Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla

Lokatónleikar Nótunnar fóru fram í Langholtskirkju í Reykjavík laugardaginn 26. mars 2011.

Á lokahátíðinni voru flutt 25 tónlistaratriði sem valin voru úr hópi atriða sem hlutu viðurkenningar á svæðisbundnum tónleikum hátíðarinnar. Frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum komu 15 atriði, frá Vesturlandi, Vestfjörðum og Vestur Húnavatnssýslu komu 3 atriði og frá Norður- og Austurlandi komu 7 atriði. Sjá má lista yfir þátttakendur hér en verðlaunahafar eru fyrir neðan.
 

DAGSKRÁ

Kl. 11:30   Tónleikar I (grunn- og miðnám)
Kl. 13:00   Tónleikar II (mið- og framhaldsnám)
Kl. 15:00   Lokaathöfn
 

YFIRSTJÓRN

  • Fulltrúar frá STS:  Hjörleifur Örn Jónsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Össur Geirsson
  • Fulltrúar frá FÍH:  Sigurður Flosason, Snorri Örn Snorrason
  • Fulltrúar frá FT:  Árni Sigurbjarnarson, Sigrún Grendal

Formaður yfirstjórnar er Sigrún Grendal.
 

ÞRIGGJA MANNA FRAMKVÆMDASTJÓRN

Sigrún Grendal, Össur Geirsson og Sigurður Flosason.
 

VALNEFND

  • Halldór Haraldsson, píanóleikari
  • Þórir Baldursson, tónskáld
  • Mist Barbara Þorkelsdóttir, deildarforseti tónlistardeildar LHÍ