Félag íslenskra myndlistarkennara
22. Mars 2015

Aðalfundur FÍMK var haldin 28. febrúar á Kaffi Meskí.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
Katrín Jakobsdóttir fyrrum menntamálaráðherra kom á fundinn og ræddi hvernig hún sá fyrir sér á sínum tíma hlutverk myndlistarkennara í þeirri mótunar- og uppbyggingavinnu nýju námskrárinnar sem nú er í gangi, sérstaklega út frá grunnstoðinni Sköpun. Þetta var mjög áhugaverð kynning og voru umræðurnar á eftir líflegar.

Síðan tóku við hefðbundin aðalfundarstörf.

Ingibjörg Hannesdóttir tók að sér fundarstjórn og Magnea Ingvarsdóttir var ritari.
1. Skýrsla formanns
2. Ársreikningar 2014 lagðir fram.
3. Kosning stjórnar 
4. Kosning endurskoðenda
5. Árgjald ákveðið og þóknun stjórnar

Maríella Thayer kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík var kosin formaður.

Von er á fundargerðinni hingað inn á síðuna hér til hliðar fljótlega.

MT