Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands

Samkvæmt 7. grein laga félagsins eiga þeir aðilar rétt á að vera félagsmenn í íþrótta- og heilsufræðifélagi Íslands sem hafa útskrifast með íþróttakennara- eða íþróttafræðimenntun frá gildum háskólum eða kennaramenntunarstofnunum hér á landi (þessir aðilar  verða skráðir sem félagsmenn, án umsóknar, nema því aðeins að viðkomandi óski annars).
  Þeir sem hafa útskrifast úr íþróttaháskólum eða sambærilegum stofnunum erlendis og hafa óskað eftir að gerast félagsmenn.Stjórn félagsins er falið að setja frekari reglur um aðild að félaginu fyrir þá aðila sem ekki heyra undir liðina hér að ofan.

 

Samkvæmt 11. grein laga félagsins kemur fram að reikningsár félagsins skuli vera 1. janúar til 31. desember ár hvert og skulu árgjöld starfsársins vera greidd fyrir lok desember ár hvert.


Samkvæmt 13. grein laga félagsins skal úrsögn úr félaginu vera skrifleg. Skuldi félagsmaður árgjald sitt missir hann félagsréttindi sín það árið. Hann getur endurheimt þau með því að greiða skuld fyrra árs ásamt greiðslu félagsgjalds yfirstandandi árs. Greiði hann ekki í tvö ár í röð er litið svo á að hann hafi sagt sig úr félaginu. Óski hann eftir því að gerast félagsmaður að nýju verður hann að sækja um það skriflega til stjórnar félagsins.
 

Til skrá sig í/úr félaginu þarf að senda póst á netfangið

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram við skráningu:

1. Nafn

2. Kennitala

3. Netfang

4. Heimilisfang

5. Háskóli - gráða

6. Útskriftarár

7. Starf - vinnustaður