Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla

Sameiginlegir tónleikar tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur - Suðurland og Suðurnes voru haldnir í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, laugardaginn 16. mars. Sjá þátttakendur og verðlaunahafa hér.
 

DAGSKRÁ

Kl. 12:00   Tónleikar - grunn- og miðnám
Kl. 13:45   Tónleikar - mið- og framhaldsnám
Kl. 15:15   Lokaathöfn, afhending viðurkenningarskjala og verðlaunagripa

Kynning var Örlygur Benediktsson.
 

UNDIRBÚNINGSNEFND

  • László Czenek, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
  • Róbert Darling, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga
  • Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs
     

VALNEFND

  • Sigurður I. Snorrason, klarinettuleikari
  • Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari
  • Jónas Sigurðarson, stórpoppari