is / en / dk

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifaði færslu á fésbókina þar sem hún brást við áskorun um að skýra afstöðu sína til kröfu grunnskólakennara (sem enn eru samningslausir) um bætt kjör. Færslan er svona í heild sinni: Í máli hennar kemur fram að grunnskólakennarar og sveitarfélögin verði að ná góðum samningum og skapa verði sátt. Þá sé nauðsynlegt að kjör kennara séu samkeppnisfær hvort sem miðað er við sérfræðinga á opinberum eða almennum markaði. Það er gott að menntamálaráðherra skuli taka virkan þátt í umræðu um þessi mál. Sagan hefur sýnt okkur að það er ekki sjálfgefið. Þá undirstrika orð Lilju nokkuð skýrt þann ásetning að hér á landi þurfi að byggja upp öfluga stétt vel menntaðs fagfólks við kennslu. Það verðu...
Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að...
Menntamálaráðherra virðist ósammála grunnskólakennurum um að hækka þurfi laun þeirra verulega ef marka má fréttir í gærkvöldi. Í öllu falli virðist ráðherrann ósammála því að stórsókn í menntamálum sé marklítil án aðgerða til að bæta kjörin. Ég held að nauðsynlegt sé að menntamálaráðherra skýri afstöðu sína betur. Ég man ekki betur en að ráðherrann hafi sjálfur kallað eftir þjóðarsótt um bætt kjör kennara. Þess vegna hryggir það mig að sjá yfirlýsingu frá forystu grunnskólakennara um hið sama mætt með þessum hætti. Þjóð, sem upp úr aldamótum stóð ekki frammi fyrir neinum fyrirsjáanlegum kennaraskorti, horfir nú fram á það að meira en helmingur menntaðra grunnskólakennara getur ekki hugsað sér að vinna í grunnskólum, fjöldamargir aðri...
Þegar við stofnuðum Félag stjórnenda leikskóla og ég var kosinn formaður var ég alveg með það á hreinu að starfskraftar mínir myndu nýtast til valdeflingar stéttarinnar og leikskólastarfs almennt. Ég held ég hafi haldið að við myndum í krafti mikilvægi okkar vera falið að stjórna landinu. Loksins myndu rekstraraðilar skilja mikilvægi okkar og kjarasamningarnir, maður lifandi. Nú yrði þetta almennilegt. Ég efast stundum um að það hafi verið nokkurt gagn í mér. En þegar ég fór að taka til í tölvunni minni, hef verið að því mánuðum saman án árangurs af því að það er svo margt sem rifjast upp, sé ég að það er svo margt að skoða þannig að eitthvað hefur nú verið gert þó að draumarnir hafi verið stærri en árangurinn. Kreppan var reynda...
Margt er kennurum vitlausara en að lesa hundrað ára gamlar greinar um skólamál. Það getum við auðveldlega gert því Landsbókasafn Íslands hefur gert þær margar aðgengilegar á vef sínum. Prentmáli síðustu aldar hefur að verulegu leyti verið bjargað. Við slíkan lestur áttar maður sig fljótt á því að það sem hugsað er um menntamál í dag er, í öllum meginatriðum, það sama og hugsað var fyrir heilli öld. „Það er auðvitað, að blaðið mun af fremsta megni styðja að umbótum að kjörum kennara. Það er einhver allra brýnasta nauðsynin. En kennurum má ekki heldur gleymast það, hverjar skyldur þeir hafa tekið á sig með því einu að gefa kost á sér í kennslu. Kjörin eru ill. En kennslan má ekki fara eftir kaupinu.“ Þetta skrifaði Jón Þórarinsson ...
John Steinbeck skrifaði einu sinni: „Það er alkunna að vandamál sem óleysanleg voru að kvöldi leysast farsællega að morgni eftir að nefnd svefnsins hefur tekið þau til meðferðar.“ Svefn er vanmetinn. Hann er ekki andstæða þess að lifa, hann er ein (og mjög mikilvæg) mynd þess. Ef upphaf skóladags miðaði við algengustu svefnþarfir barna væru yngri börn að hefja störf milli hálf níu og níu, unglingar myndu byrja um miðjan morgun og framhaldsskólinn byrjaði ekki fyrr en ellefu, hálf tólf. Þessi munur stafar af náttúrulegri dægursveiflu líkamans. Þetta, og fleira, var til umræðu í erindi Ernu Sifjar Arnardóttur í hádegisfundaröð Háskóla Íslands um aðstæður barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Börn og fullorðnir bregðast ekki eins ...
Síðustu 100 ár hafa mikilvægar framfarir orðið á íslenskum vinnumarkaði. Flestar þeirra eða allar hafa orðið fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar. Stéttarfélögin sinna ráðgjöf og semja um laun og önnur starfskjör og gæta hagsmuna félagsfólks síns á vinnumarkaði með almennri réttindavörslu. Fjölmargar úrbætur sem nú þykja sjálfsagðar hafa verið gerðar á íslensku vinnuumhverfi fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar. Sem dæmi má nefna almannatryggingakerfið, samningsrétt, uppsagnarfrest, fæðingarorlof, vinnuvernd og orlofsrétt. Eins má nefna að árið 1957 varð Ísland fyrst Norðurlandanna til að binda jafnrétti í lög og afnema sérlega launataxta kvenna. Alþjóðlegur baráttudagur launafólks ber í ár yfirskriftina: Sterkari saman. Það ...
