Jóhanna Brynja Ruminy og Jóhann Örn Thorarensen, fiðlunemar við Tónskóla Sigursveins hlutu útnefninguna Besta atriði Nótunnar 2016 fyrir flutning á verkinu Navarra fyrir tvær fiðlur og hljómsveit eftir Pablo Sarasate. Meðleikari á píanó var Anna Málfríður Sigurðardóttir.
  Myndir frá lokahátíð Nótunnar 2016 má sjá á  og myndir frá afhendingu verðlauna- og viðurkenninga á .   ÞRJÚ ATRIÐI Í GRUNNNÁMI HREPPTU NÓTUNA 2016 FJÖGUR ATRIÐI Í MIÐNÁMI HREPPTU NÓTUNA 2016 ÞRJÚ ATRIÐI Í FRAMHALDSNÁMI HREPPTU NÓTUNA 2016  
Tónlistarnemendur af öllu landinu, á öllum aldri og á öllum stigum tónlistarnámsins komu fram og léku listir sínar á lokahátíð Nótunnar 2016 sem haldin var í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 10. apríl. Það er óhætt að segja að ferskir vindar hafi leikið um Eldborg þar sem Nót-ungar frá öllum landshornum tóku stóra sviðið með trompi eins og enginn væri morgundagurinn. Sólargeislar lýstu upp umhverfið - og framtíðin var björt. Menning og listastarf barna og ungmenna, einnar dýrmætustu auðlind þjóðarinnar, er undirstaða heilbrigðar framtíðar sem okkur ber skylda að leggja rækt við. Yfirstjórn Nótunnar þakkar ÖLLUM sem lögðu hönd á plóg við að gera Nótuna 2016 mögulega - á öllum stigum ferlisins. Hjartans þakkir og til hamingju með...
Á lokahátíð Nótunnar 2016 fengu tíu framúrskarandi atriði sérstakar viðurkenningar og verðlaunagrip Nótunnar 2016. Besta atriði hátíðarinnar fékk verðlaun Tónastöðvarinnar „Tóngjafann“ og farandgrip Nótunnar. Hvatningarverðlaun Töfrahurðar voru afhent og sérstök „Pavarotti-verðlaun“ auk þess sem Sinfóníuhljómsveit áhugamanna bauð þremur atriðum að taka þátt í tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar nk. haust í viðurkenningarskyni. Upplýsingar um verðlaunahafa á lokahátíð Nótunnar 2016 má sjá .   DAGSKRÁ Kl. 11:30   Tónleikar I (grunn-, miðnám og opinn flokkur), uppákomur í anddyri. Kl. 14:00   Tónleikar II (opinn flokkur, mið- og framhaldsnám), tónlistarflutningur í opnum rýmum. Kl. 16:30   Lokaathöfn, afhending...
Skipulag og grunnhugsun uppskeruhátíðarinnar byggir á því að þátttakendur séu frá öllu landinu, á öllum aldri og á öllum stigum tónlistarnámsins - að hátíðin endurspegli hin ólíku viðfangsefni tónlistarnemenda og það fjölbreytta starf sem fram fer innan tónlistarskóla.   Uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram í þremur hlutum: 1.  Fyrsti hluti NÓTUNNAR fer fram inn í einstökum tónlistarskólum Í fyrsta hluta uppskeruhátíðar tónlistarskóla sem fram fer inn í einstökum tónlistarskólum á sér stað forval / tilnefningar á atriðum til þátttöku á svæðistónleikum hátíðarinnar. Uppskeruhátíð einstakra skóla getur farið fram með ólíku sniði og umgjörðin getur verið mismunandi á milli ára. Fyrirkomulag og framkvæmd er ákvörðun hvers skól...
NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni tónlistarskólakerfisins, „grasrótar tónlistarsköpunar“ á Íslandi.   MARKMIÐ NÓTUNNAR Markmið Nótunnar ná allt frá því að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar til þess að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu.   Gagnvart tónlistarnemendum: Að bjóða upp á faglega hvetjandi vettvang fyrir tónlistarnemendur á öllum aldri, út um allt land, að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri til að flytja tónlist og hlýða á aðra við metnaðarfullar aðstæður, að hvetja tónlistarnemendur til dáða með því að veita þeim viðurkenningu fyrir afrakstur vinnu sinnar og frammistöðu.   Gagnvart samfélaginu í víðu samhengi: Að efla vitund um mik...
Í haust hefur verið unnið að því að setja upp nýja síðu fyrir Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskóla og er þetta afraksturinn. Enn er unnið að því að koma síðunni upp og vantar t.d. ennþá upplýsingar um Nótuna 2014 og 2015.