Félag þýzkukennara
10. Maí 2018

Aðalfundur Félags þýskukennara fór fram þann 23. mars síðastliðinn og framhaldsaðalfundur þann 26. apríl. Á þessum fundum var m.a. mynduð ný stjórn. Stjórnin er nú skipuð Vesku Andreu Jónsdóttur formanni, Margréti Kristínu Jónsdóttur varaformanni, Hörpu Sveinsdóttur, Þórunni Elínu Pétursdóttur, Svavari Braga Jónssyni og varamönnunum Ástu Emilsdóttur og Söru Níelsdóttur. Fráfarandi eru Solveig Þórðardóttir, Guðný María Höskuldsdóttir og Oddný Sverrisdóttir. Eru þeim þökkuð góð störf í þágu félagsins.