Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla
22. Mars 2019

Þrennir svæðistónleikar Nótunnar fara fram um helgina en svæðistónleikar fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes fóru fram um síðustu helgi.

Á morgun laugardag eru svæðistónleikar á Eskifirði fyrir Norður- og Austurland og í Borgarnesi fyrir Vesturland og Vestfirði.

Á sunnudaginn eru svo svæðistónleikar í Salnum í Kópavogi fyrir tónlistarskóla í Reykjavík.

Efnisskrár og upplýsingar um tímasetningar tónleika má finna á vefsvæði Nótunnar, ki.is/notan.