Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla

Á lokahátíð Nótunnar 2016 fengu tíu framúrskarandi atriði sérstakar viðurkenningar og verðlaunagrip Nótunnar 2016. Besta atriði hátíðarinnar fékk verðlaun Tónastöðvarinnar „Tóngjafann“ og farandgrip Nótunnar. Hvatningarverðlaun Töfrahurðar voru afhent og sérstök „Pavarotti-verðlaun“ auk þess sem Sinfóníuhljómsveit áhugamanna bauð þremur atriðum að taka þátt í tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar nk. haust í viðurkenningarskyni.

Upplýsingar um verðlaunahafa á lokahátíð Nótunnar 2016 má sjá hér.
 

DAGSKRÁ

 • Kl. 11:30   Tónleikar I (grunn-, miðnám og opinn flokkur), uppákomur í anddyri.
 • Kl. 14:00   Tónleikar II (opinn flokkur, mið- og framhaldsnám), tónlistarflutningur í opnum rýmum.
 • Kl. 16:30   Lokaathöfn, afhending viðurkenninga og flutningur þeirra tíu atriða sem hreppir NÓTUNA 2016.

Kynnir verður Bergþór Pálsson.
 

Milli viðburða bjóða nemendur úr tónlistarskólum landsins upp á lifandi tónlistarflutning í opnu rými Hörpu / Hörpuhorninu.

Með því að smella á þennan texta má sjá þau 26 atriði sem voru valin á fernum svæðistónleikum, dagana 11.-13. mars sl. um land allt, og verða flutt á tvennum tónleikum á sunnudaginn kemur.

Fleiri atriði á Nótunni í ár. Sökum þess að eitt tónlistaratriði, sem komst áfram á lokahátíð Nótunnar, datt upp fyrir vegna anna flytjenda var ákveðið að bæta atriðum inn á lokatónleikana sem næst stæðu og féllu að áherslum og þema Nótunnar þetta árið. Þ.e. atriði sem féllu undir konsertflokkinn og Pavarotti-flokkinn. Atriðin á lokatónleikunum eru því 26 í stað 24.
 

YFIRSTJÓRN NÓTUNNAR

 • Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
 • Dagrún Hjartardóttir, sérfræðingur á skrifstofu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
 • Júlíana Rún Indriðadóttir, Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.
 • Hjörleifur Örn Jónsson, Tónlistarskólinn á Akureyri.
 • Andres Helgason, Tónastöðin.
 • Jón Hrólfur Sigurjónsson, Tónlistarsafn Íslands.
 • Pamela de Sensi, Töfrahurð.
 • Oliver Kentish, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.
   

FRAMKVÆMDASTJÓRN

Í framkvæmdastjórn eru Sigrún Grendal, Dagrún Hjartardóttir, Júlíana Rún Indriðadóttir og Hjörleifur Örn Jónsson.
 

VALNEFND

 • Arndís Björk Ásgeirsdóttir, dagskrárgerðarkona.
 • Gissur Páll Gissurarson, söngvari.
 • Oliver Kentish, tónskáld og formaður valnefndar.