Kennarafélag Vestmannaeyja


1. grein
Félagið heitir Kennarafélag Vestmannaeyja. Félagssvæði þess er Vestmannaeyjar. Félagið er aðili að Félagi grunnskólakennara (FG) í Kennarasambandi Íslands (KÍ) og gilda lög KÍ um starfsemi félagsins.

2. grein
Hlutverk félagsin er að:

a.  Efla samvinnu og samstöðu félagsmanna sinna.
b.  Gæta hagsmuna félagsmanna hvað varðar kjör, störf og starfsskilyrði.
c.  Vinna að endurmenntun kennara.
d.  Stuðla að þróun í uppeldis- og skólamálum.
e.  Vinna að kröfugerð fyrir kjarasamninga í samvinnu við FG og KÍ.

3. grein
Rétt til að vera félagar í Kennarafélagi Vestmannaeyja hafa:

a.  Allir þeir félagar í FG á félagssvæðinu sem starfa við kennslu eða ráðgjöf í grunnskólum og FG/KÍ semur fyrir samkvæmt lögum nr. 96/1986.

b.  Aðrir þeir sem vinna uppeldis- og kennslutengd störf við stofnanir sem þjóna grunnskólum og / eða þiggja laun sem miðuð eru við kjarasamning FG / KÍ.

c.  Þeir félagar sem hætt hafa störfum vegna aldurs eða vanheilsu.

4. grein
Úrsögn úr KV skal vera skrifleg.

5. grein
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.

Störf aðalfundar:

a.  Skýrsla stjórnar lögð fram til samþykktar.
b.  Reiknngar félagsins lagðir fram til samþykktar.
c.  Lagabreytingar.
d.  Tillögur að nýrri stjórn lagðar fram.
e.  Stjórnarkjör.
f.  Tveir skoðunarmenn reikninga kjörnir.
g.  Fulltrúi kjörinn í skólamálaráð. Einnig skal kjósa varamann.
h.  Kosið í nefndir.
i.  Önnur mál.

6. grein
Á aðalfundi er kjörin fimm manna stjórn og tveir til vara.

Formaður er kosinn sérstaklega.

Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi.

a.  Nýr formaður er kjörinn til tveggja ára og eftir það endurkjörinn til eins árs í senn.
b.  Kjörtímabil annarra stjórnarmanna er tvö ár.
c.  Kosning skal vera leynileg ef þess er óskað.

7. grein
Trúnaðarmenn KÍ skulu kjörnir á almennum kennarafundi í upphafi skólaárs til tveggja ára, einn í Barnaskóla og annar í Hamarsskóla. Sama gildir um kjör varatrúnaðarmanna.

8. grein
Reikningsár félagsins miðast við aðalfund hvert ár.

9. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum skulu kynntar félagsmönnum með aðalfundarboði a.m.k. tveimur vikum fyrir fundinn. Lagabreytingar eru löglega samþykktar ef 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna samþykkja þær.

10. grein
Lög þessi öðlast gildi nú þegar.

Samþykkt á aðalfundi KV 25. september 2008.