Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla

Svæðistónleikar NÓTUNNAR fyrir Norður- og Austurland voru haldnir í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 11. mars 2016. Kynnir á tónleikunum var Ívar Helgason, söngvari og leikari.

Á svæðistónleikunum fengu tíu framúrskarandi atriði sérstakar viðurkenningar og verðlaunagrip Nótunnar auk þess sem tiltekinn fjöldi atriða var valinn til þátttöku á lokahátíð Nótunnar. Niðurstöður valnefndar má sjá hér.
 

DAGSKRÁ

Kl. 14:00   Tónleikar I.
Kaffihlé.
Kl. 16:00   Tónleikar II.
Lokaathöfn - afhending viðurkenningarskjala og verðlaunagripa.
 

VALNEFND

  • Hólmfríður Benediktsdóttir, söngkona
  • Stefán Ómar Jakobsson, básúnuleikari
  • Tómast R. Einarsson, hljómlistarmaður
     

SVÆÐISSTJÓRN

  • Una Björg Hjartardóttir, deildarstjóri við Tónlistarskólann á Akureyri
  • Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur
  • Magnús Ólafsson, skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar