is / en / dk

 

 

Launatöflur

LAUNATAFLA A-5
Leikskólakennarar
Gildir frá 1. mars 2017 til 31. maí 2018
Starfsheiti Menntunarkröfur Lfl. Laun
Aðstoðarleikskólakennari IV 226 368.942
Aðstoðarleikskólakennari með sérkennslu/ verkefnastjórn/sérgreinastjórn IV 227 378.414
Aðstoðarleikskólakennari með deildarstjórn IV 228 388.165
Háskólamenntaður starfsmaður með B.ed. próf í leikskólakennarafræðum II 228 388.165
Háskólamenntaður sérkennari / verkefnastjóri / sérgreinastjóri með B.ed í
leikskólakennarafræðum/aðstoðarleikskólakennari með sérkennslustjórn
II 229 398.214
Háskólamenntaður deildarstjóri með B.ed. próf í leikskólakennarafræðum II 230 408.565
Háskólamenntaður sérkennslustjóri / deildarstjóri
staðgengill leikskólastjóra með B.ed í leikskólakennarafræðum
II 231 419.223
    232 430.201
Leikskólakennari I 233 441.507
Leikskólasérkennari / Leikskólakennari, umsjón með þjálfun í grunnskóla /
Verkefnastjóri / Sérgreinastjóri / Leikskólakennari með umsjón heilsdagsskóla
(allt að 60 nemendur)
I 234 453.156
Deildarstjóri / Leikskólakennari með umsjón heilsdagsskóla (fleiri en 60 nemendur) I 235 465.154
Sérkennslustjóri / Deildarstjóri staðgengill leikskólastjóra I 236 477.509
    237 490.238 
    238 503.345
    239 516.846
    240 530.754
    241 545.081
    242 559.832
    243 575.030
    244 590.684
    245 606.806
    246 623.414
    247 640.517
    248 658.134
    249 676.280
    250 694.969

LAUNATAFLA B-3
Háskólamenntaðir starfsmenn
Gildir frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018
Starfsheiti og menntunarkröfur Lfl. <34 ára frá 35 ára frá 40 ára
  103 314.369 322.185 330.239
  104 318.277 326.212 334.384
  105 322.243 330.297 338.592
  106 326.271 334.444 342.864
  107 330.359 338.655 347.200
  108 334.508 342.926 351.601
  109 338.717 347.262 356.066
  110 342.988 351.665 360.601
Háskólamenntaður starfsmaður B (III) 111 347.328 356.132 365.201
  112 351.730 360.667 369.873
Háskólamenntaður starfsmaður A (II) / sérkennari B (III)  113 356.200 365.270 374.614
  114 360.735 369.941 379.423
Háskólamenntaður sérkennari A (II) 115 365.337 374.683 384.642
  116 370.011 379.496 389.982
  117 374.753 384.721 395.402
Háskólamenntaður deildarstjóri B / verkefnastjóri B /
sérgreinastjóri B (III)
118 379.567 390.063 400.900
  119 384.799 395.482 406.484
Háskólamenntaður deildarstjóri A / verkefnastjóri A /
sérgreinastjóri A (II) / Sérkennslustjóri B (III)
120 390.140 400.983 412.151
  121 395.562 406.567 417.903
Háskólamenntaður sérkennslustjóri A (II) 122 401.066 412.236 423.741
  123 406.650 417.988 429.667
  124 412.318 423.827 435.682
  125 418.075 429.755 441.787
  126 423.913 435.770 447.980
  127 429.843 441.876 454.271
  128 435.859 448.073 460.655
  129 441.968 454.364 467.133
  130 448.163 460.748 473.711
  131 454.457 467.231 480.385
  132 460.844 473.807 487.160
  133 467.325 480.483 494.038
  134 473.904 487.260 501.018
  135 480.583 494.137 508.102
 
 

Leikskólakennarar:

Leikskólakennarar taka laun samkvæmt launatöflu A-5
 
Starfsheiti Menntunar-
kröfur
Lfl.
Aðstoðarleikskólakennari IV 226
Aðstoðarleikskólakennari með sérkennslu / verkefnastjórn /sérgreinastjórn IV 227
Aðstoðarleikskólakennari með deildarstjórn IV 228
Háskólamenntaður starfsmaður með B.ed. próf í leikskólakennarafræðum II 228
Aðstoðarleikskólakennari með sérkennslustjórn IV 229
Háskólamenntaður sérkennari með B.ed í leikskólakennarafræðum II 229
Háskólamenntaður verkefnastjóri með B.ed í leikskólakennarafræðum II 229
Háskólamenntaður sérgreinastjóri með B.ed í leikskólakennarafræðum II 229
Háskólamenntaður deildarstjóri með B.ed. próf í leikskólakennarafræðum II 230
Háskólamenntaður sérkennslustjóri með B.ed í leikskólakennarafræðum II 231
Háskólamenntaður deildarstjóri staðgengill leikskólastjóra með B.ed í
leikskólakennarafræðum
II 231
Leikskólakennari I 233
Leikskólasérkennari / Leikskólakennari, umsjón með þjálfun í grunnskóla /
Verkefnastjóri / Sérgreinastjóri / Leikskólakennari með umsjón heilsdagsskóla
(allt að 60 nemendur)
I 234
Deildarstjóri / Leikskólakennari með umsjón heilsdagsskóla (fleiri en 60 nemendur) I 235
Sérkennslustjóri /Deildarstjóri staðgengill leikskólastjóra I 236

