Félag þýzkukennara


Félag þýzkukennara hefur frá því 1990 staðið fyrir þýskuþraut á hverju vormisseri í samvinnu við Goethe Institut í Kaupmannahöfn. Goethe Institut setur reglur vegna þátttöku nemenda í framhaldsskólum. Viðurkenningar eru veittar fyrir 20 bestu úrlausnirnar í þrautinni. Þar af fá tveir þátttakendur 4ra vikna dvöl í Þýskalandi í boði PAD (Pädagogischer Ausstauschdienst Deutschlands). Einn þátttakandi fær 3ja vikna dvöl í „Eurocamp“ (í Sachsen-Anhalt) sem eru nokkurs konar sjálfboðaliðabúðir fyrir ungt fólk alls staðar að í Evrópu. Þýska sendiráðið er tengiliður félagsins vegna Eurocamp viðurkenningarinnar.

Afhending viðurkenninga vegna þýskuþrautarinnar er venjulega í boði sendiherra Þýskalands á Íslandi og er í tíma nálægt fyrsta sumardegi.