Félag raungreinakennara

Samþykktir Félags raungreinakennara

1. Félagið heitir Félag raungreinakennara, skammstafað FR. Heimili þess og varnarþing er  í Reykjavík.

2. Allir sem starfa við eða hafa kennsluréttindi til kennslu raungreina, náttúrufræðigreina eða stærðfræði í framhaldsskóla á Íslandi geta sótt um félagsaðild í FR. Stjórn félagsins afgreiðir umsóknir um félagsaðild. Stjórn félagsins er að auki heimilt að taka inn í félagið aðra sem sækja um aðild.

3. Hlutverk og markmið félagsins er að efla raungreina-, náttúrufræðigreina- og stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi á Íslandi. Það er gert með því að:

- efla samskipti og samvinnu kennara í raungreinum,

- efna til viðburða, námskeiða, umræðufunda og ráðstefna,

- hafa áhrif á uppbyggingu og þróun náms og kennslu í raungreinum og stærðfræði,

- gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna,

- hafa samband og samstarf við tilsvarandi félög í öðrum löndum og á öðrum skólastigum og koma fram fyrir hönd félagsmanna á erlendum vettvangi.

4. Stjórn félagsins skipa fjórir til sex einstaklingar kosnir til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Einnig skal kosinn til eins árs í senn skoðunarmaður. Stjórn ber ábyrgð á starfsemi félagsins og hefur umsjón með öllu starfi innan þess. Stjórn er óheimilt að stofna til skulda í nafni félagsins.

5. Aðalfund skal halda í síðasta lagi í maí ár hvert. Hann skal boðaður með minnst einnar viku fyrirvara. Hann skal auglýsa með áberandi hætti, t.d. á heimasíðu félagsins og/eða með tölvupósti í gegnum póstlista félagsmanna. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað. Á dagskrá eru m.a. öll venjuleg aðalfundarstörf.

6. Reikningsár félagsins er almanaksárið.

7. Samþykktum félagsins er aðeins hægt að breyta á aðalfundi. Breytingar á samþykktum félagsins verða aðeins gerðar á aðalfundi og skulu breytingatillögur berast með aðalfundarboði. Til að breytingar teljist samþykktar þurfa ⅔fundarmanna að greiða þeim atkvæði sitt. Tillögur sem fram koma á aðalfundi og varða breytingar á auglýstum breytingum samþykkta skulu vera skriflegar. Fundarstjóri getur krafist þess að aðrar tillögur verði bornar fram skriflega. Breyttar samþykktir koma til framkvæmda strax.

8. Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til Kennarasambands Íslands.

 

Þannig samþykkt síðast á aðalfundi 2019.