Félag íslenskra myndlistarkennara


FÍMK er fagfélag myndlistarkennara og tilheyrir Kennarasambandi Íslands.
 

Upphaf Félags íslenskra myndlistarkennara:

 • 24. september 1957 var Teiknikennarafélag Íslands stofnað.
 • 26. febrúar 1960 var nafninu breytt í Myndlistarkennarafélag Íslands - MKÍ.
 • 23. mars 1963 var nafni félagsins breytt í Félag íslenskra myndlistarkennara - FÍM.
 • Síðar var skammstöfunni breytt í FÍMK.
   

Hlutverk þess er:

 • að gæta hagsmuna myndlistarkennara,
 • að efla fagvitund þeirra,
 • að sameina starfandi myndlistarkennara,
 • að vera vettvangur skoðanaskipta og nýsköpunar í myndlistarkennslu.

 • FÍMK stendur að fræðslu og kynningarfundum fyrir félagsmenn.
 • FÍMK stendur fyrir endurmenntunarnámskeiðum fyrir myndlistarkennara.
 • FÍMK annast samskipti og samvinnu við sambærileg fagfélög í öðrum löndum.
 • FÍMK á fulltrúa í Nordisk Samråd, samstarfshópi myndlistarkennara á Norðurlöndum.
 • FÍMK er aðili að InSEA - International Society for Education Through Arn.
 • FÍMK miðlar upplýsingum, heldur fundi, gefur út fréttabréf o.fl.
   

Nordisk kurs - NK er norrænt námskeið fyrir myndlistarkennara sem haldið er um mitt sumar ár hvert, til skiptis á Norðurlöndunum. Námskeiðin eru skipulögð af Nordisk Samråd en það skipa fulltrúar frá fagfélögum myndlistakennara í Danmörkum, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Íslandi.