„Það er erfitt að blómstra ef maður hefur ekki umhverfi.“ Þannig komst ung móðir að orði í rannsókn sem Sigrún Harðardóttir, lektor í félagsráðgjöf, kynnti í erindi á dögunum. Hin unga móðir var ein af fimm konum í svipaðri stöðu sem sögðu frá reynslu sinni af menntakerfinu. Þær höfðu allar alist upp við fátækt og mikla erfiðleika – og þær höfðu allar horft til skólans í leit að aðstoð og stuðningi. En þær urðu flestar fyrir vonbrigðum. Í stað stuðnings mættu þeim fordómar og einelti. Þær hættu að treysta fólki og skólagangan varð endaslepp. Þetta vantraust ristir enn í dag djúpt í sálir þeirra. Þær umvefja sín eigin börn hlýju og reyna að vernda þau og gæta þeirra. Rótgróna vantraustið verður þó til þess að þær treysta fáum og alls ekki...
Það er flókið að skilgreina tilgang menntunar. Ein skilgreining, sem ég held að heilmikið vit sé í, er að segja að menntun felist í að kenna fólki að grípa tækifæri. Menntuð manneskja fær lykla að heiminum. Hún getur hagnýtt sér orku vindsins, afla sjávarins og tækifærin í mannlífinu. Íslendingar hafa auðvitað alltaf verið menntuð þjóð. Það var eina leiðin til að lifa af, oft við mjög erfiðar aðstæður. En lífið snýst ekki um það eitt að komast af. Lífið snýst líka um að skapa. Sköpun fylgja ný tækifæri. Þjóð sem finnur fisk í sjó öðlast meiri farsæld með því að fara sér hægt í veiðunum en með græðgi og ofveiði. Þjóð sem heimsótt er af mörgum ferðamönnum öðlast meiri farsæld ef hún sinnir þeim vel og af gestrisni en með okri og ágirnd. ...
Vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um innanfélagsdeilur Kennarasambands Íslands í tengslum við Vísindasjóð framhaldsskólakennara vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Fjárreiður Kennarasambands Íslands eru endurskoðaðar árlega af löggiltum endurskoðendum. Bókhald félagsins er fært samkvæmt ítrustu kröfum um gegnsæi og skýrleika. Fyrrverandi stjórnarmenn Vísindasjóðs framhaldsskólakennara hafa staðið í persónulegum deilum við Kennarasambandið í nær áratug. Alls kyns ágreiningsefni hafa verið dregin upp úr hattinum á þeim tíma. Þessir einstaklingar hafa stefnt Kennarasambandinu fyrir ýmsar sakir ávallt án árangurs. Tugum milljóna hefur verið eytt úr sjóðum félagsmanna í málarekstur sem engu hefur skilað þar sem kærendur hafa tapað...
Í dag er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur um land allt. Þetta er í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Það vita allir að þessir frumkvöðlar voru hetjur síns tíma sem báru hag barna í brjósti og vildu leggja sitt að mörkum til að veita þeim þá gæðamenntun í gegnum leik sem þau eiga skilið. Kyndlum þessara hugsjóna hafa margir tekið við og haldið á lofti síðan. Leikskólastigið er ríkt af einstaklingum sem brenna fyrir hugsjónir sínar og vinna markvisst að þeim. Áskoranir leikskólastigsins eru margar. Sú stærsta snýr að nýliðun stéttarinnar og er verkefni sem er hvað mest aðkallandi...
Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leikskóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er ...
Kennarasamband Íslands (KÍ) er ekki aðili að rammasamkomulagi um launaþróun eins og flestir aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Það á sér meðal annars þá eðlilegu skýringu að þegar núllstaða þess samkomulags var valin haustið 2013 var launastaða kennara með versta móti. Á þeim tíma voru til dæmis meðaldagvinnulaun félagsmanna Kennarasambands Íslands í framhaldsskólunum um 16% lægri en annarra sérfræðinga hjá ríkinu. Kennarasamband Íslands reyndi ítrekað að hafa áhrif á þennan viðmiðunarreit án árangurs. Og þess vegna afþakkaði forysta KÍ þátttöku í rammanum, oft kenndum við SALEK. Skoðum aðeins söguna. Launagögn fjármálaráðuneytisins frá árinu 2006 sýna að það ár voru laun framhaldsskólakennara 6% lægri en laun annarra sérfræðinga hjá rík...
Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst þér kostur á að kjósa þér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því...
