Félag enskukennara á Íslandi
Alþjóðleg ráðstefna fyrir enskukennara verður haldin í Brghton, Englandi í apríl.
Aðalfundur FEKÍ verður haldinn í Fjölbrautaskólanum við Ármúla (fyrirlestrarsal), laugardaginn 3. mars 2018, kl. 12:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn FEKÍ.
Til að fylgja eftir heimsókn Averil Coxhead stóðu FEKÍ og enskukennarar í MH fyrir bráðskemmtilegri vinnustofu sem haldin var í MH, miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Kennararnir þar gáfu viðstöddum innsýn inn í kennslu sína í Academic Vocabulary. Þau sýndu dæmi um vinnu nemenda og deildu ýmsum aðferðum sem þau nota með bókinni Focus on Vocabulary 2. Að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og dýrindis veitingar með. Í kjölfarið spunnust umræður um efnið og hin ýmsu málefni sem snúa að enskukennslu. Í byrjun mars mun FEKÍ svo standa fyrir vinnustofu um matsaðferðir á akademískum orðaforða og fáum við John Baird frá Queens University í Belfast til að leiða hana. Sú vinnustofa verður auglýst nánar síðar.
Þann 12. október síðastliðinn stóð FEKÍ fyrir framhaldsfundi frá enskukennarakaffinu í vor í Borgarholtsskóla. Rakel Magnúsdóttir tók upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor og sýndi fundargestum ýmsar aðferðir og einföld forrit sem nota má í kennslu, svo sem Padlet, Sway, Book Creator og fleiri.   Afurð þessa fundar var veggur í Padlet forritinu þar sem safnað var saman hinum ýmsu forritum og vefsíðum, ásamt útskýringum, sem eru mjög hagnýt fyrir kennara og tilvalið að nota við hvers konar verkefnavinnu og uppbrot í kennslu. Kennarar eru hvattir til að skoða og prófa sig áfram með forritin, sem og deila góðum hugmyndum, forritum o.þ.h. með hinum á Vinnum saman og verum sýnileg, þannig þróumst við í starfi (svo er það líka ...
Heimir Áskelsson 1925- 2017. Heimir var einn af frumkvöðlum að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess og heiðursfélagi. Í lok 7. áratugar fóru áherslur og aðferðir í tungumálakennslu að breytast. Heimir hafði lesið ensk fræði í háskólanum í Leeds og kennt ensku við HÍ. Hann sat í landsprófsnefnd fyrir ensku og skynjaði þörf kennara á að kynnast nýjum leiðum. Hann fékk til liðs við sig Bill Lee, formann alþjóðlega samtaka tungumálakennara sem kenna ensku sem erlent mál (IATEFL). Hann kom og hélt námskeið fyrir enskukennara. Það tókst svo vel, að þátttakendur ákváðu að því loknu að stofna félag í þeim tilgangi að hlúa að framförum í kennsluháttum. Heimir var kjörinn formaður og sinnti því starfi lengi og ötullega. Hann beitti sér fyri...