Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla

Svæðistónleikar NÓTUNNAR fyrir Reykjavík voru haldnir í Salnum í Kópavogi laugardaginn 12. mars 2016. Kynnir á tónleikunum var Valgerður Guðnadóttir, söngkona.

Á svæðistónleikunum fengu tíu framúrskarandi atriði sérstakar viðurkenningar og verðlaunagrip Nótunnar auk þess sem tiltekinn fjöldi atriða var valinn til þátttöku á lokahátíð Nótunnar. Niðurstöður valnefndar má sjá hér.
 

DAGSKRÁ
Kl. 11:00   Tónleikar I - grunnnám, miðnám, opinn flokkur.
Kl. 13:00   Tónleikar II - opinn flokkur, framhaldsnám.
Kl. 15:00   Lokaathöfn - afhending viðurkenningarskjala og verðlaunagripa.
 

VALNEFND

  • Antonia Hevesi, píanóleikari og orgelleikari
  • Unnur Pálsdóttir, fiðluleikari og kennari
  • Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar LHÍ
     

SVÆÐISSTJÓRN

  • Guðbjörg Sigurjónsdóttir, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz
  • María Cederborg, aðstoðarskólastjóri Tónskóla Sigursveins
  • Sigríður Árnadóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Grafarvogi