Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla
11. Apríl 2019


Lokahátíð Nótunnar uppskeruhátíðar tónlistarskóla fór fram með pomp og prakt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 6. apríl en þetta var í fyrsta skipti í tíu ára sögu Nótunnar sem lokahátíðin var haldin utan Reykjavíkur. Þau tuttugu og fjögur atriði sem flutt voru á tvennum tónleikum í Hamraborg voru hvert öðru glæsilegra og uppskeran gróskumikil eftir því.
 

EFTIRTALIN ATRIÐI HREPPTU SÉRSTAKAR VIÐURKENNINGAR Á LOKAHÁTÍÐ NÓTUNNAR 2019

Útnefninguna besta atriði Nótunnar 2019 hlaut:

Baldur Þórarinsson, átta ára sellónemandi í grunnnámi við Tónskóla Sigursveins. Baldur er jafnframt yngsti tónlistarnemandinn sem hefur fengið þessa útnefningu Nótunnar. Heiðurstitlinum fylgdi farandgripur Nótunnar auk þess sem atriðið fékk gjafabréf frá Tónastöðinni.
 

Viðurkenningu í formi þátttöku á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna á næsta starfsári hlutu:

  • Eyrún Huld Ingvarsdóttir, ellefu ára fiðlunemandi í miðnámi við Tónlistarskóla Árnesinga.
  • Þórunn Sveinsdóttir, ellefu ára fiðlunemandi í miðnámi við Allegro Suzukitónlistarskólann.
     

NIÐURSTÖÐUR VALNEFNDAR MÁ SJÁ HÉR
 

Öllum sem tóku þátt og komu að Nótunni 2019 með einum eða öðrum hætti er þakkað fyrir að gera hátíðina mögulega.