Aðrir háskólamenntaðir starfsmenn leikskóla

Leiðbeinendur í leikskóla taka laun samkvæmt launatöflu 3-B
 

Starfsheiti
Menntunar-
kröfur

Lfl.
Háskólamenntaður starfsmaður B III 111
Háskólamenntaður starfsmaður A II 113
Háskólamenntaður sérkennari B III 113
Háskólamenntaður sérkennari A II 115
Háskólamenntaður deildarstjóri B / verkefnastjóri B / sérgreinastjóri B  III 118
Háskólamenntaður deildarstjóri A / verkefnastjóri A / sérgreinastjóri A II 120
Háskólamenntaður sérkennslustjóri B III 120
Háskólamenntaður sérkennslustjóri A II 122
 
 

Kröfur um menntun / réttindi  
Leyfisbréf leikskólakennara , sbr. lög nr. 87/2008, II. kafli, 3. grein I
BEd, BA í uppeldisgreinum, öðrum en leikskólakennarafræðum eða leyfisbréf til kennslu í grunn- eða framhaldsskóla. Bed í leikskóla- eða grunnskólakennarafræðum frá 2012 eða síðar og hafa ekki leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi II
BA, BS í öðrum greinum III
Dipl. (120 ECTS eininga) nám í leikskólakennarafræðum frá viðurkenndum háskóla / Eldra Dipl. (90 ECTS eininga) nám í leikskólakennarafræðum frá viðurkenndum háskóla IV
 

 

 

 

Starfslýsingar

Starfslýsingar samkvæmt kjarasamningi FL og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Næsti yfirmaður: Deildarstjóri

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni: Uppeldi og menntun: Tekur þátt í uppeldi og menntun barnanna eftir því skipulagi sem yfirmaður ákveður.

Stjórnun og skipulagning: Vinnur samkvæmt því skipulagi sem deildarstjóri og leikskólastjóri ákveða.

Foreldrasamvinna: Vinnur í samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna undir stjórn deildarstjóra. Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað: Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans. Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Næsti yfirmaður: Deildarstjóri

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni
Uppeldi og menntun: Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.

Stjórnun og skipulagning:

 • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
 • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.

Foreldrasamvinna:

 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
 • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

 • Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
 • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Næsti yfirmaður: Deildarstjóri

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni
Stjórnun og skipulagning:

 • Skipuleggur sérkennslu á viðkomandi deild í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og leiðbeinir starfsfólki deildarinnar þannig að starfsfólkið taki þátt í kennslu barna sem þurfa sérkennslu.
 • Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir hvert barn sem nýtur sérkennslu á deildinni í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
 • Sér um að einstaklingsnámskrám sé framfylgt og þær endurmetnar í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.

Uppeldi og menntun:

 • Veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og kennslu.
 • Gætir þess að barn sem nýtur sérkennslu einangrist ekki heldur sé hluti af hópnum og eigi hlutdeild í leikskólastarfinu.

Foreldrasamvinna:

 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu á deildinni og situr fundi og viðtöl með þeim.
 • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

 • Ber að hafa náið samstarf við sérkennslustjóra og sérkennsluráðgjafa vegna barna sem njóta sérkennslu á deildinni.
 • Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu á deildinni samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.
 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.
 • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni
Stjórnun og skipulagning:

 • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
 • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
 • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
 • Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.

Uppeldi og menntun:

 • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.
 • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
 • Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.

Foreldrasamvinna:

 • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
 • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni og ekki varðar trúnað gagnvart öðrum börnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra.
 • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
 • Ber ábyrgð á að leitað sé samþykkis foreldra/forráðamanna barns, áður en leitað er aðstoðar annarra sérfræðinga.

Annað:

 • Skipuleggur samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
 • Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
 • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri eða yfirmaður stofnunar.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni

 • Skipuleggur og stýrir viðkomandi verkefni í samráði við leikskólastjóra/yfirmann stofnunar.
 • Er tengiliður við þá aðila sem tengjast verkefninu innan leikskólans/stofnunar sem utan.
 • Sér um að gera áætlanir, mat og skýrslugerð sem tengist verkefninu.
 • Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga.

