Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands

 

  • Skráargatið: Samnorræna merkið Skráargatið hjálpar til við að velja hollari matvörur. Markmið með Skráargatinu er að hjálpa neytendum að velja hollari vöru, þ.e. með minni og hollari fitu, minni sykri, minna salti og meira af trefjum og heilkorni en sambærilegar vörur sem uppfylla ekki skilyrði til að bera merkið.
  • Sykurmagn.is er vefsíða sem ætlað er að efla færni barna og foreldra þeirra í fæðuvali. Matvörur sem eru sérstaklega markaðssettar fyrir börn eru oft og tíðum ekki þær æskilegustu fyrir þau. Foreldrar geta hjálpað börnunum að læra að velja æskilegar vörur, t.d. sem innihalda minna af viðbættum sykri en aðrar sambærilegar vörur.