is / en / dk

Fréttir og tilkynningar

Menntun án aðgreiningar mikilvægasta verkefnið

29. Mars 2017

Ársfundur Kennarasambands Íslands 2017 var settur á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Yfirskrift fundarins er „fagleg forysta kennara og skólastjórnenda“ og eru ársfundarfulltrúar um eitt hundrað talsins. Þórður Árni Hjaltested, formaður KÍ, flutti ávarp við…

Eru skólarnir skapandi?

28. Mars 2017

Er sköpun gert nægilega hátt undir höfði í skólastarfi? Fá nemendur nægilegan tíma og kennslu í skapandi námsgreinum? Er pláss fyrir skapandi starf í skólum landsins? Leitað verður svara við þessum mikilvægu spurningum í Skólanum okkar sem er á dagskrá…

Kennarahúsið lokað vegna ársfundar

28. Mars 2017

Skrifstofa Kennarasambands Íslands verður lokuð miðvikudaginn 29. mars 2017 vegna ársfundar sambandsins. Skrifstofan verður opnuð á nýjan leik klukkan níu á fimmtudagsmorgun.

Óverulegar breytingar á kynjahlutföllum innan KÍ

27. Mars 2017

Konur eru 8.494, eða 81 prósent, félagsmanna Kennarasamband Íslands og karlar 2.050 eða 19 prósent. Þetta kemur fram í Kynjabókhaldi KÍ 2017 sem Jafnréttisnefnd KÍ hefur látið taka saman. Jafnréttisnefnd hefur haldið bókhald yfir kynjahlutföll í KÍ,…

Atlantsolía veitir afslátt – rétt slóð til að sækja um dælulykil

27. Mars 2017

Kennarasamband Íslands (KÍ) ásamt öllum aðildarfélögum hefur gert samning við Atlantsolíu um afsláttarkjör fyrir félagsmenn í KÍ. Félagsmönnum KÍ býðst nú afsláttur sem hér segir: 7 kr. afsláttur á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsolíu. Staðbundin tilboð…

Kennarastarfið og kennaramenntun í Skólanum okkar í kvöld

21. Mars 2017

Fjallað verður um kennaramenntun, stöðu hennar og styrk í næsta þætti Skólans okkar sem verður frumsýndur á Hringbraut klukkan 20.30 í kvöld. Rætt verður um almennt um kennaramenntun og kennarastarfið og um þá staðreynd að alltof fáir velja að leggja kennslu…

KÍ leggst gegn áfengisfrumvarpinu

21. Mars 2017

Kennarasamband Íslands er andvígt frumvarpi um að smásala á áfengi verði sett í hendur einkaaðila og að heimildir til auglýsinga á áfengi verði rýmkakaðar. KÍ leggur fast að Alþingi að samþykkja ekki frumvarpið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn sem…

Verk- og tækninám í Skólanum okkar

14. Mars 2017

Hver er staða verk- og tæknináms í landinu? Fjallað verður um þetta mikilvæga málefni í fimmta þætti Skólans okkar sem verður frumsýndur á Hringbraut klukkan 20.30 í kvöld. Tækniskólinn og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða heimsóttir og meðal annars skoðuð…

Launamiðar komnir í heimabanka - skattframtal 2017 vegna launa 2016

13. Mars 2017

Fyrir neðan eru ábendingar vegna greiðslna úr eftirtöldum endurmenntunarsjóðum KÍ: - Vísindasjóður Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum - Vísindasjóður Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla - Vonarsjóður Félags…

Móðurmálskennarar álykta um PISA

09. Mars 2017

Stjórn Samtaka móðurmálskennara hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Samtök móðurmálskennara styðja að fullu málflutning Eiríks Rögnvaldssonar um Písa-próf OECD sem Menntamálastofnun hefur umsjón með. Málfar prófsins verður að standast kröfur um vandað…

Tónlistin í aðalhlutverki í Skólanum okkar í kvöld

07. Mars 2017

Fjallað verður um fjölbreytt og metnaðarfullt starf tónlistarskólanna í Skólanum okkar, 4. þætti, sem verður sýndur klukkan 20.30 á Hringbraut í kvöld. Í þættinum er farið á æfingu í Söngskólanum í Reykjavík þar sem nemendur setja upp Töfraflautu Mozarts. Þá…

Styrkir til náms í leikskólakennarafræðum

06. Mars 2017

Ákveðið hefur verið að ráða þrjá karlkyns verkefnisstjóra og veita þeim styrk að upphæð 1.000.000 kr. til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017 sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Það eru Samband íslenskra sveitarfélaga,…

Pistlar

Skólavarðan