Félag raungreinakennara
Námskeiðið ,,Eðlisfræðikeppnin í eðlisfræðikennslu: stuðningur við nemendur og gagnsemi keppninnar í kennslu” var haldið á vegum Félags raungreinakennara dagana 14. og 15. ágúst 2019 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands og VR1. Notast var við verkefni úr eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna með því markmiði að geta nýtt verkefnin með sínum nemendum til áhugaaukningar á eðlisfræði og raunvísindum, bæði bóklega og verklega. Mörg verkefnin henta sem verkefni í skólastarfi sem reyna á innsæi, verkefnalausnir, útsjónarsemi og að sjá námsefnið í víðu samhengi. Fyrir daginn var farið í efnistök gamalla keppna ásamt hentugu undirbúningsefni. Kennarar unnu að efnislegri úrlausn verkefnanna og skoðuðu þau út frá kennslufræðilegu sjónarhorni. ...
  Þáttakendur voru 18, hefðu gjarnan mátt vera fleiri. 
  PhO er alþjóðlega ólympíukeppnin í eðlisfræði (International Physics Olympiad) og er haldin árlega fyrir framhaldsskólanemendur sem skara fram úr í eðlisfræði í sínu föðurlandi og eru yngri en 20 ára. Að þessu sinni voru Eðlisfræðileikarnir haldnir í Tel Aviv í Ísrael 5.júl til 15.júl og fyrir Íslands hönd mættu 5 knáir drengir sem höfðu verið valdir með forkeppni í febrúar og úrslitakeppni í mars. Svo vill til að allir drengirnir voru nemendur í MR og er það í fimmta sinn í 34ra ára sögu eðlisfræðikeppninnar að allir liðsmennirnir koma frá MR. Landskeppni í eðlisfræði er félag sem í umboði Eðlisfræðifélags Íslands og Félags raungreinakennara sér um framkvæmd eðlisfræðikeppninnar innanlands, val á keppendum fyrir ferðina til IP...
Haldin var undirbúningsfundur um umsókn um verkefni sem miðar að því að auka stuðning við kennara í verklegum æfingum. Þá aðalega meðhöndlun efna og áhættumat. Fulltrúi Íslands var stjórnarmaður í Félagi raungreinakennara, Guðmundur Grétar Karlsson.  Sjá nánar :     
Félag raungreinakennara gengst fyrir endurmenntunarnámskeiðinu Eðlisfræðikeppnina í eðlisfræðikennslu: stuðningur við nemendur og gagnsemi keppninnar í kennslu dagana 14. og 15. ágúst 2019. Nánari lýsing er hér fyrir neðan.    Þátttaka er kennurum að kostnaðarlausu að vanda og viljum við hvetja þá sem áhuga hafa að skrá sig á námskeiðið fljótlega. Þátttakendur utan Höfuðborgarsvæðisins geta fengið ferðakostnað endurgreiddan. Skráning og nánari upplýsingar:   Með von um góðar undirtektir,  Stjórn Félags raungreinakennara ------ Heiti námskeiðs: Eðlisfræðikeppnina í eðlisfræðikennslu, stuðningur við nemendur og gagnsemi keppninnar í kennslu Lýsing: Námskeiðið gefur kennurum sem kenna eðlisfræði í framhaldsskó...
  Minnt er á ráðstefnuna Vísindi í nám og leik sem haldin verður á Akureyri í lok mars.  Sjá upplýsingar nánari upplýsingar hér: 
Taktu þátt í Science on Stage    Félag raungreinakennara kynnir Science on Stage, sem er Evrópusamstarf fyrir alla kennara í raun- og tæknigreinum innan menntastofnana. Science on Stage er vettvangur þar sem kennarar geta skipst á hugmyndum um lifandi og skapandi kennslustundir og þannig aukið áhuga nemenda á vísindum og tækni.    Annað hvert ár er haldin hátíð á vegum Science on Stage, Europe. Á þessu ári, 2019, verður hátíðin 31. október – 3. nóvember í Cascais, Portúgal. Þá munu raungreinakennarar hittast og sýna hver öðrum tilraunir í kennslu raungreina í þar til gerðum sýnibásum t.d. með því að vera með einfaldar verklegar æfingar, sýnikennslu eða verkfæri/búnað sem þeir hafa þróað til kennslu. Hér er ekki um að ræða...
Námskeiðið var haldið 7. – 8.  júní 2018 Haldnir voru 7 fyrirlestrar í Reykjavík um opinbert regluverk, starfsleyfi stóriðjufyrirtækja og vöktun mælitækja (fulltrúi Umhverfisstofnunar), vinnuvernd í stóriðju og viðbrögð við stórslysum (( fulltrúi Vinnueftirlitsins), efna- og hljóðmengunarmælingar  í kring um Keflavíkurflugvöll (fulltrúi Isavia), mælingar á losuðum efnum í nágrenni verksmiðjanna í Hvalfirði (fulltrúar Járnblendiverksmiðjunnar og Norðuráls), starfsemi og eftirlit með losun í Reyðarfirði (fulltrúi Alcoa-Fjarðaráls) og nýja kísilmálmverksmiðju CCP á Bakka (fulltrúar CCP). Umræður um kennslufræði er tengist þessum málum voru undir stjórn kennara á Menntavísindasviði HÍ. Farin var vettvangsferð um Suðurnes undir st...
Aðalfundur Félags raungreinakennara verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2018 kl. 18:00 í kennarahúsinu, Laufásvegi 81, sal á jarðhæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf ásamt erindum og umræðum um þyngdarbylgjur og vísindamiðlun HÍ. 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar. 3. Kosning nýrrar stjórnar og skoðunarmanna reikninga. 4. Önnur mál 5. Sævar Helgi Bragason - Nýjustu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði um þyngdarbylgjur. 6. Martin Swift - Verkefni Háskóla Íslands sem snúa að vísindamiðlun og endurmenntun raunvísindakennara. Léttar veitingar verða á fundinum. Allir velkomnir! Stjórn Félags raungreinakennara
  Í Ísland sendi að venju keppnislið framhaldsskólanema á Ólympíuleikana í eðlisfræði (International Physics Olympiad) sem voru haldnir í Yogyakarta í Indónesíu dagana 16.-24.júlí.   Á leikunum kepptu rúmlega fjögur hundruð framhaldsskólanemendur frá 87 löndum víðsvegar um heim. Íslenska liðið skipuðu þau: Brynjar Ingimarsson Menntaskólanum á Akureyri.  Erla Sigríður Sigurðardóttir, Menntaskólanum á Akureyri, Inga Guðrún Eiríksdóttir Menntaskólanum í Reykjavík, Þórður Friðriksson, Menntaskólanum í Reykjvík og Þorsteinn Elí Gíslason Verslunarskóla Íslands. Fararstjórar voru Ingibjörg Haraldsdóttir og Viðar Ágústsson  en þau eru eðlisfræðikennarar í Menntaskólanum í Kópavogi og  Flensborgarskóla.  Liðið var var valið eftir ...