Félag þýzkukennara

1. gr. – Nafn – Heimili - Varnarþing 

Félagið heitir Félag þýzkukennara (Isländischer Deutschlehrerverband), skammstafað FÞ. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 

 

2. gr. – Félagsaðild 

Allir sem starfa við eða hafa kennsluréttindi til þýskukennslu á Íslandi geta sótt um félagsaðild í FÞ. Stjórn félagsins afgreiðir umsóknir um félagsaðild. Aðalfundur sker úr um vafaatriði. 

 

3. gr. – Markmið og hlutverk 

Markmið og hlutverk félagsins er að: 

a. Efla faglega umræðu og samstarf meðal þýskukennara, m.a. með félagsfundum. 

b. Stuðla að aukinni fræðslu og menntun félagsmanna. Hafa forgöngu um námskeið fyrir félaga og leitast við að halda eitt lengra námskeið ár hvert. 

c. Vinna að eflingu kennarastarfsins sem ráðgefandi aðili gagnvart fræðslu- og skólayfirvöldum hvers skólastigs um málefni varðandi þýskukennslu og tungumálakennslu almennt. 

d. Vinna að hagsmunum félagsmanna innan heildarsamtaka kennara (KÍ) og í skólum. 

e. Leita eftir styrkjum til námsferða fyrir félaga og úthluta þeim styrkjum samkvæmt reglum félagsins. 

f. Standa fyrir árlegri Þýskuþraut. 

g. Beita sér fyrir samstarfi bókaútgefenda og námsefnishöfunda um framvindu kennsluefnis og kennslutækja. 

h. Velja fulltrúa á þing IDV (Internationaler Deutschlehrerverband). 

i. Kjósa fulltrúa í stjórn STÍL (Samtaka tungumálakennara á Íslandi) og til fleiri starfa þar ef þess er óskað. 

j. Rækja samstarf við aðrar félagsdeildir STÍL, við samtök tungumálakennara erlendis, við fulltrúa þýskumælandi þjóða á Íslandi og við þýskudeild HÍ (Háskóla Íslands). 

 

4. gr. – Aðalfundur 

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal haldinn fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Boða skal bréflega til aðalfundar með a.m.k. 10 (tíu) daga fyrirvara. Fundargerð síðasta aðalfundar skal hafa birst félagsmönnum viku fyrir aðalfund, sem og reikningar félagsins, annars skal lesa hvort tveggja upp á aðalfundi. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. 

Dagskrá aðalfundar er: 

 

1. Skýrsla stjórnar. 

 

2. Reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar. 

 

3. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs lögð fram. 

 

4. Breytingar á lögum félagsins. 

 

5. Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5. og 6. gr. 

 

6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins. 

 

7. Kosning tveggja félaga í uppstillinganefnd. 

 

8. Kosning í trúnaðarstöður á vegum félagsins skv. fundarboði: 

 

a. Fulltrúi í stjórn STÍL 

 

b. Umsjónarmaður DAF-IS listans 

 

9. Ákvörðun félagsgjalda. 

 

10. Önnur mál. 

 

5. gr. – Stjórnarkjör 

Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi. 

Formann og varaformann skal kjósa til tveggja ára. Þeir eru kosnir sérstaklega sitt árið hvor. Aðra stjórnarmenn og varamenn skal kjósa til eins árs í senn. Kjósa skal í ráð og aðrar trúnaðarstöður innan félagsins árlega. 

Enginn skal sitja lengur en fjögur ár samfellt í sama embætti innan stjórnarinnar en hámark sam-felldrar stjórnarsetu í stjórn FÞ er sex ár. 

Kosning er skrifleg ef fleiri eru í framboði en fjöldi embætta segir til um. Kosning formanns er ekki lögmæt nema formaður fái minnst helming greiddra atkvæða. Ef enginn fær að minnsta kosti helming greiddra atkvæða, skal kosið aftur milli tveggja efstu. Að lokum fer fram kosning meðstjórnenda og varamanna. 

 

6. gr. – Stjórn 

Stjórn skipa fimm fulltrúar: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, vefstjóri og tveir fulltrúar til vara. 

