Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Að því tilefni verður Nótan í sérstökum hátíðarbúningi þar sem öllum tónlistarskólum verður boðið að senda tónlistaratriði á allsherjar uppskeruhátíð í Hörpu þann 29. mars 2020. Yfirstjórn þykir við hæfi að sem flestir fagni þessum tímamótum og því er þemað að þessu sinni: hljómsveitir eða hópatriði. Gert er ráð fyrir að hámarks tímalengd atriða verði fimm mínútur og að smærri skólar geti sent eitt atriði en stærri skólar tvö. Einungis er hægt að gera ráð fyrir að eitt atriði frá hverjum skóla geti komið fram í Eldborgarsal Hörpu en þar sem um væri að ræða tvö atriði frá skóla myndi annað atriðið verða flutt í Hörpuhorninu. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ...
Lokahátíð Nótunnar uppskeruhátíðar tónlistarskóla fór fram með pomp og prakt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 6. apríl en þetta var í fyrsta skipti í tíu ára sögu Nótunnar sem lokahátíðin var haldin utan Reykjavíkur. Þau tuttugu og fjögur atriði sem flutt voru á tvennum tónleikum í Hamraborg voru hvert öðru glæsilegra og uppskeran gróskumikil eftir því.   EFTIRTALIN ATRIÐI HREPPTU SÉRSTAKAR VIÐURKENNINGAR Á LOKAHÁTÍÐ NÓTUNNAR 2019 Útnefninguna besta atriði Nótunnar 2019 hlaut: Baldur Þórarinsson, átta ára sellónemandi í grunnnámi við Tónskóla Sigursveins. Baldur er jafnframt yngsti tónlistarnemandinn sem hefur fengið þessa útnefningu Nótunnar. Heiðurstitlinum fylgdi farandgripur Nótunnar auk þess sem atriði...
Undirbúningur vegna lokahátíðar Nótunnar sem fram fer í Menningarhúsinu Hofi nk. laugardag er í fullum gangi og mikil eftirvænting í loftinu. Tuttugu og fjögur tónlistaratriði frá fernum svæðistónleikum Nótunnar verða flutt á tvennum tónleikum lokahátíðarinnar kl. 12 og 14 þar sem um sjötíu tónlistarnemendur munu stíga á stokk. Lokaathöfn hefst kl. 16:30 þar sem veittar verða viðurkenningar. Allir tónlistarnemendurnir fá viðurkenningu fyrir þátttöku en auk þess munu tíu framúrskarandi tónlistaratriði hreppa verðlaunagrip Nótunnar 2019. Valnefnd velur besta atriði hátíðarinnar sem fær farandgrip Nótunnar og gjafabréf frá Tónastöðinni í viðurkenningarskyni. Þá býður Sinfóníuhljómsveit áhugamanna framúrskarandi atriði/atriðum að...
Þrennir svæðistónleikar Nótunnar fara fram um helgina en svæðistónleikar fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes fóru fram um síðustu helgi. Á morgun laugardag eru svæðistónleikar á Eskifirði fyrir Norður- og Austurland og í Borgarnesi fyrir Vesturland og Vestfirði. Á sunnudaginn eru svo svæðistónleikar í Salnum í Kópavogi fyrir tónlistarskóla í Reykjavík. Efnisskrár og upplýsingar um tímasetningar tónleika má finna á vefsvæði Nótunnar, ki.is/notan.
Lokahátíð Nótunnar 2018 fór fram sunnudaginn 4. mars sl. í Eldborgarsal Hörpu. Á lokahátíðinni fengu tvo atriði viðurkenningu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og 10 atriði verðlaunagrip Nótunnar 2018 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Þessa aðila ásamt þeim flytjanda sem fékk útnefninguna Besta atriði Nótunnar 2018 má sjá fyrir neðan. BESTA ATRIÐI NÓTUNNAR 2018 Útnefninguna besta atriði Nótunnar 2018 fékk Pétur Ernir Svavarsson, píanónemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir útsetningu sína á lögum úr söngleiknum Wicked sem hann lék ásamt Kristínu Hörpu Jónsdóttur á tvö píanó á hátíðinni. Heiðurstitlinum Besta atriði Nótunnar 2018 fylgdi farandgripur Nótunnar og gjafabréf frá Tónastöðinni.   VIÐURKENNING SINFONÍUHL...
Lokahátíð Nótunnar verður haldin með pomp og prakt á sunnudaginn kemur í Eldborgarsal Hörpu. Á efnisskrá tvennra tónleika eru 24 tónlistaratriði sem hafa verið valin á svæðistónleikum Nótunnar út um land. Á lokaathöfn kl. 16:30 verða veittar viðurkenningar og valnefnd útnefnir besta atriði Nótunnar 2018. Efnisskráin gefur fyrirheit um góða uppskeru og skemmtun - allir velkomnir í Hörpu!   Dagskrá lokahátíðar: Kl. 12:00   Tónleikar I. Kl. 14:00   Tónleikar II. Kl. 16:30   Lokaathöfn, afhending viðurkenninga og verðlaunagripa. Ávarp: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Kynnir: Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Svæðistónleikar Nótunnar fyrir kragann, Suðurland og Suðurnes fóru fram 17. febrúar sl. í Salnum í Kópavogi. Niðurstöður valnefndar má sjá hér að neðan en tíu atriði fengu verðlaunagrip Nótunnar og sérstakar viðurkenningar. Þá hrepptu sjö atriði af þessu svæði þátttökurétt á lokahátíð Nótunnar 2018 sem fer fram í Hörpu þann 4. mars nk. .      
Niðurstöður valnefndar á svæðistónleikum Nótunnar á Norður- og Austurlandi má sjá hér að neðan. Tíu atriði fengu verðlaunagrip Nótunnar og sérstakar viðurkenningar. Þá hrepptu sjö atriði af þessu svæði þátttökurétt á lokahátíð Nótunnar 2018 sem fer fram í Hörpu þann 4. mars nk. .  
Norður- og Austurland ríða á vaðið í dag, þann 9. febrúar, með fyrstu svæðistónleika Nótunnar 2018. Níu tónlistarskólar taka þátt að þessu sinni og er efnisskráin fjölbreytt að vanda og lofar góðri uppskeru! .