Félag enskukennara á Íslandi

 

 • Félagið heitir Félag enskukennara á Íslandi - FEKÍ og er aðili að alþjóðasamtökum enskukennara, International Association of Teachers of English as a Foreign Language - IATEFL.
 • Aðalmarkmið félagsins skulu vera:
  • Að vera vettvangur kynningar, fræðslu og umræðna meðal enskukennara.
  • Að efla enskukennslu á Íslandi.
  • Að leita tengsla við önnur sambönd tungumálakennara á Íslandi og erlendis.
 • Félagar geta orðið allir enskukennarar.
 • Aðalfundur, sem haldinn skal að vori ár hvert, kýs félaginu fimm manna stjórn og einn til vara í leynilegri kosningu og skal leitast við að eigi séu fleiri en tveir af sama skólastigi. Formann skal kjósa sérstaklega en að öðru leyfi skiptir stjórnin með sér verkum. Aðalfundur kýs tvo endurskoðendur.
 • Aðalfundur skal boðaður bréflega með minnst hálfs mánaðar fyrirvara.
 • Alalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað. Kosningu og kjörgengi hafa aðeins skuldlausir félagar.
 • Aðalfundur ákveður félagsgjöld.
 • Lögum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess samþykki 2/3 fundarmanna.
 • Rétt til fundarsetu á stjórnarfundum FEKÍ hafa stjórnir FEKÍ og STÍL.

Samþykkt með áorðnum breytingum á aðalfundi félagsins 20. maí 1985.