ógnar frumstætt. Í einhverjum kimum er það svo enn. Nú stöndum við á tímamótum í þessum efnum. Smátt og smátt höfum við áttað okkur á eðli geðheilsu og nú horfumst við flest í augu við það að geðheilsa er eins og öll önnur heilsa. Á sama hátt og það er eðlilegt öllu heilbrigðu fólki að glíma við flensu, kvef og hlaupabólu þurfum við öll að takast á við streitu, depurð og kvíða. Samféla...
Á dögunum kynnti mennta- og menningarmálaráðherra aðgerðaráætlun í menntamálum. Hún var unnin í samráði við fjölda aðila sem koma að menntamálum, m.a. Kennarasamband Íslands. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur talað fallega til kennara og lagt á það þunga áhersu réttilega að kennarar séu burðarbiti öflugs menntakerfis og samkeppnishæfni þjóðarinnar velti á öflugu menntakerfi. Rauði þráðurinn í aðgerðaráætlun stjórnvalda er að fjölga kennurum í leik- og grunnskóla. Til þess á meðal annars að hafa fimmta árið í námi leik- og grunnskóla launað starfsnám og sérstakir námslokastyrkir eiga að virka sem hvatning til námsloka. Þetta eru metnaðarfullar tillögur og lofa skal það sem vel er gert, við kennarar finnum það vel að mennta- o...
Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er áræðið skref sem mun koma öllum til góða. Hvers vegna? 1. Þegar námi lýkur færðu leyfisbréf til kennslu. Þú ert kennari. Enginn veit þó hvernig kennari þú verður né hvernig þú munt þróa þína starfsmenntun og reynslu. Það mun ferilskráin þín endurspegla ár frá ári og áratugi fram í tímann. Því er núverandi fyrirkomulag barn síns tíma. Framtíðarskólinn verður borinn uppi af kennurum sem sérhæft hafa sig á ótal vegu bæði með námi og reynslu. Þegar auglýst er eftir kennara er auglýst eftir tilgreindri hæfni, menntun og reynslu. Þá reynir á ferilskrána þína, ekki gamalt leyfisbréf sem ekkert segir um núverandi stöðu þína og hæfni sem kennari. 2. Mun faggreinaþekking framhaldsskólans eða grunnskóla...
Nýtt frumvarp til laga um menntun kennara gerir ráð fyrir útgáfu eins leyfisbréfs til kennslu í leik- grunn- og framhaldsskóla. Forysta leik og grunnskólakennara styðja breytingarnar en framhaldsskólakennarar ekki. Fyrir því höfum við talið fram ýmis rök, ekki hvað síst að menntun og starf framhaldsskólakennara er æði frábrugðið menntun og starfi kennara yngri nemenda. Framhaldsskólakennarar eru fyrst og fremst sérfræðingar í tilteknum kennslugreinum og mikilvægt að þeir búi yfir djúpri þekkingu á því fagi sem þeir miðla. Það er grundvöllurinn að öflugu skólastarfi í framhaldsskóla. Framhaldsskólakennarar koma margir hverjir til starfa með reynslu og tengsl á vinnumarkaðnum til viðbótar við sérgrein sína og réttindanám. Ég vi...
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar. Kennari eða kennari? Grundvallarhlutve...
Umsögn Félags leikskólakennara um frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Félag leikskólakennara hefur fengið til umsagnar frumvarp til nýrra lag um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Í frumvarpinu er gerð grundvallar breyting á inntaki kennaranáms og tekin upp hæfniviðmið. Hæfniviðmiðunum er svo skipt niður í almenna hæfni og sérhæfða hæfni Mikil ábyrgð er því lögð að háskólana hvað varðar inntak námsins. Félag leikskólakennara hefur áhyggjur af því að leikurinn sem námsleið verði undir í inntaki menntunar kennara með sérhæfingu á leikskólastigi. Almennt varðandi leyfisbréf þvert á skó...
Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráð...