Ef formaður eða varaformaður láta af stjórnarsetu áður en kjörtímabilinu lýkur og stjórnarmaður tekur sæti í hans stað skal kjörtímabil hins síðarnefnda ná fram að næsta aðalfundi. Skal þá kjósa til embættisins til þess tíma sem ólokið er. 

 

7. gr. – Ábyrgð og verksvið stjórnar 

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda og skal gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna í samvinnu við samtök kennara eftir því sem við á hverju sinni. Óheimilt er stjórninni að stofna til skulda fyrir hönd félagsins. 

Stjórn ber ábyrgð á starfsemi félagsins og hefur umsjón með öllu starfi innan þess. Ef formaður for-fallast tekur varaformaður við störfum hans. Stjórnin skiptir með sér verkum og setur sér starfsreglur. 

Formaður félagsins eða staðgengill hans, sem valinn er af stjórn félagsins, er fulltrúi félagsins í IDV. 

 

8. gr. – Aukaaðalfundur 

Stjórn getur boðað til aukaaðalfundar ef hún telur að verkefni sem fjalla á um á aðalfundi megi ekki bíða aðalfundar. Boðað skal til slíkra funda eins og um reglulega aðalfundi sé að ræða. 20 félagsmenn eða fleiri geta krafist þess skriflega að aukaaðalfundur verði haldinn og verður að halda slíkan fund eigi síðar en tveimur vikum eftir að krafan er lögð fram skriflega til stjórnar, ásamt dagskrá. 3 

 

9. gr. – Kjörgengi og atkvæðisréttur 

Hver félagsmaður sem mætir á fund, skuldlaus við FÞ, hefur kjörgengi og eitt atkvæði í atkvæða-greiðslum innan félagsins. Á hendi stjórnar er að sjá um framkvæmd ákvæðisins. Hafi gjaldskyldur félagi ekki greitt félagsgjöld í tvö ár í röð fellur nafn hans af félagaskrá. Heiðursfélagar og félagsmenn sem taka eftirlaun eru undanþegnir félagsgjöldum. 

 

10. gr. – Reikningar og félagsgjöld 

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Félagsgjöld skulu innheimt fljótlega eftir aðalfund með eindaga 1. júní. 

 

11. gr. – Félagsfundir 

Félagsfund skal halda eins oft og stjórnin telur þörf á eða ef 10 félagsmenn óska þess skriflega. Félags-fundi skal auglýsa með dagskrá með minnst þriggja daga fyrirvara. 

 

12. gr. – Ritun fundagerða 

Halda skal fundargerðir um félagsfundi, stjórnar- og aðalfundi FÞ. Starfandi nefndir FÞ haldi fundar-gerðir og skili þeim til stjórnar félagsins fyrir aðalfund. 

 

13. gr. – Lagabreytingar 

Breytingar á lögum félagsins verða aðeins gerðar á aðalfundi og skulu breytingatillögur berast með aðalfundarboði. Til að breytingar teljist samþykktar þurfa 2/3 fundarmanna að greiða þeim atkvæði sitt. Tillögur sem fram koma á aðalfundi og varða breytingar á auglýstum breytingum laga skulu vera skriflegar. Fundarstjóri getur krafist þess að aðrar tillögur verði bornar fram skriflega. Breytt lög koma til framkvæmda strax að loknum aðalfundi. 

 

14. gr. – Félagsslit 

Ef leysa á félagið upp skal bera tillögu þess efnis upp á aðalfundi tvö ár í röð og skal auglýsa það eins og um lagabreytingu væri að ræða. Eignum félagsins skal ráðstafa á sama fundi. Til þess að slík tillaga teljist samþykkt þurfa minnst 2/3 fundarmanna að greiða henni atkvæði sitt. 

Ákvæði til bráðabirgða varðandi kosningu varaformanns: 

Ákvæði um kosningu varaformanns taki gildi þegar aðalfundur Félags þýzkukennara, FÞ, hefur sam-þykkt það ákvæði. 

 

Þannig samþykkt á aðalfundi 19. apríl 2004. 

Með áorðnum breytingum á aðalfundi í mars 2008, 2010, 2011 og 2015. 

Reykjavík, 9. apríl 2015 

Þórdís T. Þórarinsdóttir lagaritari FÞ