Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla
04. Maí 2017

Þrátt fyrir að skammt sé frá því að Nótunni 2017 lauk þá er vinna við undirbúning hátíðarinnar á næsta ári þegar hafin.

Fyrsti liður í skipulagningunni er að ákveða dagsetningar fyrir svæðistónleika en þeir fara almennt fram helgina 17.-18. febrúar 2018 nema annað sé ákveðið. Þá verður lokahátíðin haldin 4. mars 2018 í Eldborg.
 

 • Vesturland - Vestfirðir
  17. eða 18. febrúar 2018.
 • Norður- og Austurland
  Laugardaginn 10. febrúar 2018.
 • Suðurland, Suðurnes og Kraginn
  17. eða 18. febrúar 2018.
 • Reykjavík
  Laugardaginn 24. febrúar 2018.

Frekari upplýsingar um hátíðarhöldin á næsta ári verða sett hér inn á síðuna um leið og þær liggja fyrir.