Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla
07. Mars 2018

Lokahátíð Nótunnar 2018 fór fram sunnudaginn 4. mars sl. í Eldborgarsal Hörpu. Á lokahátíðinni fengu tvo atriði viðurkenningu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og 10 atriði verðlaunagrip Nótunnar 2018 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Þessa aðila ásamt þeim flytjanda sem fékk útnefninguna Besta atriði Nótunnar 2018 má sjá fyrir neðan.


BESTA ATRIÐI NÓTUNNAR 2018

Útnefninguna besta atriði Nótunnar 2018 fékk Pétur Ernir Svavarsson, píanónemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir útsetningu sína á lögum úr söngleiknum Wicked sem hann lék ásamt Kristínu Hörpu Jónsdóttur á tvö píanó á hátíðinni. Heiðurstitlinum Besta atriði Nótunnar 2018 fylgdi farandgripur Nótunnar og gjafabréf frá Tónastöðinni.
 

VIÐURKENNING SINFONÍUHLJÓMSVEITAR ÁHUGAMANNA

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna verðlaunaði tvo flytjendur á lokahátíðinni fyrir framúrskarandi flutning með boði um að taka þátt í tónleikum hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Þar urðu fyrir valinu þau Bjargey Birgisdóttir, fiðluleikari, og Jón Ísak Ragnarsson, gítarleikari frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

 

Á lokaathöfn hátíðarinnar voru þrjú atriði endurflutt og urðu þar fyrir valinu, auk Besta atriðis Nótunnar 2018, systkini frá Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, Theódór Helgi Kristinsson (píanó) og Katla Kristín Kristinsdóttir (söngur) sem fluttu útsetningu Theódórs á laginu Líttu sérhvert sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason, og band frá Tónlistarskólanum í Garði, sem var skipað þeim Alexander Franzsyni á trommur, Helga Líndal Elíassyni á rafgítar, Hólmar Inga Sigurgeirssyni á rafgítar og Magnúsi Fannar Birgissyni á rafbassa, en bandið flutti lagið Watermelon Man eftir Herbie Hancock.

Alls tíu atriði fengu verðlaunagrip Nótunnar 2018 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Niðurstöður valnefndar í heild má sjá HÉR.

 

Yfirstjórn Nótunnar þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg við að gera Nótuna 2018 mögulega.
Hjartans þakkir og til hamingju með frábæra uppskeru!