Félagsgjöld til Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (nr. 621) eru 1,4% af föstum mánaðarlaunum í dagvinnu. (Breytingin tók gildi 1. maí 2014).
Sjóðagjöld launagreiðenda innheimt af KÍ:
* Í kjarasamningi FT, undirritaður 25. nóvember 2014, var samið um nýtt mótframlag launagreiðenda: 0,1% iðgjald af heildarlaunum í Menntunar- og fræðslusjóð.
Kennarasamband Íslands (KÍ) hefur sett á stofn innheimtumiðstöð sem nefnist Bókunar- og innheimtumiðstöð KÍ (BIK). Hlutverk hennar er að taka við greiðslum vegna félags- og iðgjalda í orlofssjóð, starfsmenntunarsjóð, sjúkrasjóð og vísindasjóð. Bankareikningur fyrir þessar skilagreinar verður aðeins einn, þ.e. 0516-26-456 og kennitala 501299-3329, eins og verið hefur.
Vakin er sérstök athygli á að eftirtalin launakerfi geta sent skilagreinar rafrænt: TOK, Stólpi, H-laun og DK.
Skilagreinar berist á rafrænu formi samkvæmt eftirfarandi:
XML skjal á vefþjónustu https://secure.ki.is/Payment/AddFundPayments.aspx.
SAL færslu í tölvupósti á netfangið skbik@ki.is.
Excel skjal í tölvupósti á netfangið kiskilagreinar@islandsbanki.is.
Pappír, á heimilisfangið: Íslandsbanki, KÍ (BIK), Hagasmára 3, 201 Kópavogi.