Félag þýzkukennara

Í stuttmyndakeppni Félags þýzkukennara bárust að þessu sinni þrettán myndir frá fimm framhaldsskólum.

Dómari keppninnar var Helena Stefánsdóttir, henni til aðstoðar voru þau Jón Bjarni Atlason og Þórdís T. Þórarinsdóttir.

 

Vinningsmyndir:

1. Es geht um die Wurst (Menntaskólinn í Reykjavík, Emil Snorri Árnason, Ari Brynjarsson, Hafsteinn Atli Stefánsson, og Friðrik Þjálfi Stefánsson, kennari Izabela K. Harðarson)

Umsögn: Afar metnaðarfull mynd á allan máta með fallegt heildarútlit. Aðstandendur hafa augljóslega lagt sig alla fram um vönduð vinnubrögð. Tökurnar eru vel ígrundaðar, leikurinn góður, klipping og öll eftirvinnsla er til fyrirmyndar. Handritið er vel unnið, sagan heldur vel auk þess sem falleg notkun á þýsku tungumáli er tekin lengra en ætlast er til.

Skoða: smellið

 

2. Liebe und Rache (Menntaskólinn á Laugarvatni, Birgitta Kristín, Hildur Guðbjörg, Brynja Hrönn og Jón Finnur, kennari Áslaug Harðardóttir)

Umsögn: Skemmtileg mynd þar sem leikið er með kynjahlutverk á óhefðbundinn og áhugaverðan hátt. Myndin er vel leikin og metnaður er lagður í gervi, tökur, klippingu og eftirvinnslu.

Skoða: https://www.youtube.com/watch?v=ZbxNfBbg_Fg&feature=youtu.be

 

3. Kokkarnir (Menntaskólinn í Hamrahlíð, Ásvaldur Sigmar Guðmundsson, Emelía Góa Briem, Kolbeinn Arnarson og Margrét Ósk Einarsdóttir, kennari Valgerður Bragadóttir)

Umsögn: Frumleg og skemmtileg mynd með létta stemningu sem veitir gleðitilfinningu. Myndin er vel leikin, tekin og klippt.

Skoða: https://www.youtube.com/watch?v=TMkr8Qz3Axc&feature=youtu.be