Félag enskukennara á Íslandi
09. Mars 2019
Verðlaunaafhending fyrir smásögukeppni FEKÍ fór fram á Bessastöðum þann 27. febrúar, þar sem Eliza Reid, forsetafrú, tók sérlega vel á móti verðlaunahöfum, aðstandendum þeirra og enskukennurum. Þemað að þessu sinni var „DANGER“, en það er valið á enskukennarakaffi haustannar. Sem fyrr, var þátttakan mjög góð, en það bárust alls 35 smásögur frá 15 grunn- og framhaldsskólum á landinu og var heldur betur úr vöndu að velja fyrir stjórn FEKÍ. Vinningshafar úr smásögukeppninni 2018 eru:
 
Viðurkenningar, 4.-5. bekkur
Christian Logi Arnþórsson, 4. bekk Selásskóla
Tooth Sharp
Helena Lapas, 5. bekk Fossvogsskóla
Danger
 
Grunnskóli, 6. – 7. bekkur
1. sæti. Eva Rut Jóhannsdóttir, 6. bekk Grunnskólanum í Hveragerði.
Tunnel of Dangers
2. sæti. Ása Gunnþórunn Flókadóttir, 6. bekk Vesturbæjarskóla.
!Danger!
3. sæti. Karlotta Ómarsdóttir, 7. bekk Fossvogsskóla.
Danger
 
Grunnskóli, 8. – 10. bekkur
1. sæti. Bára Katrín Jóhannsdóttir, 8. bekk Sæmundarskóla.
A Typical Mistake
2. sæti. Auður Ísold Þórisdóttir, 9. bekk Laugalækjarskóla.
Into the Woods
3. sæti.  Emma Rún Baldvinsdóttir, 9. bekk Sæmundarskóla.
The Babysitter
 
Framhaldsskóli
1. sæti. Melkorka Gunborg Briansdóttir,  Menntaskólanum við Hamrahlíð
Marstrand
2. sæti. Oddgeir Aage Jensen, Borgarholtsskóla
The Hatch
3. sæti. Magdalena Sigurðardóttir. Menntaskólanum á Akureyri
All the Birds Now Look to Me
 
Hér má lesa vinningsögurnar.
 
Næsta smásögukeppni hefst á evrópska tungumáladeginum 26. september, en þá verður tilkynnt um nýtt þema. Vonast er til að sem flestir skólar á landinu öllu taki þátt í þessu skemmtilega verkefni.