Félag raungreinakennara
06. október 2019

Námskeiðið ,,Eðlisfræðikeppnin í eðlisfræðikennslu: stuðningur við nemendur og gagnsemi keppninnar í kennslu” var haldið á vegum Félags raungreinakennara dagana 14. og 15. ágúst 2019 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands og VR1.

Notast var við verkefni úr eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna með því markmiði að geta nýtt verkefnin með sínum nemendum til áhugaaukningar á eðlisfræði og raunvísindum, bæði bóklega og verklega. Mörg verkefnin henta sem verkefni í skólastarfi sem reyna á innsæi, verkefnalausnir, útsjónarsemi og að sjá námsefnið í víðu samhengi.

Fyrir daginn var farið í efnistök gamalla keppna ásamt hentugu undirbúningsefni. Kennarar unnu að efnislegri úrlausn verkefnanna og skoðuðu þau út frá kennslufræðilegu sjónarhorni.

Síðari daginn var farið yfir skipulag verklega þáttarins í keppninni og hvaða þættir eru metnir. Gerðar voru verklegar tilraunir í pörum þar sem kennarar fengu að spreyta sig á viðfangsefnunum sjálfir.

Kennarar námskeiðsins voru eðlisfræðingarnir Martin Swift og Ari Ólafsson ásamt Matthiasi Baldurssyni Harksen.