Félag enskukennara á Íslandi


FEKÍ er félag fyrir alla enskukennara á Íslandi. Það var stofnað árið 1969. Núna eru á skrá um það bil 150 félagsmenn. Í lögum félagsins koma markmið þess fram.
 

Aðalmarkmið félagsins skulu vera:

  • Að vera vettvangur kynningar, fræðslu og umræðna meðal enskukennara.
  • Að efla enskukennslu á Íslandi.
  • Að leita tengsla við önnur sambönd tungumálakennara á Íslandi og erlendis.
     

Til þess að ná þessum markmiðum heldur félagið jafnan fundi, fyrirlestra og námskeið. Þar gefst fólki ekki einungis kostur á að fræðast og ræða málin á faglegum grunni, heldur einnig að mynda tengsl við aðra félagsmenn.

Hér má sjá frétt um stofnun FEKÍ sem birt var í Degi, miðvikudaginn 10. desember 1969.
 

FEKÍ er aðili að alþjóðlegum samtökum enskukennara, International Association of Teachers of English as a Foreign Language - IATEFL.
Frekari upplýsingar fást á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

PÓSTLISTI FEKÍ

Félagsmenn í FEKÍ geta skráð sig á póstlista FEKÍ til þess að fá upplýsingar um atburði á vegum félagsins auk annarra frétta. Til þess að nota listann þá er tölvupósturinn sendur eins og venjulega á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Pósturinn fer þá á alla sem eru skráðir á listann.