Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla
19. Maí 2016

 

Myndir frá lokahátíð Nótunnar 2016 má sjá á Facebook síðu Nótunnar og myndir frá afhendingu verðlauna- og viðurkenninga á lokahátíð hér.
 

ÞRJÚ ATRIÐI Í GRUNNNÁMI HREPPTU NÓTUNA 2016

1. Anya Hrund Shaddock píanónemandi og Anton Unnar Steinsson trommunemandi við Tónlistarskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar.
Þau fluttu verkið My Favorite Things eftir Rodgers/Hammerstein í eigin útsetningu.
2. Birkir Blær Óðinsson frá Tónlistarskólanum á Akureyri lék á gítar og söng.
Verkið sem hann flutti heitir I see Fire eftir Ed Sheeran.
3. Brynhildur Erla Finnbjörnsdóttir, tíu ára þverflautunemandi við Tónlistarskóla Kópavogs.
Hún flutti verkið Karnival í Feneyjum, stef og tilbrigði eftir Paul Genin. Árni Harðarson lék með á píanó.
   

FJÖGUR ATRIÐI Í MIÐNÁMI HREPPTU NÓTUNA 2016

4. Ásta Dóra Finnsdóttir 9 ára og Anaís Bergsdóttir 11 ára, píanónemendur við Allegro Suzukitónlistarskólann.
Þær léku fjórhent á píanó Ungverskan dans nr. 2 eftir Johannes Brahms.
5. Klara Margrét Ívarsdóttir 12 ára píanónemandi við Tónlistarskóla Kópavogs.
Klara flutti 1. kafla í píanókonsert í D-dúr eftir Joseph Haydn. Meðleikari á píanó var Birna Hallgrímsdóttir.
6. Styrmir Þeyr Traustason píanónemandi við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
Hann flutti verkið All of me eftir Jon Schmidt í útsetningu The piano guys.
7. Oliver Rähni 13 ára píanónemandi við Tónlistarskóla Bolungarvíkur.
Oliver flutti frumsamið verk sem ber heitið Píanókonsert fyrir einleikspíanó.
   

ÞRJÚ ATRIÐI Í FRAMHALDSNÁMI HREPPTU NÓTUNA 2016

8. Jóhanna Brynja Ruminy og Jóhann Örn Thorarensen fiðlunemendur við Tónskóla Sigursveins.
Þau fluttu verkið Navarra fyrir tvær fiðlur og hljómsveit eftir Pablo Sarasate.
Meðleikari á píanó var Anna Málfríður Sigurðardóttir.
9. Kristín Harpa Jónsdóttir og Pétur Ernir Svavarsson píanónemendur við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Um þeirra fingur fór Harry Potter svíta fyrir tvö píanó eftir John Williams í þeirra eigin útsetningu.
10. Stórsveit Tónlistarskóla FÍH.
Verkið sem stórsveitin flutti heitir Us eftir Thad Jones.
Stjórnandi var Snorri Sigurðarson.