Iðulega hafa stjórnvöld það markmið að efla íslenskt skólakerfi. Núverandi ríkisstjórn kynnir í sínum stjórnarsáttmála stórsókn í menntamálum enda lítur hún á menntun sem kjarnann í nýsköpun til framtíðar. Ríkisstjórnin nefnir framhaldsskólann sérstaklega í sáttmálanum og ætlar að tryggja þessu skólastigi „frelsi og fjármagn til eigin stefnumótunar“. Einnig vill hún „kanna kosti sveigjanlegra skólaskila“. Frumvarp á leið fyrir þing Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Markmið með þessum lagabreytingum eru sögð vera þau að búa til sveigjanleika og samfellu fyrir kennara milli skólastiga og fjölga hæfum kennurum og s...
Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir samráð um breytinga á lögum um menntun kennara. Þegar þetta er skrifað hafa fimm athugasemdir borist í samráðsgátt. Til samanburðar hafa borist átta athugasemdir um nýtt frumvarp um dýrasjúkdóma og þrettán athugasemdir um breytingu á byggingareglugerð. Með fullri virðingu fyrir dýrasjúkdómum og byggingareglugerðum þá vona ég að niðurstaðan verði sú að áhugi á fyrirkomulagi kennaramenntunar sé eitthvað meiri en á þessum málum. Á sama tíma eru athugasemdir um breytingu klukkunnar eru orðnar 1274! Að því sögðu langar mig að gera samræmd próf að umtalsefni. Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur verið hópur að störfum við að skoða framkvæmd, tilgang og uppbyggingu samræmdra prófa. Ég reikna með a...
Menntamálaráðherra hefur nú lagt fram drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara. Frumvarpið liggur í og vonandi gefa sem flestir kennarar sér tíma til að kynna sér það og gera athugasemdir við efni þess. Hingað til hefur umræðan auðvitað að mestu snúist um fjölda leyfisbréfa til kennslu. Hér er þó ýmislegt annað undir. Ég ætla því að gera tilraun til að ramma inn það samhengi sem þetta nýja frumvarp sprettur úr og benda á helstu atriði þess. Ég vona að í kjölfarið verði gagnrýnin og málefnaleg umræða um málið sem tekið verði mark á.   UPPHAFIÐ Upphaf þessa máls má líklega rekja til 2005 þegar settur var á laggirnar starfshópur um framtíð kennaramenntunar undir forystu Sigurjóns Mýrdals. Hópurinn...
Flestum er orðið ljóst að það er að skapast býsna alvarleg staða á vinnumarkaði. Fátt virðist geta komið í veg fyrir átök. Þau átök gætu orðið af annarri stærðargráðu en við erum vön – og jafnvel falið í sér bæði verkföll og verkbönn. Spennan hefur verið að aukast jafnt og þétt. Aðgerðir til að draga úr henni virðast ekki ætla að duga. Á sama tíma hefur staðið yfir skilgreiningarstríð – þar sem ólíkir aðilar reyna að mála þá mynd af atburðarásinni sem betur hentar þeirra hagsmunum og heimsmynd. Sú mynd virðist oftast lenda á einhverjum kvarða þar sem ástandið er skrifað á fámennan hóp ófriðarseggja á öðrum jaðrinum en handónýtt samfélag ójafnaðar á hinum. Ef allt fer á versta veg má ætla að lærðar greinar verði skrifaðar um atbur...
Af mörgum mögnuðum ræðum sem fluttar hafa verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er ein í sérstöku uppáhaldi hjá mörgum. Það er ræða sem Malala Yousafzai flutti sumarið 2013. Ræðuna flutti hún tæpum tveimur árum eftir að vígamaður talíbana ruddist inn í skólabíl til að myrða hana og skaut hana í höfuðið. „Ég er ekki á móti neinum.“ sagði hún, „Ég stend hvorki hér til að ná fram hefndum gegn talíbönum né öðrum hryðjuverkahópum. Ég er hér til að mæla fyrir rétti hvers barns til menntunar. Ég vil að synir og dætur talíbana og annarra hryðjuverka- og öfgamanna njóti menntunar.“ Malala lagði áherslu á boðskap mildi og friðar. Hún rakti þráð gegnum megintrúarbrögð heimsins og ræddi stuttlega um nokkra merka boðbera friðar sem hefðu orðið...
