Félag enskukennara á Íslandi
FEKÍ fagnar 50 ára afmæli sínu í ár og í tilefni þess stendur félagið fyrir afmæliskvöldverði þann 9. nóvember næstkomandi á Hótel Holti, sjá nánar í auglýsingu hér fyrir ofan.
Alþjóðleg ráðstefna fyrir enskukennara verður haldin í Brghton, Englandi í apríl.
Aðalfundur FEKÍ verður haldinn í Fjölbrautaskólanum við Ármúla (fyrirlestrarsal), laugardaginn 3. mars 2018, kl. 12:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn FEKÍ.
Til að fylgja eftir heimsókn Averil Coxhead stóðu FEKÍ og enskukennarar í MH fyrir bráðskemmtilegri vinnustofu sem haldin var í MH, miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Kennararnir þar gáfu viðstöddum innsýn inn í kennslu sína í Academic Vocabulary. Þau sýndu dæmi um vinnu nemenda og deildu ýmsum aðferðum sem þau nota með bókinni Focus on Vocabulary 2. Að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og dýrindis veitingar með. Í kjölfarið spunnust umræður um efnið og hin ýmsu málefni sem snúa að enskukennslu. Í byrjun mars mun FEKÍ svo standa fyrir vinnustofu um matsaðferðir á akademískum orðaforða og fáum við John Baird frá Queens University í Belfast til að leiða hana. Sú vinnustofa verður auglýst nánar síðar.