Félag íslenskra myndlistarkennara

Lög Félags íslenskra myndlistarkennara

 

1. gr.

Félagið heitir: Félag íslenskra myndlistarkennara (skammstafað: FÍMK). Enskt heiti félagsins er: Icelandic Association of Art Educators (skammstafað IAAE).

 

2. gr.

Félagið er hagsmunafélag myndlistarkennara og gegnir einnig því hlutverki að efla fagvitund félagsmanna. Hlutverk þess er einnig að sameina starfandi myndlistarkennara og vera vettvangur skoðanaskipta og nýsköpunar. Verkefni félagsins er að standa að fræðslu um greinina. Félagið annast samskipti við sambærileg fagfélög i öðrum löndum og samskipti við önnur list- og verkgreinafélög í landinu. Stjórn talar máli félagsmanna gagnvart opinberum aðilum og hagsmunaaðilum.

 

3. gr.

Félagar geta þeir orðið sem fengið hafa leyfisbréf í grunnskóla og/eða framhaldsskóla og uppfylla eftirfarandi:

·         Hafa lokið prófi frá kennaradeild MHÍ.

·         Hafa lokið B-ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands, HÍ eða HA með myndmenntarvali.

·         Hafa lokið burtfararprófi frá MHÍ eða LHÍ og tekið auk þess 30 háskólaeiningar í uppeldis og kennslufræði.

·         Hafa sambærileg próf að mati stjórnar félagsins.

·         Allir sem starfa að myndlistarkennslu i grunn- og framhaldsskólum en starfa án myndlistarkennararéttinda geta sótt um aðild að félaginu. Þeir geta þó ekki tekið sæti í stjórn FÍMK.

 

4. gr.

Sótt er um aðild að félaginu með rafrænni umsókn (sjá http://ki.is/fimk), eða bréflega, til formanns eða annarra stjórnarliða félagsins. Umsóknin skal samþykkt af stjórn annað hvort á stjórnarfundi eða skriflega í tölvupóstsamskiptum og í framhaldi af því skal senda umsækjanda svar um niðurstöður stjórnar.

 

5. gr.

Hafi félagsmaður eigi greitt félagsgjald, án skýringa, í tvö ár telst hann ekki lengur félagsmaður.

 

6. gr.

Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert. Til hans skal boða rafrænt með 14 daga fyrirvara og er hann löglegur sé löglega til hans boðað. Almenna félagsfundi skal halda þegar stjórn félagsins telur þurfa, eða þegar minnst 1/3 félagsmanna krefjast þess rafrænt, enda komi fram hvers vegna þeir æskja fundar. Þegar lögmæt krafa um fundarhald er fram komin skal halda fund, eigi síðar en innan 14 daga. Til almennra félagsfunda skal boða rafrænt með hæfilegum fyrirvara. Aukaaðalfund skal kalla saman ef meirihluti félagsmanna krefst þess, og skal boða til hans á sama hátt og venjulegs aðalfundar.

 

7. gr.

Aðalfundur er æðsta vald félagsins í öllum málum. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

·         Skýrsla formanns.

·         Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.

·         Lagabreytingar og lagasetning.

·         Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist til stjórnar skriflega fyrir 1. janúar og skulu þær kynntar í aðalfundarboði.

·         Kosningar:

o   Stjórnarkosningar:

§  Stjórn félagsins skipa fimm aðilar, formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur og fráfarandi formaður.

§  Formaður skal kosinn sér, til tveggja ára í senn.

§  Ritari og gjaldkeri skulu kosnir til tveggja ára í senn, sitt árið hvor.

§  Tveir meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára í senn, sitt árið hvor. Enginn má vera lengur en fjögur ár samfleytt i sama stjórnarsæti.

o   Kosning endurskoðenda:

§  Endurskoðendur skulu vera tveir.

o   Kosning í nefndir:

§  Kosið skal í nefndir eftir verkefnum félagsins hverju sinni. Heimilt er að kjósa í nefndir á almennum félagsfundi. Kosið skal eftir tilnefningu / uppástungu aðalfundi. Sé ekki stungið upp á fleirum en kjósa skal telst sjálfkjörið í viðkomandi embætti.

o   Ákvörðun um árgjald og þóknun til stjórnarmeðlima.

o   Félagar sem verða 65 ára á árinu og eldri þurfa ekki að greiða félagsgjöld.

·         Önnur mál.

8. gr.

Formaður eða einhver úr stjórninni stýrir venjulegum fundum. Aðalfundi eða aukaaðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri.

9. gr.

Rita skal fundargerðir félagsfunda og aðalfunda. Stjórnin skal halda fundagerðir um sína fundi. Útdráttur úr fundargerð aðalfundar skal sendur til félagsmanna.

10. gr.

Reikningsár félagsins miðast við áramót. Eindagi árgjalds er eigi síðar en sex vikum eftir aðalfund enda sendi gjaldkeri út reikninga strax að loknum aðalfundi.

11. gr.

Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á öllum fundum. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að breyta lögum félagsins, og skal það gert á lögmætum aðalfundi.

 

Samþykkt á aðalfundi 25. mars 2014