Félag íslenskra myndlistarkennara


Félagar geta þeir orðið sem hafa fengið leyfisbréf til kennslu í grunn- eða framhaldsskóla og uppfylla eftirfarandi skilyrði:

a. Hafa lokið prófi frá kennaradeild MHÍ.
b. Hafa lokið B.Ed. prófi frá KHÍ með myndmenntavali.
c. Hafa lokið burtfararprófi frá MHÍ eða LHÍ og tekið 30 háskólaeiningar í uppeldis- og kennslufræði.
d. Hafa sambærileg próf við a, b eða c að mati stjórnar félagsins.
e. Allir sem starfa að myndlistarkennslu í grunn- og framhaldsskólum en starfa án mynlistarkennararéttinda geta sótt um aðilda að félaginu. Þeir geta þó ekki tekið sæti í stjórn FÍMK.
 

UMSÓKN UM AÐILD

Umsókn um aðild að FÍMK sendist í bréfapósti á neðangreint heimilisfang eða í tölvupósti til stjórnar.

Félag íslenskra myndlistarkennara
Kennarahúsinu
Laufásvegi 81
101 Reykjavík
 

Í umsókninni þarf að koma fram:

Ég óska eftir að gerast félagi í FÍMK

Nafn
Kennitala
Heimili
Staður og póstnúmer
Sími
Netfang
Menntun