Félag þýzkukennara
10. Maí 2018

Þann 7. maí fór fram Uppskeruhátíð þýskunema. Þar voru veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjöl fyrir góðan árangur í Þýskuþraut, sem haldin var 27. febrúar síðastliðinn og Stuttmyndakeppni Þýskukennarafélagsins. Arndís Ósk Magnúsdóttir, Framhaldsskólanum Austur-Skaftafellssýslu var í 1. sæti í Þýskuþraut. Í 2. sæti var Anton Björn Helgason, nemandi í  Menntaskólanum í Reykjavík og í 3. sæti var Melkorka Gunborg Briansdóttir, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Alls tóku 97 nemendur víðs vegar að af landinu þátt í Þýskuþrautinni, sem haldin var í 28. sinn. Í Stuttmyndakeppnina bárust 5 myndir. Í fyrsta sæti var mynd eftir nemendur frá Menntaskólanum við Laugarvatn, Das kleine Haus. Bjartur Karlsson, Gunnar Karl Gunnarsson, Jens Thinus Clausen, Tryggvi Kristjánsson og Þórarinn Guðni Helgason eiga heiðurinn af henni. Í öðru sæti var einnig mynd eftir nemendur frá Menntaskólanum við Laugarvatn, Das Waschmittel. Hana gerðu Arnar Dór Ólafsson, Gurún Lilja Kristófersdóttir, Írena Rut Stefánsdóttir, Jón Lárus Stefánsson og Sigurður Pétur Jóhannesson. Í þriðja sæti var mynd eftir tvær stúlkur úr Kvennaskólanum í Reykjavík, Freyju Friðþjófsdóttur og Sunnu Ósk Jónsdóttur. Myndin heitir Der Pferdeverleih. 

Við óskum þessum flottu krökkum hjartanlega til hamingju!