Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla
05. Janúar 2018

Nú styttist í fyrstu svæðistónleika Nótunnar 2018. Þetta er níunda árið sem uppskeruhátíð tónlistarskóla er haldin og fara svæðistónleikar hátíðarinnar fram sem hér segir:

Norður- og Austurland
Föstudaginn 9. febrúar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Kraginn, Suðurland og Suðurnes
Laugardaginn 17. febrúar í Salnum í Kópavogi.

Vesturland og Vestfirðir
Laugardaginn 24. febrúar í Hömrum í Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Reykjavík
Laugardaginn 24. febrúar í Guðríðarkirkju í Grafarholti.

Lokahátíð Nótunnar verður haldin í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4. mars 2018.