Annað:

 • Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefninu í samráði við leikskólastjóra/yfirmann stofnunar.
 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar viðkomandi verkefni.
 • Staða verkefnastjóra er alltaf tímabundin.
 • Staða verkefnastjóra getur verið allt frá því að vera starf með öðru starfi (lítið verkefni) upp í að vera fullt starf.

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri eða yfirmaður stofnunnar.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitafélags.

Meginverkefni:

 • Skipuleggur og stýrir verkefnum sem tengjast markmiðum hvers leikskóla.
 • Er tengiliður við þá aðila sem tengjast verkefninu innan leikskólans/stofnunnar sem utan.
 • Sér um að gera áætlun, mat og skýrslugerð sem tengist verkefninu. Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga.

Annað:

 • Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefninu í samráði.
 • við leikskólastjóra/yfirmenn stofnunar.
 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi sem yfirmaður segir til um og varðar viðkomandi verkefni.

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni
Stjórnun og skipulagning:

 • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
 • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
 • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
 • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.

Uppeldi og menntun:

 • Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni.
 • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
 • Hefur yfirumsjón með að áherslum um kennslu annarra sérfræðinga sé framfylgt í leikskólanum og að skýrslur séu gerðar.

Foreldrasamvinna:

 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim.
 • Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
 • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

 • Ber að hafa náið samstarf við sérkennsluráðgjafa og aðra sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.
 • Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.
 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.
 • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

Nám og símenntun

Viðbótarlaunaflokkar vegna náms og símenntunar

Framhaldsnám   Grein 10.4.1
60 ECTS einingar 1 lfl. Hafi starfsmaður lokið formlegu 60 ECTS eininga prófi (diplóma) á háskólastigi, sem nýtist í starfi, hækkar hann um einn launaflokk.

Tvölfalt Bed/BA/BS               

Med/MS/MA                    

2 lfl.

Hafi leikskólakennari tvöfalt Bed/BA/BS próf eða Med/MS/MA próf, raðast hann tveimur launaflokkum hærra en ella. Viðbótarmenntun vegna diplóma og meistaraprófs er mest metin til þriggja launaflokka. Einingar eru aldrei tvítaldar.

Doktorspróf 3 lfl. Hafi leikskólakennari doktorspróf raðast hann þrem launaflokkum hærra en starfsmaður með meistarapróf.


„Launabreytingar vegna framhaldsnáms gilda frá næstu mánaðamótum þess mánaðar er starfsmaður skilar inn gögnum frá viðkomandi menntastofnun til vinnuveitenda er sýni að námi sé lokið.

Mat á framhaldsnámi félagsmanna FL sem hafa menntun í leikskólakennarafræðum og leyfisbréf til kennslu í leikskóla skal vera eins og hjá Félagi grunnskólakennara til 31. mars 2019.

Því gildir eftirfarandi: Ef 30 ECTS eininga sérhæft viðbótarnám á háskólastigi eða 60 ECTS eininga framhaldsnám í fagi á háskólastigi eða leyfisbréf sem framhaldsskólakennari eða grunnskólakennari hækkar röðun hans um einn launaflokk.“ 
 

Símenntun   Grein 10.2.2
Eftir 5 ár 2 lfl. Eftir 5 ára starf sem leikskólakennari bætast við 2 launaflokkar
Eftir 10 ár 2 lfl. Eftir 10 ára starf bætast við tveir launaflokkar til viðbótar
Eftir 15 ár 2 lfl. Eftir 15 ára starf bætast við tveir launaflokkar til viðbótar

Framhaldsnám   Grein 10.4.2
60 ECTS einingar 2 lfl.

Fyrir hverjar 60 ECTS einingar í námi sem nýtist í starfi hækkar röðun hans um tvo launaflokka.

Ath. að ekki er hægt að fá meira en sex launaflokka hækkun á grundvelli framhaldsmenntunar.

Meistarapróf 6 lfl.   

Hafi starfsmaður lokið meistaraprófi sem nýtist í starfi hækkar röðun hans um sex launaflokka.

Ath. að ekki er hægt að fá meira en sex launaflokka hækkun á grundvelli framhaldsmenntunar.

Símenntun   Grein 10.2.3
Eftir 5 ár 2 lfl. Eftir 5 ára starf sem leikskólaleiðbeinandi bætast við 2 launaflokkar
Eftir 9 ár 2 lfl. Eftir 9 ára starf sem leikskólaleiðbeinandi bætast við tveir launaflokkar til viðbótar
Eftir 15 ár 2 lfl. Eftir 15 ára starf sem leikskólaleiðbeinandi bætast við tveir launaflokkar til viðbótar

Einkareknir skólar

Kjarasamningar FL við einkarekna leikskóla

 

Samtök sjálfstæðra skóla (SSSK) Gildir 1. júní 2015 til 31. mars 2019
Waldorfsskólinn Sólstarfir Gildir 1. júní 2015 til 31. mars 2019
Sigalda Gildir 1. júní 2015 til 31. mars 2019
 

Tengt efni