Félag raungreinakennara
28. Ágúst 2019

Félag raungreinakennara stóð fyrir námskeiði um jökla og jöklarannsóknir í húsi Endurmenntunar HÍ dagana 12. og 13. ágúst.  Námskeiðið heppnaðist í alla staði mjög vel, var bæði fróðlegt og yfirgripsmikið, enda fimm fræðimenn sem skýrðu frá helstu rannsóknum sínum og annarra á jöklum bæði á íslandi sem og á heimsvísu. 

 

Helstu umfjöllunarefni voru :

 

  • Almennt um jöklafræði , hvar er ís, ísaldir, sjávarstöðubreytingar      
  • Afkomumælingar á íslenskum jöklum. Niðurstöður og tækjabúnaður til afkomumælinga
  • Orkubúskapur við yfirborð jökla  - tenging við varmafræði og varmaleiðni
  • Lögun jökla og þróun, botn og yfirborð. Mælitækni og niðurstöður.
  • Flæði jökla. Fjarkönnun og mælingar. Aflfræði og líkanareikningar.
  • Boranir í jökla, saga þeirra og samsætumælinga á ískjörnum
  • Yfirlit yfir þá þekkingu sem aflað hefur verið með ískjarnamælingum.
  • Stóra myndin um hvernig eru jöklar í heiminum eru að bregðast við loftslagsbreytingum.

 

 

 

Þáttakendur voru 18, hefðu gjarnan mátt vera fleiri.