Sem ung stúlka austur á landi varð ég ekki mikið vör við ójafnræði kynjanna, í það minnsta gerði ég mér ekki endilega grein fyrir því. Ég lék mér við stráka sem jafningja, ég beitti, ég vann í fiski, ég fór á sjó, eins og bræður mínir. Ég fékk lægri laun en tveir þeirra af því ég var yngri, en ég fékk líka hærri laun en yngri bróðir minn. Þegar ég hugsa til baka virðist þetta ekki hafa verið svo einfalt. Undir niðri kraumaði rótgróin kynbundin mismunun. Ég flakaði til að mynda aldrei fisk. Minningin úr blautvinnslusal harðfiskverkunarinnar eru karlarnir sem standa við fiskikarið og keppast við að skvetta slorinu í allar áttir, því hraðari handtök, því betra. Ég, mamma og aðrar konur sem stundum unnu þar vorum að dunda okkur við að tína o...
Þegar stór verkefni blasa við er hættan sú að farið verði í skyndilausnir sem til lengri tíma skemma meira en þær laga. Nú þegar mikill kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins, þá er vísast að umræðan fari að snúast um að stytta nám grunnskólakennara og stytta skólagöngu grunnskólanemenda frekar en að ráðast að rót vandans sem eru lág laun kennara og erfitt starfsumhverfi. Samtök atvinnulífsins eru reyndar þegar byrjuð að halda þessum . Og lausn þeirra við kennaraskortinum kemur ekki á óvart, hún er nefnilega að stytta grunnskólann um eitt ár. Í greininni segir að nota megi þá peninga sem sparast við styttinguna til að bæta skólastarfið. Þetta er svo rökstutt með því að þetta muni ekki rýra menntun nemenda af því að þetta er...
Þegar nemendur sem hefja nám í grunnskóla næsta haust ljúka sinni grunnskólagöngu verður staðan sú að ekki verður menntaður kennari nema í þriðju hverri stöðu grunnskólans, ef ekkert verður að gert. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir meðal annars: „Mikilvægt er að stuðla að viðurkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum. Bregðast þarf við kennaraskorti í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga.” En hvernig hefur ríkisstjórnin hugsað sér að gera þetta? Það er ekki mikill tími til stefnu. Laun grunnskólakennara í dag ná ekki meðallaunum í landinu þrátt fyrir að krafist sé fimm ára náms til að öðlast réttindi til grunnskólakennslu. Samkvæmt ra...
Daginn sem ég var kjörinn varaformaður KÍ lærði ég mjög mikið. En ég er jafnframt fegin að hafa fengið eldskírn í samfélagsmiðlaumræðu og læra á fyrsta degi að að lesa alltaf yfir allt sem eftir mér er haft og athuga hvort það sé sett fram í réttu samhengi. Mér þykir fyrir því að orð mín hafi verið tekin úr samhengi og það er skiljanlegt að framsetningin og fyrirsögn ergi kennara en því fer fjarri að það hafi verið ætlun mín. Í viðtalinu vildi ég leggja áherslu á að hlutverk varaformanns væri ekki að semja um kaup og kjör heldur fengi ég það hlutverk að draga fram að starfið væri flókið og því fylgdi mikið álag og ég myndi leggja mig fram um sýna fram á mikilvægi kennarastarfsins og tala til dæmis fyrir starfsþróun, stuðningi við nýl...
Samfélagið gerir kröfu um góða menntun barna og ungmenna og að íslenskir skólar séu í fremstu röð. Þetta er eðlileg krafa enda vitum við að góð og gegnheil menntun fyrir alla sem hér búa er fjöregg þjóðarinnar og mannauðurinn skapar verðmæti sem skila sér til baka í nýsköpun, frumkvæði, nýjum störfum og samfélagi sem gott er að búa í.   Því veldur það vonbrigðum að þrátt fyrir mikla uppsveiflu í efnahagslífinu á síðustu árum skuli staðan vera sú að útgjöld hins opinbera til menntamála á hvern landsmann hafa dregist saman um 13.5 prósent frá því þau náðu hámarki árið 2008. Ef skoðaðar eru tölur frá Hagstofu Íslands kemur í ljós að væri sambærilegt fjármagn lagt í menntakerfið nú og árið 2008 þá vantar rúmlega 15 milljarða króna. Að þv...
Hlutleysi er afstaða í sjálfu sér. Sá saklausi tapar alltaf á hlutleysi. Hvort sem það er þolandi sem sagði satt eða gerandi sem var ranglega ásakaður. Hlutleysi segir í raun að allur þinn orðstír og allt það traust sem þú hefur byggt upp í gegnum árin skipti engu máli, að þessi ásökun skilgreini þig héðan í frá í huga hins „hlutlausa“. Það er ábyrgð okkar sem einstaklinga þegar erfið og óþægilega mál koma upp að leggja allt á vogarskálar og taka afstöðu. Í máli nýkjörins formanns stendur ekki bara orð gegn orði. Málið var rannsakað og Ragnari Þór hefur verið treyst til að kenna börnum og unglingum síðan rannsókninni lauk. Ef minnsti vafi hefði leikið á framferði hans hefði hann ekki fengið að gera það. Afstaða mín by...