Lokahátíð Nótunnar 2018 fór fram sunnudaginn 4. mars sl. í Eldborgarsal Hörpu. Á lokahátíðinni fengu tvo atriði viðurkenningu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og 10 atriði verðlaunagrip Nótunnar 2018 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Þessa aðila ásamt þeim flytjanda sem fékk útnefninguna Besta atriði Nótunnar 2018 má sjá fyrir neðan. BESTA ATRIÐI NÓTUNNAR 2018 Útnefninguna besta atriði Nótunnar 2018 fékk Pétur Ernir Svavarsson, píanónemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir útsetningu sína á lögum úr söngleiknum Wicked sem hann lék ásamt Kristínu Hörpu Jónsdóttur á tvö píanó á hátíðinni. Heiðurstitlinum Besta atriði Nótunnar 2018 fylgdi farandgripur Nótunnar og gjafabréf frá Tónastöðinni.   VIÐURKENNING SINFONÍUHL...
Lokahátíð Nótunnar verður haldin með pomp og prakt á sunnudaginn kemur í Eldborgarsal Hörpu. Á efnisskrá tvennra tónleika eru 24 tónlistaratriði sem hafa verið valin á svæðistónleikum Nótunnar út um land. Á lokaathöfn kl. 16:30 verða veittar viðurkenningar og valnefnd útnefnir besta atriði Nótunnar 2018. Efnisskráin gefur fyrirheit um góða uppskeru og skemmtun - allir velkomnir í Hörpu!   Dagskrá lokahátíðar: Kl. 12:00   Tónleikar I. Kl. 14:00   Tónleikar II. Kl. 16:30   Lokaathöfn, afhending viðurkenninga og verðlaunagripa. Ávarp: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Kynnir: Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Svæðistónleikar Nótunnar fyrir kragann, Suðurland og Suðurnes fóru fram 17. febrúar sl. í Salnum í Kópavogi. Niðurstöður valnefndar má sjá hér að neðan en tíu atriði fengu verðlaunagrip Nótunnar og sérstakar viðurkenningar. Þá hrepptu sjö atriði af þessu svæði þátttökurétt á lokahátíð Nótunnar 2018 sem fer fram í Hörpu þann 4. mars nk. .      
Niðurstöður valnefndar á svæðistónleikum Nótunnar á Norður- og Austurlandi má sjá hér að neðan. Tíu atriði fengu verðlaunagrip Nótunnar og sérstakar viðurkenningar. Þá hrepptu sjö atriði af þessu svæði þátttökurétt á lokahátíð Nótunnar 2018 sem fer fram í Hörpu þann 4. mars nk. .  
Norður- og Austurland ríða á vaðið í dag, þann 9. febrúar, með fyrstu svæðistónleika Nótunnar 2018. Níu tónlistarskólar taka þátt að þessu sinni og er efnisskráin fjölbreytt að vanda og lofar góðri uppskeru! .  
Nú styttist í fyrstu svæðistónleika Nótunnar 2018. Þetta er níunda árið sem uppskeruhátíð tónlistarskóla er haldin og fara svæðistónleikar hátíðarinnar fram sem hér segir: Norður- og Austurland Föstudaginn 9. febrúar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Kraginn, Suðurland og Suðurnes Laugardaginn 17. febrúar í Salnum í Kópavogi. Vesturland og Vestfirðir Laugardaginn 24. febrúar í Hömrum í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Reykjavík Laugardaginn 24. febrúar í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Lokahátíð Nótunnar verður haldin í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4. mars 2018.  
Þrátt fyrir að skammt sé frá því að Nótunni 2017 lauk þá er vinna við undirbúning hátíðarinnar á næsta ári þegar hafin. Fyrsti liður í skipulagningunni er að ákveða dagsetningar fyrir svæðistónleika en þeir fara almennt fram helgina 17.-18. febrúar 2018 nema annað sé ákveðið. Þá verður lokahátíðin haldin 4. mars 2018 í Eldborg.   Vesturland - Vestfirðir 17. eða 18. febrúar 2018. Norður- og Austurland Laugardaginn 10. febrúar 2018. Suðurland, Suðurnes og Kraginn 17. eða 18. febrúar 2018. Reykjavík Laugardaginn 24. febrúar 2018. Frekari upplýsingar um hátíðarhöldin á næsta ári verða sett hér inn á síðuna um leið og þær liggja fyrir.   
Eftirtalin atriði fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning á lokahátíð Nótunnar 2017:  
Lokahátíð NÓTUNNAR 2017 fer fram sunnudaginn 2. apríl í Eldborgarsal Hörpu. Á lokahátíðinni fá tíu framúrskarandi atriði sérstakar viðurkenningar og verðlaunagrip Nótunnar 2017. Kynnir á lokahátíðinni verður Valgerður Guðnadóttir söngkona. .   DAGSKRÁ Kl. 12:00   Tónleikar I. Kl. 14:00   Tónleikar II. Kl. 16:30   Lokaathöfn, afhending viðurkenninga og flutningur þess atriðis sem hreppir NÓTUNA 2017.   YFIRSTJÓRN NÓTUNNAR Dagrún Hjartardóttir, starfandi formaður FT.  Júlíana Rún Indriðadóttir (STS).  Sigríður Aðalsteinsdóttir (FT).  Theódóra Þorsteinsdóttir (STS).  Oliver Kentish, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.  Jón Hrólfur Sigurjónsson, sérlegur ráðgjafi.  Andrés Helgason, T...