Kennaraskortur er þversögn. Það ætti ekki að vera neinn kennaraskortur á Íslandi. Þetta er grundvallarstarfstétt. Sífellt fleiri sækja háskólamenntun. Jafnvel á tímum örra samfélagsbreytinga er kennsla líklega öruggasti starfsvettvangur sem hægt er að hugsa sér. Fólk sem fer í kennslu í dag og reynist fært í sínu fagi getur nánast gengið að því sem vísu að það geti starfað við það út ævina, hafi það áhuga á því. Það er meira en mjög margar starfsstéttir geta treyst á. Þegar vel gengur er þetta skemmtilegasta starf í heimi. Ef allt væri eðlilegt væri slegist um kennarastörf. Samt er kennaraskortur. Hið óhugnanlega er að kennaraskortur er nánast orðið megineinkenni vestrænna samfélagsgerða. Það skiptir nánast engu máli hvert er hor...
Það var ekkert út í loftið sem lögum nr. 87 frá 2008 var breytt á sínum tíma en þau fjalla um menntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Með lögunum voru sett skýr gæðaviðmið um menntun kennara á öllum skólastigum, námið lengt í fimm ár og inntak námsins skilgreint sérstaklega. Hvað framhaldsskólann varðar þá varð útgáfa leyfisbréfa bundin við tiltekna faggrein og leyfi til kennslu í framhaldsskóla því bundið við tilteknar kennslugreinar. Lögin voru mikið framfaraskref frá eldra kerfi sem skilgreindi ekki þá nauðsynlegu sérhæfingu sem framhaldsskólakennarar þurfa að hafa.  Innan framhaldsskólans eru kenndar á annað hundrað mismunandi greina. Bóklegar greinar í hug- og raunvísindum sem og iðn-, list- og verkgreinar. Það s...
Það er ótrúlegt til þess að hugsa en hinn stafræni veruleiki íslensks samfélags er aðeins örfárra áratuga gamall. Með gríðarlegum vexti sínum hefur hann smeygt sér inn á flest, ef ekki öll, svið mannlífsins. Ég held það megi segja, ýkjulaust, að hinn stafræni heimur sé fyrirferðarmikill hluti veruleika nær allra Íslendinga. Það er freistandi að álita hinn stafræna heim á einhvern hátt óraunverulegan. Það er hins vegar rangt. Heimur fólks samanstendur af svo miklu meira en hlutum. Hinn stafræni heimur er undirorpinn sömu lögmálum og aðrir hlutar heimsins. Þar hafa orð og gjörðir vigt. Þar verður til orðspor. Þar verða til eignir. Hluti hæfileika okkar og sjálfsmyndar getur hæglega verið bundinn við hinn stafræna veruleika. Hin sta...
Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sj...
Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins samkvæmt lögum og starfar eftir Aðalnámskrá leikskóla. Sem betur fer eru það fáir sem eru fastir í gömlum hugmyndum um að nóg sé að hafa góðar konur til að passa börnin. Þau skilaboð sem kjörnir fulltrúar eru að senda til leikskólasamfélagsins þessa dagana minna þó um margt á þessar úreltu hugmyndir um námsaðstæður barna. Því það virðist alveg gleymast að í leikskólum fer fram nám og kennsla en ekki gæsla. Lögum samkvæmt skal að lágmarki 2/3 hluti starfsmanna vera með leyfisbréf til leikskólakennslu. Staðreyndin í dag er því miður sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskólum landsins hefur tilskilin réttindi. Ætla rekstraraðilar að sætta sig við að fara niður fyrir þetta lága hlutfall leikskó...
Hugmyndin um að taka upp eitt leyfisbréf kennara fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, kann að virðast róttæk en ef vel er hugað að útfærslu og markmiðum getur hún orðið skref til framfara. Segja má að markmið með upptöku eins leyfisbréfs sé að viðurkenna kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í fagmennsku kennara. Í dag er ógreinabundið leyfisbréf í leik- og grunnskóla. Kennarar kenna allar námsgreinar skólastigsins og þeir ásamt stjórnendum eru lykilmenn í að greina hæfni og áhuga hvers og eins til þess að taka að sér kennslu mismunandi námsgreina. Í framhaldsskóla er leyfið aftur á móti bundið einstökum námsgreinum. Við getum öll verið sammála um að það sé grundvallaratriði að kennarastarfið sé viðurkennt sem starf sem hvíli...