is / en / dk

Fréttir og tilkynningar

Samkomulag um breytingar á kjarasamningi FSL

21. Júlí 2018

Samstarfsnefnd Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa gert samkomulag um breytingar á gildandi kjarasamningi. Helstu breytingar eru þessar: Kjarasamningur aðila frá 1. júní 2015 framlengist og gildir hann til 31. júlí 2019.…

Sumar í Kennarahúsinu

12. Júlí 2018

Sumarlokun Kennarahússins hefst mánudaginn 16. júlí og stendur venju samkvæmt í þrjár vikur. Skrifstofa KÍ opnar á nýjan leik að morgni þriðjudagsins 7. ágúst. Þeir sem þurfa að hafa samband við Orlofssjóð KÍ á meðan á sumarlokun stendur geta hringt í síma…

KÍ styður kjarabaráttu ljósmæðra

11. Júlí 2018

Kennarasamband Íslands styður baráttu ljósmæðra fyrir hærri launum og bættum starfskjörum. Ályktun þessa efnis var samþykkt einróma á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fór í apríl sl. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur staðið lengi yfir og þótti…

Ánægjuleg fjölgun umsókna um kennaranám

10. Júlí 2018

Í kjölfar umræðu um skort á kennurum eru jákvæð teikn á lofti hvað varðar aðsókn að kennaranámi. Við Háskóla Íslands eru nú 1.288 umsóknir á Menntavísindasviði sem er ríflega 16% fjölgun frá fyrra ári. Umsóknum um grunnskólakennaranám fjölgaði um 6% og…

Uppfærðar launatöflur hjá Félagi leikskólakennara

04. Júlí 2018

Samninganefnd Félags leikskólakennara og samninganefnd sveitarfélaganna hafa komist að samkomulagi um breytingar á kjarasamingi FL og Sambands íslenskra sveitarfélaga – í samræmi við Bókun 1 frá 2015. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að…

FG: Viltu taka sæti í stjórnum, nefndum og ráðum?

03. Júlí 2018

Félag grunnskólakennara auglýsir eftir félagsfólki til að taka sæti í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum FG og Kennarasambands Íslands. Um er ræða eftirfarandi sjóði en FG skipar þar einn aðalfulltrúa og einn til vara. Vonarsjóður FG og SÍ Sjúkrasjóður KÍ…

FL: Úrslit í kosningum til trúnaðarstarfa liggja fyrir

22. Júní 2018

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu Félags leikskólakennara til trúnaðarstarfa á vegum Kennarasambands Íslands liggja fyrir. Kosnir voru fulltrúar FL í vísindasjóð FL/FSL, í sjúkrasjóð, orlofssjóð, vinnudeilusjóð, framboðsnefnd, jafnréttisnefnd, kjörstjórn, siðaráð…

Kennarahúsið lokað frá klukkan tólf í dag

20. Júní 2018

Skrifstofa Kennarasambandsins verður lokuð frá klukkan tólf í dag vegna veðurs. Opnað verður að nýju klukkan níu í fyrramálið.

Skólastjórafélag Íslands ályktar um leyfisbréfamál kennara

19. Júní 2018

Stjórn Skólastjórafélags Íslands ályktaði á dögunum um leyfisbréfamál kennara og var ályktunin send mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, í dag. Ályktunin er svohljóðandi: Á fundi stjórnar Skólastjórafélags Íslands, sem haldinn var…

90% kennara í MB samþykktu nýgerðan kjarasamning

18. Júní 2018

90% félagsmanna FF/FS, sem starfa í Menntaskóla Borgarfjarðar samþykktu samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kennarasambands Íslands v/framhaldsskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar, sem skrifað var undir 12. júní síðastliðinn. Á kjörskrá…

Skertur afgreiðslutími á föstudögum í sumar

15. Júní 2018

Kennarahúsinu verður lokað klukkan 15 á föstudögum í sumar. Gildir þessi skerti afgreiðslutími til og með föstudeginum 10. ágúst næstkomandi. Þá er athygli félagsmanna vakin á því að sumarlokun Kennarahússins hefst mánudaginn 16. júlí og stendur venju…

Atkvæðagreiðsla hafin í Menntaskóla Borgarfjarðar

14. Júní 2018

Félagar í FF og FS sem starfa í Menntaskóla Borgarfjarðar ganga nú til atkvæða um nýjan kjarasamning. Atkvæði verða greidd um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Kennarasambands Íslands v/framhaldsskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar sem var undirritaður…

Pistlar

Núverandi staða

Í byrjun síðasta skólaárs voru fréttamiðlar fullir af fréttum af mönnunarvanda leikskólanna. Ekkert bendir til annars en að staðan verði svipuð ef ekki verri í upphafi næsta skólaárs. Vandinn var mest áberandi í Reykjavík og ekki mun áætlun borgarinnar að…

Skólavarðan

  • Það þarf að hlúa betur að kennurum

    Sveinn Leó Bogason útskrifaðist frá Kennaradeild Háskóla Íslands í fyrravor og hefur í vetur starfað sem kennari á miðstigi við Glerárskóla. Hann segir kennarastarfið einfaldlega þannig að kennaranámið geti aldrei undirbúið kennara fyrir allt sem kemur upp í starfinu. Svein Leó dreymir um að verða sá kennari sem nemendur muna eftir frá skólaárum sínum.

  • Verðum að vera skapandi í öllu sem við gerum

    Lára Stefánsdóttir hefur verið við stjórnvölinn í Menntaskólanum á Tröllaskaga frá því skólinn var settur á laggirnar árið 2010. Í skólanum eru á fjórða hundrað nemendur og þrjátíu starfsmenn. Skólinn hefur þrjú ár í röð verið valinn „stofnun ársins“ og síðastliðið haust var Lára valin skólameistari ársins í könnun sem Félag framhaldsskólakennara gerði meðal félagsmanna.