Félag þýzkukennara


Þann 3. september árið 1997 var stofnaður lokaður póstlisti fyrir félagsmenn, daf-is hjá listar.ismennt.is. Daf-is er stytting á Deutsch als Fremdsprache - Island.

Til að byrja með hýsti Íslenska menntanetið listann en SKÝRR yfirtók hýsinguna árið 1999. Póstlistanum er ætlað að efla tengsl félagsmanna og vera vettvangur fyrir tilkynningar, umræður og samskipti hvers konar. Hvatamaður að stofnun listans (á námskeiði í Austurríki árið 1997) og umsjónarmaður hans frá upphafi er Þórdís T. Þórarinsdóttir, Menntaskólanum við Sund, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Á listanum eru nú yfir 100 manns.