is / en / dk

Fréttir og tilkynningar

FG gefur út þýðingu á Finnsku leiðinni 2.0 eftir Pasi Sahlberg

23. Feb. 2017

Félag grunnskólakennara hefur látið þýða og gefa út bókina „Finnska leiðin 2.0. Hvað getur umheimurinn lært af breytingum í finnska skólakerfinu?“ eftir dr. Pasi Sahlberg. Í eftirmála bókarinnar, sem ritaður er af Sir Ken Robinson, segir að megininntak…

Árangursríkur skipulagsdagur

22. Feb. 2017

Markmið starfsfólks Kennarasambands Íslands er að veita félagsmönnum góða og hraða þjónustu og leysa snarlega úr öllum málum sem upp koma. Starfsemin er hins vegar viðamikil, á köflum flókin, og verkefnin sem berast starfsmönnum mörg og mismunandi. Þó að…

Skólinn okkar – 2. þáttur: Staða flóttabarna í skólum

20. Feb. 2017

Staða flóttbarna í íslensku skólakerfi verður til umfjöllunar í öðrum þætti Skólans okkar sem sýndur verður á Hringbraut annað kvöld, þriðjudaginn 21. febrúar, klukkan 20.30. Skólinn er afar mikilvægur þessum börnum, sérstaklega þegar kemur að því að læra…

Skólastjórar og skólameistarar ræddu samræmdan vitnisburð

20. Feb. 2017

Um eitt hundrað manns sóttu samræðufund Skólastjórafélags Íslands (SÍ), Skólameistara Íslands (SMÍ) og Menntamálastofnunar á Grand hóteli Reykjavík í dag. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður SÍ, og Steinn Jóhannsson, formaður SMÍ, settu fundinn og lýstu…

Kennarahúsið lokað þriðjudaginn 21. febrúar

20. Feb. 2017

Kennarahúsið verður lokað þriðjudaginn 21. febrúar 2017 vegna starfsdags starfsfólks. Skrifstofan verður opnuð á hefðbundnum tíma, klukkan níu, miðvikudaginn 22. febrúar.

Góð þátttaka í forsíðumyndakeppninni

13. Feb. 2017

Rétt rúmlega eitt hundrað ljósmyndir bárust í samkeppni um forsíðu Ferðablaðsins 2017. Frestur til að skila inn ljósmyndum rann út 10. febrúar síðastliðinn. Þetta er í fjórða skipti sem Orlofssjóður KÍ efnir til keppni af þessu tagi og nú sem fyrr hefur…

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt

10. Feb. 2017

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið samþykkt í atkvæðagreiðslu. Miðlunartillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru…

Könnun á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi

09. Feb. 2017

Vinnuumhverfisnefnd KÍ hefur sett af stað könnun á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands. Ný reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum…

Skólinn okkar – fyrsti þátturinn fer í loftið á þriðjudag

08. Feb. 2017

Skólinn okkar, átta þátta sjónvarpsröð um skóla- og menntamál, hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þriðjudaginn 14. febrúar næstkomandi klukkan 20.30. Komið verður víða við í Skólanum okkar og lögð er áhersla á að fjalla á líflegan og faglegan…

PISA í hnotskurn – fjórir opnir fundir

08. Feb. 2017

PISA í hnotskurn – Staða íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburði er heiti á fundaröð sem hefur göngu sína þann 9. febrúar og lýkur 2. mars næstkomandi. Haldnir verða alls fjórir fundir á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Menntamálastofnunar þar…

Framtíðarstarfið hlaut Orðsporið 2017

06. Feb. 2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Orðsporið 2017 – hvatningarverðlaun við hátíðlega athöfn í leikskólanum Hofi við Gullteig í dag. Það var Framtíðarstarfið – átaksverkefni um eflingu leikskólastigsins sem hlaut verðlaunin. Framtíðarstarfinu var…

Málstofuröð um rannsóknir í framhaldsskólum

03. Feb. 2017

Rannsóknir í framhaldsskólum verða til umræðu í umfangsmikilli málstofuröð sem hefur göngu sína 7. febrúar og lýkur 4. apríl næstkomandi. Haldnar verða níu málstofur á vegum námsbrautar í kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.…

Pistlar

Skólavarðan

  • Skólinn mikilvægur til að læra íslensku og efla félagsleg tengsl

    Erlendum nemendum fjölgar stöðugt, hópurinn verður breiðari og þarfir hans sértækari, segir Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla í Hafnarfirði. Fjallað er um stöðu barna flóttamanna og hælisleitenda í Skólanum okkar, 2. þætti, sem var frumsýndur á Hringbraut í gærkvöld.

  • Eru skólamáltíðir í leikskólum og grunnskólum af nægum gæðum?

    Eru gæði skólamáltíða í leikskólum og grunnskólum eins og vera ber? Er næringarinnihald og matarframboð nægilegt? Fimm þingmenn fara þess á leit að heilbrigðisráðherra feli embætti landlæknis að kanna málið enda sé næg og holl næring grunnþáttur í þroska barna og ungmenna.